A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.11.2016 - 06:22 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Úr vettvangsferð í Lokinhamradal: - Fjallið Skeggi frá ýmsum sjónarhornum

Fjallið Skeggi upp af bænum Hrafnabjörgum. Ljósm.: H. S.
Fjallið Skeggi upp af bænum Hrafnabjörgum. Ljósm.: H. S.
« 1 af 5 »

Innan við Lokinhamradal er fjallið Skeggi, eitt svipmesta og hrikalegasta fjall í Auðkúluhreppi segir Þórður Njálsson í Árbók Ferðafélagsins 1951. Jafnframt segir Þórður að uppi á honum sé víðáttumikil flatneskja og er þar all mikill gróður. Þar heitir því stórkostlega fallega nafni Veturlandafjall.  

Vestur úr ókleifu hengiflugi Skeggjans gengur fjallsöxl sem er mjög miklu lægri en hann. Hún heitir Lægri-Skeggi, og gerir hún fjallið enn einkennilegra en það væri ella, segir Guðmundur G. Hagalín.  Þar heitir og Þumall. 

Mynd af fjallinu Skeggja hefur komið út á fallegu frímerki. En hvað skyldi hann vera margra metra hár yfir sjávarmáli?    


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31