Merkir Íslendingar - Sonja Zorilla
Sonja ólst upp í Reykjavík þar sem hún stundaði nám við Landakotsskóla. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þar námi þegar hún veiktist af lömunarveiki 15 ára gömul. Árið 1932 fór hún á sjúkrahús í Danmörku og náði góðum bata.
Sonja dvaldi hjá frændfólki sínu í Wiesbaden í Þýskalandi við listnám, hún hélt til London og síðar til Parísar þar sem hún stundaði einnig nám í listgreinum og tungumálum. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fór hún til Spánar og þaðan til Bandaríkjanna og settist að í New York. Sonja lagði stund á myndlist og tískuteikningu, einkum málaði hún andlitsmyndir. Verk hennar birtust meðal annars á forsíðu Vogue. Hún auðgaðist mjög á fjárfestingum á Wall Street.
...Meira