Smá um Sóley ÍS 225 frá Flateyri
Líkt og komið hefur fram er mögulegt að Sóley ÍS 225 eignist á ný heimahöfn á Flateyri. Forsvarsmenn Dögunar á Sauðárkróki hafa lýst miklum höfðingsskap og sagt okkur mega eiga skipið.
Vinna er nú í fullum gangi að ná saman hópi manna til að veita þessari mögnuðu gjöf viðtöku. Hugmyndin er að fara með skipið aftur til upprunans og leggja því á Flateyri þar sem það gæti orðið segull fyrir ferðamenn og aukið straum þeirra í þorpið. Þá væri skipið enn á ný farið að skaffa.
Sú hugmynd sem nú er efst á baugi er að setja skipið í fjöru gengt Kaupfélaginu þannig að það gæti orðið veglegur hluti Dellusafnsins sem víða vekur lukku.
Meira