04.10.2016 - 06:51 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir
Heilræðavísa Elís Kjaran
Kristjana Vagnsdóttir á Þingeyri rifjað nýlega upp vísu eftir Elís Kjaran Friðfinnsson á Kjaranstöðum, sem hann orti þegar Kristjana varð tvítug.
Segja má að vísan sé nokkurs konar heilræðavísa:
Nú hefur þú séð þinni bernsku á bak
og brosað við fangbrögðum lífsins.
En það er nú vina mín tvítugra tak
að tefla í refskákum lífsins.
VESTFIRSKA VÍSNAHORNIÐ
Í blaðinu Vestfirðir