10.12.2016 - 06:56 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði
Bókakynning: Nóttin sem öllu breytti
Sóley Eiríksdóttir kynnir og les upp úr bók sinni -Nóttin sem öllu breytti- í dag, laugardaginn 10. desember 2016, í Safnahúsinu á Ísafirði.
Í bókinni segir Sóley, ein eftirlifenda, sögu sína og fólksins sem upplifði snjóflóðið á Flateyri þann 26. október 1995.
Jafnframt er þetta saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.
Dagskráin hefst kl. 14:00.
Allir velkomnir!