19.12.2016 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016. Innbundin, 240 bls.
Hús hans hafa mótað umhverfi okar í rúma öld og haft áhrif á aðra sem komu á eftir,“ skrifar Björn G. Björnsson í innganginum að myndarlegri bók sinni,
Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans.
Rögnvaldur fæddist í Dýrafirði árið 1874 og lést úr berklaveiki árið 1917, aðeins 42 ára að aldri, í Vífilsstaðaspítala sem var stærsta bygging sem hann teiknaði.
Rögnvaldur lauk prófi frá Lærða skólanum árið 1901 og hélst þá til náms í húsagerðarlist. Vegna berklanna sem skertu lífsgæði hans verulega frá því hann var á þrítugsaldri lauk hann ekki námi en engu að síður varð hann fyrsti Íslendingurinn sem gerði hönnun húsa að ævistarfi. Starfstíminn varð skammur, aðeins tólf ár, en Rögnvaldur varð árið 1906 ráðunautur landsstjórnarinnar um opinberar byggingar og eftir hann liggja á fjórða tug kirkna, fjöldi skólabygginga og annarra húsa víða út um landið. Meðal þekktustu bygginga hans má nefna Húsavíkurkirkju, Pósthúsið í Reykjavík, Sóleyjargötu 1 – Staðastað, Búnaðarskólana á Hvanneyri og Hólum, Kennaraskólann við Laufásveg og Ráðherrabústaðinn – auk fjölda kirkna sem setja svip á kaupstaði, þorp og sveitir landsins
...
Meira