Stjórnmálahringekjan: - Utanþingsstjórn í pípunum fyrir vestan ef á þarf að halda!
Nýjustu fréttir úr Fréttaveitunni á Þingeyri herma, að hreppsnefndirnar í Vestfirsku Ölpunum séu tilbúnar með utanþingsstjórn í bakhöndinni til að leggja fyrir forseta lýðveldisins. Ef stjórnarmyndun dregst á langinn hjá alþingismönnum, gæti farið svo að hann verði að grípa til slíkra ráð. Á það mun náttúrlega ekki reyna fyrr en í lengstu lög, en allur er varinn góður. Forsetar vorir hafa stundum verið með slíkar stjórnir uppi í erminni þegar baktjaldamakkið hefur gengið hægt.
Þess er að minnast að það var utanþingsstjón Björns Þórðarsonar sem stóð formlega fyrir stofnum lýðveldis á Íslandi 17. júní 1944. Hún var eina utanþingsstjórnin í sögu Íslands til þessa. Sú stjórn starfaði í tæp tvö ár og stóð sig bara vel eins og margir muna.
Hreppsnefndirnar hafa samþykkt stefnuskrá utanþingsstjórnarinnar til framlagningar. Er hún trúnaðarmál eins og er. Samt skulu hér nefnd nokkur dæmi úr henni í stuttu máli:
...Meira