Hagyrðingakvöld 17. nóv. 2016– fyrripartar til að botna
Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið eiga að þessu sinni eins og undanfarin ár samvinnu um breiðfirskt hagyrðingakvöld, sem verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen á fimmtudagskvöld, 17. nóvember 2016, og hefst kl. 20. Hagyrðingar kvöldsins verða Einar Óskarsson, Hjörtur Þórarinsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Jóhannes Geir Gíslason, Ólína Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir (hugsanlega fleiri). Auk þess mun Guðmundur Arnfinnsson senda vísur. Stjórnandi verður Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.
Miðaverð er þúsundkall, kaffi og meðlæti innifalið. Reyndar má segja að þetta sé afmæliskaffi öðrum þræði, því að Breiðfirðingafélagið var stofnað 17. nóvember 1938 og verður þannig 78 ára þennan dag.
...Meira