Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata í dag - 24. september 2016
Meira
Fyrst trjáa á Íslandi til að ná þessari hæð var rússalerki í Hallormsstaðarskógi haustið 1996 en nú í haust mældist hæsta tré landsins vera sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri 27,2 m.
Kapphlaupið á Vestfjörðum er milli sitkagrenitrés í Barmahlíð í Reykhólasveit og alaskaspar í Haukadal í Dýrafirði, nú eru þau hnífjöfn !
Í fyrradag mældi hópur sérfræðinga tréð í Barmahlíð og það er að afloknu vaxtarsumrinu 2016 19,6 metrar. Mælingin var framkvæmd af 15 starfsmönnum Landshlutaverkefna í skógrækt sem voru samankomnir á Reykhólum á dögunum.
Nokkru áður höfðu starfsmenn Skjólskóga mælt öspina í Miðbæ og nú virðist hún hafa tekið fram úr greninu og var orðin 19,7 metrar en víst má telja þau jafnhá þar sem skekkjumörk eru einhver með hornamælingum eins og notaðar voru í báðum tilfellum.
...Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist í Arnarnesi við Dýrafjörð þann 14. febrúar 1823 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi í Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.
Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.
Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.
...
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin
laugardaginn 1. október 2016
í Stangarhyl 4, 112 Reykjavík
Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00
Forréttur
Forréttardiskur með graflaxrós, hvítlauksristuðum humar, teriyaki lax, paté og parmaskinku
Aðalréttur
Steikarhlaðborð með glóðarsteiktu lambalæri og hunangsgljáðum kalkún, madeirakremsósu, ristuðu fersku grænmeti með basil og fersku sumarsalati með mangóchilí dressingu
Kaffi og konfekt
Hljómsveitin Hafrót spilar undir borðhaldi og leikur fyrir dansi að málsverði loknum
Veislustjórar eru þær Gyða Hrönn Einarsdóttir og Þuríður Steinarsdóttir
Minni Dýrafjarðar flytur Rakel Ragnarsdóttir
Mikael Tamar flytur frumsamin lög við undirleik Bjarna Kristins
Eldhúskvartettinn 28, sem þeir Steinþór Vigfús Tómasson,
Jón Júlíus Tómasson, Grétar Ingi Símonarson og Ragnar Gunnarsson skipa, syngur nokkur lög við undirleik Tómasar Jónssonar
Skemmtiatriði, happdrætti, glens og gleði !
Miðaverð kr. 6.900,-
Sala aðgöngumiða verður í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 – 19:00. Hægt er að taka frá sæti og borð, fyrstur kemur fyrstur fær ! Posi á svæðinu. Einnig er hægt að panta miða hjá Bergþóru í síma 578 9520 og 824 1958 og á netfangi bergtora.vals@gmail.com
Dóttir Guðmundu fyrir giftingu: 1) Svala Halldóra Steingrímsdóttir, fv. starfsmaður Selfossbæjar, f. 1942, fv. maki 1, Hjörtur Sæmundsson lögreglumaður, f. 1937, fv. maki 2, Skúli Hróbjartsson vélamaður, f. 1946. Svala á fjögur börn. Faðir hennar var Steingrímur Egill Þorkelsson sjómaður, f. 27. september 1911, d. 18. apríl 1980.
Hinn 25. október 1947 giftist Guðmunda Ívari Kr. Jasonarsyni bónda og hreppstjóra á Vorsabæjarhóli, f. 5. júlí 1910, d. 30. júlí 1963. Börn þeirra eru:
...Hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu hf. á Suðureyri gengur reksturinn ekki bara út á að veiða og snyrta fisk. Ferðaþjónusta verður æ stærri hluti af starfseminni en í sumar heimsóttu um 3.300 ferðamenn fiskvinnsluna.
Hefur SFS tilnefnt Íslandssögu til verðlauna sem veitt verða á Sjávarútvegssýningunni 2016 í næstu viku. Í umsögn SFS segir að Íslandssaga hafi stuðlað að vexti og viðgangi annarra fyrirtækja í nærumhverfi sínu, meðal annars með öflugu samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman.
...Stuttmyndin Litla stund hjá Hansa eftir leikstjórann Eyþór Jóvinsson verður sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF þann 29. september 2016.
Í myndinni leika Sveinn Ólafur Gunnarsson, Helgi Björnsson, Elísabet Thea Kristjánsdóttir og bankastjóri Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson.
Eyþór hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands eftir að frumraun hans, stuttmyndin Sker, var tilnefnd sem besta stuttmyndin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York árið 2014. Eyþór, sem útskrifaðist sem arkitekt árið 2010, viðurkennir að leið hans í kvikmyndanámið sé svolítið krókótt og segir tilviljun hafa ráðið því að hann leiddist inn á þessa braut.
...