Útvarpsmessa frá Fríkirkjunni á Hafnarfirði
Í dag, sunnudaginn 11. desember 2016 kl. 11 var útvarpað beint á Rás 1 í Ríkisútvarpinu frá messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Kirkjan á langa sögu í beinum útvarpssendingum frá guðsþjónustum því það var gert í fyrsta sinni á Íslandi frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði árið 1926 nokkrum árum áður en Ríkisútvarpið tók til starfa árið 1930. Þetta var gert fyrir sjómenn á Íslandsmiðum undan Suður- og Vesturlandi.
Prestur í morgun var Vestur-Ísfirðingurinn séra Sigríður Kristín Helgadóttir en hún er annar af prestunum við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Húnn er dóttir hjónanna Ingibjargar E. Jóhannesdóttur (1939 - 2000) frá Flateyri og Helga Sigurðssonar (1937 - 2015) frá Þingeyri. Þau bjuggu fyrst á Flateyri og síðan í áratugi í Hafnarfirði.
Organisti var Skarphéðinn Hjartarson.
Kríla- og barnakórar Fríkirkjunnar söng og það gerði einnig Fríkirkjukórinn undir stjórn Arnar Arnarsonar.
Þingeyrarvefurinn hlustaði á messuna í morgun með sínu alheyrandi eyra og líkaði sérlega vel.