A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
18.11.2016 - 07:05 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Sonja Zorilla

Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla
Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla
Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1916. Foreldrar hennar voru hjónin María Emelie Wendel, f. á Þingeyri, 18.10. 1887, d. 23.11. 1981, og Ólafur Indriði Benjamínsson frá Marðareyri í Veiðileysufirði, f. 19.9. 1876, d. 8.10. 1936, stórkaupmaður í Reykjavík.

Sonja ólst upp í Reykjavík þar sem hún stundaði nám við Landakotsskóla. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þar námi þegar hún veiktist af lömunarveiki 15 ára gömul. Árið 1932 fór hún á sjúkrahús í Danmörku og náði góðum bata.


Sonja dvaldi hjá frændfólki sínu í Wiesbaden í Þýskalandi við listnám, hún hélt til London og síðar til Parísar þar sem hún stundaði einnig nám í listgreinum og tungumálum. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fór hún til Spánar og þaðan til Bandaríkjanna og settist að í New York. Sonja lagði stund á myndlist og tískuteikningu, einkum málaði hún andlitsmyndir. Verk hennar birtust meðal annars á forsíðu Vogue. Hún auðgaðist mjög á fjárfestingum á Wall Street.

...
Meira
18.11.2016 - 06:37 | Vestfirska forlagið,bb.is

Baskavígin sýnd í Bíó Paradís

« 1 af 3 »
Í dag, föstudaginn 18. nóvember 2016, kemur til sýninga hér á landi ný spænsk/íslensk heimildarmynd um Baskavígin. Myndin sem að hluta til var tekin upp á Vestfjörðum segir frá því er íslenski fræðimaðurinn Jón Lærði Guðmundsson, í júnímánuði árið 1615, beið komu baskneskra vina sinna að ströndum Íslands og hvernig vinir Jóns, 86 baskneskir hvalveiðimenn, og fjöldi þeirra urðu fórnarlömb í stærsta fjöldamorði Íslandsögunnar. 
Segir í umfjöllun um myndina að tímabært sé, nú fjögur hundruð árum eftir þennan atburð, að draga söguna fram í dagsljósið. Sögumaður myndarinnar sem er leikin heimildarmynd er Jón Lærði, maðurinn sem fordæmdi grimmdarverkin. En sá verknaður var Jóni dýrkeyptur því hann var ákærður og útlægur til dauðadags. Í myndinni er einnig að finna viðtöl við ýmsa sérfræðinga um málið, þar á meðal íslenska....
Meira
18.11.2016 - 06:30 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Til upplyftingar í skammdeginu: „Ég er á leiðinni til þín“

Matthías Bjarnason, alþingismaður og ráðherra.
Matthías Bjarnason, alþingismaður og ráðherra.
« 1 af 2 »

Þeir voru miklir vinir, Matthías Bjarnason, alþingismaður og ráðherra og Marzellíus Bernharðsson, skipasmiður á Ísafirði. Þeir sátu lengi saman í bæjarstjórn Ísafjarðar. Þeir voru eitt sinn að ræða hafnarframkvæmdir heima hjá Matthíasi og voru algjörlega ósammála og endaði með hávaðarifrildi. Sá gamli fór út í fússi sagði Matthías.


   Morguninn eftir lá missættið þungt á Matthíasi. Þegar hann reyndi að fara að vinna, varð honum alltaf hugsað til þess hvað honum þætti leiðinlegt að vera ósáttur við sinn kæra vin skipasmiðinn. Hann gat ekkert unnið og lagði afstað heim til Massa að leita sátta. Á horninu á Hafnarstræti og Austurvegi, götunni sem Marzellíus bjó við, mætti hann þeim gamla. Þeir skelltu báðir upp úr. Matthías segir: Ég er á leiðinni til þín.

...
Meira
17.11.2016 - 20:33 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Í spegli tímans: Morgunblaðið 5. sept. 1995 - Landsþekkt fyrirtæki hættir rekstri

Guðmundur J. Sigurðsson vélsmíðameistari.
Guðmundur J. Sigurðsson vélsmíðameistari.
« 1 af 3 »

Hrafnseyri
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co. hf. á Þingeyri hætti að starfa þann 1. ágúst, eftir rúmlega 80 ára rekstur. Rekstur vélsmiðju hófst á Þingeyri um síðustu aldamót á vegum Gramsverslunar. Guðmundur J. Sigurðsson vélsmíðameistari hafði m.a. lært fag sitt í Noregi og Danmörku á vegum þeirrar verslunar og stofnaði síðan fyrirtæki sitt árið 1913. Var Guðmundur einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs hér á landi. Seinna starfaði sonur hans, Matthías vélaverkfræðingur, með föður sínum við rekstur fyrirtækisins. Eftir lát Guðmundar var Matthías framkvæmdastjóri fyrirtækisins til dánardægurs síðastliðið vor.


Undir stjórn þeirra feðga varð smiðjan á Þingeyri landsþekkt fyrir góða og vandaða þjónustu og einnig hjá þeim útlendingum sem stunduðu fiskveiðar við Ísland. Járnsteypan þar var t.d. ein af þremur þeim helstu á landinu um tíma. Frá rafmótor í smiðjunni kom fyrsta rafmagn sem leitt var í hús á Þingeyri og á ýmsum öðrum tæknilegum sviðum var þetta fyrirtæki í fararbroddi. Í seinni heimsstyrjöldinni átti fjöldi útvegsmanna um allt land smiðjunni það að þakka að þeir gátu gert út báta sína, þegar varahlutir í ýmsar bátavélar og spil voru nánast ófáanlegir. Þá var þrautalendingin að fá þá smíðaða á Þingeyri. Og "dráttarkarlinn", sem Matthías fann upp til að létta mönnum störf við línuveiðar, var þekktur bæði utan lands og innan.

...
Meira
17.11.2016 - 06:53 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði,bb.is

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

« 1 af 2 »

Laugardaginn 19. nóvember 2016 kl 14:00 verður annað bókaspjall haustins á Bókasafni Ísafjarðar. Að þessu sinni verður dagskráin í höndum tveggja kvenna úr Önundarfirði. 


Flateyri - þorp verður til 
Jóhanna G. Kristjánsdóttir er um þessar mundir að gefa út fyrstu bókina í ritröð sem hún kallar Þorp verður til á Flateyri. Efniviðurinn er sendibréf rituð á Flateyri um aldamótin 1900 sem Jóhanna hefur verið að kynna sér og mun hún segja okkur frá bókinni og aðdragandanum að tilurð hennar. Til sýnis í salnum verða sýningaspjöld sem hönnuð voru af Nínu Ivanovu í tengslum við útgáfuna. Jóhanna G. Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Eftir nám og störf, erlendis og í Reykjavík fluttist hún vestur til Flateyrar 1991 og hefur hún verið búsett hér síðan. 
Vestfirska forlagið gefur bókina út.


Uppáhaldsbækurnar 
Önfirski Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir mun fjalla um bækur sem skipa sérstakan sess í huga hennar. Halla Signý er fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkurkaupstaðar en sleit gúmmískónum á Ingjaldssandi. 

...
Meira
17.11.2016 - 06:22 | bb.is,Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Tillögur um rekstur á þjónustukjarna á Þingeyri samþykktar

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Í framhaldi af skýrslu nefndar um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum sem kynnt var í ríkisstjórn 5. september sl. ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í gær að samþykkja tillögur Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þau atriði skýrslunnar sem heyra undir verkefnasvið hans. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Annars vegar er um að ræða stuðning við uppbyggingu og rekstur á þjónustukjarna á Þingeyri í samstarfi við Ísafjarðabæ og þjónustuaðila. Mikilvægt er að íbúar í minni byggðalögum geti gengið að ákveðinni grunnþjónustu í heimabyggð, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Því var ákveðið að veita 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í stofnkostnað við verkefnið. Er horft til þess að ef verkefnið gangi vel megi útfæra það á fleiri staði á landinu. Frá og með næsta ári mun ríkið leggja árlega 3,2 milljónir króna til verkefnisins. ...
Meira
16.11.2016 - 20:28 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

.

Stöndum vörð um íslenska tungu!...
Meira
16.11.2016 - 06:31 | Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.


Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31