A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
13.11.2016 - 07:14 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Þekkingin smitaðist út í sveitirnar

Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
« 1 af 2 »
Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum komin út á bók 
Var meðal fyrstu starfsmenntabrauta sem stóð konum til boða

Fjárfest í þekkingu áður en farið var í framleiðslu

»Mér finnst þetta glæsilegt dæmi um það hvernig menn mættu erfiðleikum í atvinnurekstri. Þegar brestur varð í markaði sauðasölunnar undir lok nítjándu aldar duttu bændur ofan á þá lausn að reyna sölu á smjöri til útlanda,« segir Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands. Hann hefur sent frá sér bók um sögu Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum.
Skoðun Bjarna á þessari sögu leiðir ýmislegt fleira athyglisvert í ljós. Hann nefnir að í þessu tilviki hafi verið ákveðið að fjárfesta í þekkingu áður en farið var að byggja upp framleiðsluna. Það er ekki algengt í sögunni....
Meira
13.11.2016 - 06:46 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Vestfirðir fá umhverfisvottun

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa hlotið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Til að fá vottun þurfa sveitarfélögin að uppfylla ýmis skilyrði í starfsemi sinni hvað varðar innkaup, orkunotkun, vatnsnotkun, sorpförgun og endurvinnslu. Meðal verkefna sem hafa sprottið út frá umhverfisvottunarferlinu er Plastpokalausir Vestfirðir.


Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa unnið að því að fá vottun frá árinu 2012 en samtökin EarthCheck eru alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í Ástralíu og eru þau einu sem umhverfisvotta starfsemi sveitarfélaga. Sveitarfélögin vilja með þessu sýna fordæmi og efla umhverfisvitund en þau fylgja í fótspor sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem eru einnig með vottun frá EarthCheck

...
Meira
12.11.2016 - 07:08 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Þuríður Gísladóttir - Fædd 6. júlí 1925 - Dáin 30. október 2016 - Minning

Þuríður Gísladóttir (1925 - 2016)
Þuríður Gísladóttir (1925 - 2016)
Þuríður Gísladóttir fæddist á Gljúfurá í Arnarfirði 6. júlí 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 30. október 2016.

Foreldrar hennar voru Gísli Vignir Vagnsson, f. 3. ágúst 1901 í Fjarðarhorni, Gufudalshr., Austur-Barð., d. 4. október 1980, bóndi á Mýrum í Dýrafirði, og kona hans Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 17. maí 1895 í Sauðeyjum á Breiðafirði, d. 7. október 1975.


Systkini Þuríðar: Einar Andrés, f. 1924, d. 2015, Sigurbjörg Árndís, f. 1927, d. 1965, Una, f. 1928, Álfheiður, f. 1929, Jón Höskuldur, f. 1932, Valdimar Haukur, f. 1934, Bergsveinn Jóhann, f. 1938, Davíð, f. 1941. Uppeldisbróðir og frændi: Pétur Kristinn Þórarinsson, f. 1922, d. 1999.

...
Meira
12.11.2016 - 06:22 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Úr vettvangsferð í Lokinhamradal: - Fjallið Skeggi frá ýmsum sjónarhornum

Fjallið Skeggi upp af bænum Hrafnabjörgum. Ljósm.: H. S.
Fjallið Skeggi upp af bænum Hrafnabjörgum. Ljósm.: H. S.
« 1 af 5 »

Innan við Lokinhamradal er fjallið Skeggi, eitt svipmesta og hrikalegasta fjall í Auðkúluhreppi segir Þórður Njálsson í Árbók Ferðafélagsins 1951. Jafnframt segir Þórður að uppi á honum sé víðáttumikil flatneskja og er þar all mikill gróður. Þar heitir því stórkostlega fallega nafni Veturlandafjall.  


Vestur úr ókleifu hengiflugi Skeggjans gengur fjallsöxl sem er mjög miklu lægri en hann. Hún heitir Lægri-Skeggi, og gerir hún fjallið enn einkennilegra en það væri ella, segir Guðmundur G. Hagalín.  Þar heitir og Þumall. 
Mynd af fjallinu Skeggja hefur komið út á fallegu frímerki. En hvað skyldi hann vera margra metra hár yfir sjávarmáli?    

...
Meira
12.11.2016 - 06:04 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Sama brot og kennslubækurnar: - Mikil saga á lítilli bók

Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
« 1 af 3 »
Bókin „Konur breyttu búháttum“ er í litlu broti en óhætt er að segja að þar sé mikil saga á lítilli bók. Það er ekki tilviljun, að sögn Bjarna Guðmundssonar. Bókaútgáfan Opna mótaði formið.

Brotið er það sama og var á „Leiðarvísi um meðferð mjólkur“ sem Grönfeldt gaf út og fleiri kennslubókum sem notaðar voru í Mjólkurskólanum, og á leiðarvísi Ólafs Olaviusar um smjör- og ostagerð, sem kom út árið 1780. Með formi bókarinnar er verið að heiðra þá sem komu skólanum upp og enn frekar konunum sem sóttu námið.

...
Meira
11.11.2016 - 22:24 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði

12. nóvember 2016 – Norræni skjaladagurinn

Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
« 1 af 3 »

Norræni skjaladagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 12. nóvember 2016.
Þar á meðal á Skjalasafninu á Ísafirði sem er ein fallegasta perla landsins.
Tilvalið að skoða heimasíðu norræna skjaladagsins - ekki síst glugga í þessar gömlu uppskriftabækur og fylgjast með Jónu Símoníu Bjarnadóttur,  kleinumeistara,  steikja kleinur að gömlum sið.

Smella á þessa slóð:
http://2016.skjaladagur.is/kleinubakstur-ad-gomlum-sid/

...
Meira
11.11.2016 - 21:14 | bb.is,Vestfirska forlagið

Þín Þingeyri

Það er margt hægt að bralla með gamla tanka.
Það er margt hægt að bralla með gamla tanka.
« 1 af 2 »
Í byrjun ágúst birtust á Þingeyri fjórir ungir landslagsarkitektar, komu sér fyrir í gömlu húsi á Þingeyri og hófu að rannsaka líf og starf íbúa í þessu fallega þorpi. Þetta unga fagfólk hafði á ferð sinni um Ísland í fyrra tekið ástfóstri við landið og vildu koma til baka, nýta sína faglegu þekkingu og skila uppbyggilegu verkefni inn í samfélagið. Þau ákváðu að nýta sumarfríið sitt til þess arna og endurgjald er aðeins góð reynsla. 
Að velja Þingeyri sem viðfang var ekki óvart eða tilviljun. Allir bæir á Vestfjörðum, en þau höfðu ákveðið að á Vestfjörðum skyldu þau vera, voru skoðaðir og metnir og Þingeyri var svo heppin að skara framúr og í kjölfarið valið sem viðfang í verkefninu þeirra....
Meira
11.11.2016 - 20:28 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Gísli Þorláksson

Gísli ásamt konum sínum. Myndin er máluð í Kaupmannahöfn 1684.
Gísli ásamt konum sínum. Myndin er máluð í Kaupmannahöfn 1684.
Gísli Þorláksson Hólabiskup fæddist 11. nóvember 1631 á Hólum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Þorlákur Skúlason, biskup á Hólum, og k.h. Kristín Gísladóttir

Gísli brautskráðist úr Hólaskóla 1649 og fór utan sama haust í Kaupmannahafnarháskóla. Hann kom aftur til landsins 1652 og var skólameistari á Hólum 1654-1656. Eftir fráfall föður síns var hann kosinn biskup á prestastefnu 21. apríl 1656, aðeins 24 ára. Hann var biskup til dauðadags.


Gísli var friðsamur maður, lítillátur, örlátur og vel látinn, en þótti hvorki mikill lærdómsmaður né hafa háar gáfur. Var og reynslulítill þegar hann tók við embætti, en naut ætternis síns. Fyrri hluta biskupsferils síns stóð hann nokkuð í skugga Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti, sem var atkvæðameiri maður en hann var Vestur-Ísfirðingur, fæddur að Holti í Önundarfirði.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31