Er hver vegur að heiman, vegurinn heim?
Rannsóknin náði til allra einstaklinga sem útskrifast hafa úr 10. bekk Grunnskólans á Þingeyri frá árunum 1994 – 2012. En vorið...
Meira
Nú í byrjun október 2016 gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bókina Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans.
Rögnvaldur Ólafsson fæddist að Ytrihúsum í Dýrafirði árið 1874, kom heim frá námi 1904 og varð ráðunautur Heimastjórnarinnarum opinberar byggingar 1906.
Lífsverk hans er ótrúlegt en hann starfaði aðeins í um 12 ár því hann lést úr berklum 42 ára að aldri 1917 á Vífilsstaðahæli, sem hann hafði sjálfur teiknað og byggt.
Rögnvaldur er höfundur og ábyrgðarmaður um 150 húsa ef allt er talið, bæði sem arkitekt og sem ráðunautur stjórnarinnar. Rögnvaldur teiknaði 30 kirkjur, 30 hús í Reykjavík, um 70 barnaskólahús og sitt hvað fleira. Saga hans hefur ekki verið sögð á bók áður og hann er á vissan hátt huldumaður íslenskrar listasögu.
...Þórarinn varð stúdent frá Bessastöðum 1838 og var fjögur ár skrifari M. F. Lunds, sýslumanns í Mýrasýslu, að Vogi á Mýrum. Hann vígðist sem aðstoðarprestur föður síns 1842 á Bægisá í Hörgárdal en fluttist með honum að Tjörn í Svarfaðardal strax árið eftir og síðan að Völlum 1846.
Þórarinn hóf sjálfstæðan prestsskap árið eftir þegar hann fluttist að Stað í Hrútafirði. Þaðan fór hann að Prestbakka í Hrútafirði og var þar á árunum 1850-1867. Þá fór hann að Reykholti í Borgarfirði 1867-1872 en flutti að lokum vestur í Vatnsfjörð og sat þar til æviloka. Þórarinn var skipaður prófastur í Strandasýslu 1850-67, í Borgarfjarðarsýslu 1967-1871 og settur prófastur 7. júní 1881 til 1882 en gat ekki sinnt því vegna vanheilsu.
...Kolbeinn Óttarsson Proppé kemur inn sem nýr þingmaður fyrir Vinstri græna. Hann verður ekki sá eini úr sinni fjölskyldu á þingi því þar er fyrir fyrir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, en þeir eru bræðrasynir.
Þótt Kolbeinn komi nýr inn á þing hefur hann áður verið í framboði fyrir Vinstri græna. Í kosningunum árið 2003 leiddi hann lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn náði ekki manni á þing í kjördæminu í þeim kosningum. Flokkurinn hlaut 8,8% atkvæða og fékk fimm þingmenn kjörna. Kolbeinn var í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður fyrir kosningarnar nú.
Óttar Proppé hefur setið á þingi fyrir Bjarta framtíð frá árinu 2013 sem þingmaður Reykjavíkur. Í kosningunum nú er hann hins vegar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum. Áður hafði hann verið borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn frá 2010. Kolbeinn hefur einnig komið að borgarmálum en hann tók sæti á lista Reykjavíkurlistans árið 2002 og var varaborgarfulltrúi.
Í mynni Dalsdals, utan Lokinhamra í Arnarfirði, er stór lind með mjög heilnæmu vatni. Það hafði að sögn lækningamátt við öllum mannlegum krankleika. Sá galli var á, að ekki var gott að ná því á réttan hátt, svo að það verkaði. Það varð sem sagt að ná því að morgni dags, áður en hrafn flygi yfir.
Í Dalsdal var áður sérstök bújörð, sex hundruð að dýrleika að fornu mati. Dalurinn heyrir nú til Lokinhömrum. Þar hefur ekki byggð verið í margar aldir.
...Frá og með deginum í dag verður hægt að nálgast Fréttablaðið frítt víðar á landsbyggðinni. Þetta er breyting frá fyrra fyrirkomulagi þar sem blaðið var víða selt. Samhliða breytingunni verður blaðið prentað í stærra upplagi.
„Við erum mjög ánægð með þessar breytingar. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og á að fara sem víðast,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. „Samhliða aukinni dreifingu ætlum við að auka umfjöllun um íþróttir, viðskipti, bíla, tækni og vísindi. Þá munu lesendur vafalaust taka eftir fleiri fréttum af landsbyggðinni og tísku-og lífsstílstímaritið Glamour mun fá sinn sess í Fréttablaðinu vikulega.“
Á kortingu hér til hliðar má sjá hvernig fyrirkomulagið verður.
...Finnur Torfi var kennari við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði, stundakennari við Víghólaskóla í Kópavogi, við Héraðsskólann í Skógum undir Eyjafjöllum, við Hagaskóla í Reykjavík, var kennari við Menntaskólann á Ísafirði og stundakennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði, við Gagnfræðaskólann í Garðabæ, stundaði sjómennsku 1974-76, var útbreiðslustjóri Þjóðviljans, blaðamaður við Sjómannablaðið Víking 1978-80, var settur fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1986-90, settur héraðsdómari við sama embætti 1990, skipaður héraðsdómari þar 1991, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness 1992 og síðan dómstjóri í Borgarnesi þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 2003.
...