A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.11.2016 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði

Við slökkvum ljósin á Bókasafninu...

« 1 af 2 »

Norræna bókasafnavikan verður haldin í 20. sinn dagana 14.-20. nóvember 2016.
Um er að ræða verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem hefur að markmiði að efla áhuga á lestur og um leið að vekja athygli á norrænum bókmenntum. Mánudaginn 14. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett og þennan dag er norræn frásagnarlist og sagnaauður í öndvegi. Verða valdir textar lesnir upphátt samtímis á bókasöfnum á Norðurlöndum á hinum ýmsu tungumálum.


Ár hvert er sérstakt þema og textar valdir út frá því. Að þessu sinni er þemað „Framtíðin á Norðurlöndum“. Gert er ráð fyrir að yfir 2.000 bókasöfn taki þátt og mun Bókasafnið Ísafirði ekki skorast undan.

...
Meira
10.11.2016 - 16:19 | Vestfirska forlagið,bb.is

Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
« 1 af 3 »
Vestfirsku hönnunarfyrirtækin Ívaf og Fjöruperlur sýndu afurðir sínar á hönnunarsýningunni Handverk og hönnun sem var á dögunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. 
Þetta er í fimmtánda sinn sem sýningin var haldin og er fjöldinn allur af íslenskum hönnuðum og handverksfólki sem kynnir verk sín þar árlega og í ár voru sýnendur á sjötta tug. Gróskan og fjölbreytnin er mikil að vanda og var margt að sjá barnaföt, prjónavarning, skartgripi og leirkerasmíði, svo fátt eitt sé nefnt. 
Þær Sigríður Sif Gylfadóttir hjá Ívafi og Kristín Þórunn Helgadóttir hjá Fjöruperlum á Þingeyri, létu vel af sér eftir sýninguna. 
Kristín sagði Fjöruperlunum vel tekið að vanda, en hún er reglulegur gestur á sýningunni og sagði hún greinilegt að fólk væri farið að versla jólagjafir....
Meira
10.11.2016 - 11:09 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,bb.is

Starfsleyfistillaga fyrir 4.000 tonna laxeldi í Dýrafirði

Dýrafjörður: Samkvæmt burðarþolsmati þolir Dýrafjörður 10 þúsund tonna fiskeldi.
Dýrafjörður: Samkvæmt burðarþolsmati þolir Dýrafjörður 10 þúsund tonna fiskeldi.
« 1 af 2 »
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.
Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður Arctic Sea Farm heimilt að framleiða lax í kynslóðaskiptu eldi í sjókvíum á þremur svæðum í Dýrafirði: Haukadalsbót (2.000 tonn), við Gemlufall (2.000 tonn) og við Eyrarhlíð (2.000 tonn). 
Eldið er að jafnaði á tveimur sjókvíaeldissvæðum í senn en eitt svæði hvílt milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði....
Meira
Frá fundinum á Reykhólum. Ljósm.: Vegagerðin.
Frá fundinum á Reykhólum. Ljósm.: Vegagerðin.

Vegagerðin kynnti á þriðjudag, 6. nóvember 2016, frummatsskýrslu vegna Vestfjarðavegar (60): Milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi. 35-40 manns sóttu fundinn sem haldinn var á Reykhólum. Frummatsstkýrslan var kynnt en frestur til að gera athugasemdir er til 8. desember næstkomandi til Skipulagsstofnunar.


Á fundinum kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar frummatsskýrsluna og hvað í henni felst varðandi leiðarval og mat á mismunandi umhverfisáhrifum á hina ýmsu umhverfisþætti.

...
Meira
10.11.2016 - 07:24 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Skoðanakannanir fyrir vestan klikkuðu núna líkt og þegar Truman sigraði Dewey 1948!

Fræg mynd þar sem Truman veifar forsíðu stórblaðsins Chicago Daily Tribune morguninn eftir forsetakosningarnar 1948:  Dewey sigrar Truman. Svona voru menn vissir um úrslitin. Það var ekki einu sinni beðið eftir að atkvæði yrðu talin! Ljósm.:  Vefurinn.
Fræg mynd þar sem Truman veifar forsíðu stórblaðsins Chicago Daily Tribune morguninn eftir forsetakosningarnar 1948: Dewey sigrar Truman. Svona voru menn vissir um úrslitin. Það var ekki einu sinni beðið eftir að atkvæði yrðu talin! Ljósm.: Vefurinn.

Það var svolítið sérstakt að vakna við það í morgun að Donald væri verðandi forseti Bandaríkjanna. Og það þrátt fyrir að lang flestar skoðanakannanir hefðu sagt fyrir um sigur frú Clinton. En þetta hefur gerst áður þar á bæ þó fáir af kosningaspekingum dagsins virðist muna það.  Það eru bara allir steinhissa og sumir jafnvel í losti eða grátandi!


   Hugurinn hvarflaði til forsetakosninganna þar í landi 1948. Þá sögðu nánast allar skoðanakannanir að Repúblikaninn Thomas E. Dewey ríkisstjóri í New York  myndi gjörsigra Harry S. Truman, sitjandi forseta Demókrata. Truman hafði ferðast tugi þúsunda kílómetra í járnbrautarlest um Bandaríkin þver og endilöng.

...
Meira
10.11.2016 - 07:18 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

Matthías Jochumsson (1835 - 1920)
Matthías Jochumsson (1835 - 1920)
Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði, sonur Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Þóra var systir Guðmundar, pr. á Kvennabrekku, föður Ásthildar, móður Muggs, og föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.

Foreldrar Matthíasar bjuggu við barnaómegð og gestanauð á harðæristímum og fór því Matthías til vandalausra 11 ára. Hann var til sjós og í vinnumennsku og sinnti verslunarstörfum í Flatey þar sem hann kynntist fólki sem kom honum til mennta. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum þrítugur að aldri.


Matthías var prestur á Kjalarnesi en þar missti hann fyrstu og aðra eiginkonu sína með stuttu millibili. Hann sagði þá af sér prestsskap, fór utan og varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Eftir að Matthías giftist þriðju konu sinni var hann prestur að Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en síðan á Akureyri.

...
Meira
09.11.2016 - 14:25 | Vestfirska forlagið,Komedia

Gísli á Uppsölum í Bolungarvík 13. nóvember 2016

Gíslataka um land allt
Gíslataka um land allt
« 1 af 2 »

Hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum hefur algjörlega slegið í gegn og verið sýnt víða um landið við frábærar viðtökur. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur 13 sinnum á átta stöðum. 
Næsta sýning á Gísla verður í Einarshúsi Bolungarvík sunnudaginn 13. nóvember 2016 kl.20. Miðasala gengur mjög vel og sætum fækkar hratt. Miðasölusíminn er 456 7901.


Sýningar halda svo áfram bæði fyrir vestan og norðan í nóvember. 
Rétt er að minna sérstaklega á laugardaginn 19. nóvember 2016. Því þá verður sannkölluð veisla bæði í list og mat. Um er að ræða veislukveld í Skrímslasetrinu á Bíldudal. Kveldið hefst með sýningu á Gísla á Uppsölum. Að leik loknum verður boðið uppá hangiket og uppstúf. Þar á eftir verða tónleikar með hinni einstöku listakonu Lay Low. 

...
Meira
09.11.2016 - 13:39 | Vestfirska forlagið,Grunnskóli Þingeyrar,Erna Höskuldsdóttir

Grunnskólinn á Þingeyri: - Skólasáttmáli gegn einelti

Stöndum saman gegn einelti.
Stöndum saman gegn einelti.

Í gær, 8. nóvember 2016 á deginum sem helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu, skrifuðu nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri undir skólasáttmála gegn einelti.
Allir eru á eitt sáttir um að allir eigi skilið að líða vel og að einelti sé ógeð.


Formaður nemendaráðs, Kristján Eðvald, kynnti verkefnið með skólastjóra í öllum hópum í tilefni dagsins og minnti á mikilvægi þess að útrýma einelti úr skólanum okkar og hvatti til jákvæðra samskipta. Einnig var fjallað um málefnið í öllum hópum með umsjónarkennara í heimastofum.


Foreldrar fengu einnig senda í tölvupósti eineltisáætlun skólans og eru hvattir til að vera í góðum samskiptum við skólann til að fyrirbyggja einelti.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31