A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
20.12.2016 - 07:05 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfjarðabækurnar 2016

« 1 af 4 »

Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér!


   Við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!
Hvað heldur þú?


Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt!

...
Meira
19.12.2016 - 21:02 | Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar – Ingibjörg Einarsdóttir

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, var fædd þann 9. október 1804.  Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


Ingibjörg Einarsdóttir lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879, 75 ára og var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést þann 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn en Jón var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.

...
Meira
Eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016. Innbundin, 240 bls.
Eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016. Innbundin, 240 bls.
Hús hans hafa mótað umhverfi okar í rúma öld og haft áhrif á aðra sem komu á eftir,“ skrifar Björn G. Björnsson í innganginum að myndarlegri bók sinni,  Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans.
Rögnvaldur fæddist í Dýrafirði árið 1874 og lést úr berklaveiki árið 1917, aðeins 42 ára að aldri, í Vífilsstaðaspítala sem var stærsta bygging sem hann teiknaði.

Rögnvaldur lauk prófi frá Lærða skólanum árið 1901 og hélst þá til náms í húsagerðarlist. Vegna berklanna sem skertu lífsgæði hans verulega frá því hann var á þrítugsaldri lauk hann ekki námi en engu að síður varð hann fyrsti Íslendingurinn sem gerði hönnun húsa að ævistarfi. Starfstíminn varð skammur, aðeins tólf ár, en Rögnvaldur varð árið 1906 ráðunautur landsstjórnarinnar um opinberar byggingar og eftir hann liggja á fjórða tug kirkna, fjöldi skólabygginga og annarra húsa víða út um landið. Meðal þekktustu bygginga hans má nefna Húsavíkurkirkju, Pósthúsið í Reykjavík, Sóleyjargötu 1 – Staðastað, Búnaðarskólana á Hvanneyri og Hólum, Kennaraskólann við Laufásveg og Ráðherrabústaðinn – auk fjölda kirkna sem setja svip á kaupstaði, þorp og sveitir landsins

...
Meira
18.12.2016 - 22:19 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Við verðum að forgangsraða: Landspítalinn, Harpa og Valgerður Matthíasdóttir.

Valgerður Matthíasdóttir.
Valgerður Matthíasdóttir.
« 1 af 2 »

Konan með græna pennann, Valgerður Matthíasdóttir, var fyrir nokkrum árum spurð hvort hún ætlaði ekki að fara að láta sjá sig í Hörpunni. Svar Valgerðar er sérlega minnisstætt. Hún sagði einfaldlega að meðan móðir hennar þyrfti að liggja á ganginum á Landspítalanum myndi hún ekki stíga fæti sínum inn í það hús. Við vonum að hér sé rétt eftir haft.


   Vinur okkar, Einar Oddur Kristjánsson, sagði eitt sinn eftirminnilega: Það er ekkert svo áríðandi á Íslandi að ekki megi fresta því. Við segjum einfaldlega:  Það er ekkert eins áríðandi á Íslandi í dag í framkvæmdalegu tilliti og að hætta að láta sjúklinga liggja á göngum Landpítalans og ýmsum skúmaskotum. Við eigum nóg af spítalahúsnæði sem við verðum að útbúa þannig að þessu ástandi linni. Strax í dag! Það er til nóg af peningum í þetta. En það getur þýtt að menn verða að forgangsraða. 

...
Meira
18.12.2016 - 13:26 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson

Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson.
Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson.
« 1 af 2 »
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt fæddist í Ytri-Húsum í Dýrafirði 5.desember 1874. Hann var sonur Ólafs Zakaríassonar, bónda þar, og Veróníku Jónsdóttur húsfreyju.

Rögnvaldur byrjaði nám nokkuð seint og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1900, 25 ára gamall. Hann fór til Kaupmannahafnar til að stunda nám í húsagerðarlist í Det Tekniske Selskabs Skole 1901-1904. Hann lauk ekki námi vegna veikinda og sneri heim með berkla sem hann háði baráttu við æ síðan og áttu eftir að draga hann til dauða aðeins 42 ára að aldri.


Hann var ráðunautur ríkisstjórnarinnar um húsagerð frá 1904 og til æviloka 1917 og er almennt talinn fyrsti íslenski húsameistarinn. Hann beitti sér fyrir aukinni steinhúsagerð en var einnig annt um að gömlum og vel byggðum byggingum yrði ekki spillt með með illa ígrunduðum viðbótum eða þær rifnar niður að óþörfu.

...
Meira
18.12.2016 - 12:36 | Vestfirska forlagið,Bjarni Guðmundsson

Þingeyrarkirkja, ein fegursta kirkja á Íslandi

Séð til Þingeyrarkirkju. Teikning: Bjarni Guðmundsson.
Séð til Þingeyrarkirkju. Teikning: Bjarni Guðmundsson.

....kominn inn í Sneiðinga í jólakaupstaðarferð; tók að sjást inn til Eyrarinnar. Þar lágu mæri þröngrar veraldar minnar og hins stóra og framandi heims (IV/4 á 4. sd. aðventu):
Fyrst birtist Vitinn á Oddanum með dularfull ljósmerki sín. Þá Þingeyrarkirkja, ein fegursta kirkja á Íslandi og þótt víðar væri leitað, fágæt hugmynd Mýrhreppingsins Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Önnur mannvirki þar innfrá hyljast mér í móðu...
Nú er Vitinn á Oddanum orðinn óþarfur; gervitungl, tölvur, GPS og öll þau undratæki taka blikkandi ljóstýru fram um flest...


Öðru máli gegnir um kirkjuna.

...
Meira
18.12.2016 - 09:31 | Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi,Jón Özur Snorrason,Komedia,Vestfirska forlagið

Kómedíuleikhúsið í Fischersetri á Selfossi

Elfar Logi Hannesson.
Elfar Logi Hannesson.
« 1 af 3 »
Hið vestfirska Kómedíuleikhús sýndi fyrir fullu húsi leikverkið um Gísla á Uppsölum á háalofti Fichersseturs síðastliðið föstudagskvöld 9. desember 2016. Um er að ræða einleik sem tekur klukkutíma í sýningu. Leikari sýningarinnar er Elvar Logi Hannesson sem einnig leikstýrir henni ásamt Þresti Leó Gunnarssyni. Þetta er einföld sýning að allri umgjörð og rúmast þokkalega á baðstofulofti setursins þar sem Aldís Sigfúsdóttir heldur utan um starfsemina af mikilli gestrisni.
Saga Gísla á Uppsölum er flestum miðaldra Íslendingum kunn eftir heimsókn og Stikluþætti Ómars Ragnarssonar í byrjun níunda áratugarins....
Meira
17.12.2016 - 08:54 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Stjórnmálahringekjan: - Utanþingsstjórn í pípunum í Vestfirsku Ölpunum

Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar. Talið frá vinstri: Björn Ólafsson, Björn Þórðarson, forseti Íslands Sveinn Björnsson, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson. Jóhann Sæmundsson vantar á myndina. Ljósm. frá Stjórnarráðinu.
Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar. Talið frá vinstri: Björn Ólafsson, Björn Þórðarson, forseti Íslands Sveinn Björnsson, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson. Jóhann Sæmundsson vantar á myndina. Ljósm. frá Stjórnarráðinu.

Eins og skýrt var frá um daginn, eru hinar framliðnu hreppsnefndir í Vestfirsku Ölpunum nú tilbúnar með utanþingsstjórn í bakhöndinni til að gauka að forseta lýðveldisins. Þegar stjórnarmyndun dregst svona  á langinn hjá alþingismönnum, gæti farið svo að hann verði að grípa til sinna ráða. Á það mun náttúrlega ekki reyna fyrr en í lengstu lög. Allt hefur sinn tíma. Forsetar vorir hafa stundum verið með slíkar stjórnir uppi í erminni þegar baktjaldamakkið hefur gengið hægt.


   Þess er að minnast að það var utanþingsstjón Björns Þórðarsonar sem stóð formlega fyrir stofnum lýðveldis á Íslandi 17. júní 1944. Hún var eina utanþingsstjórnin í sögu Íslands til þessa. Sú stjórn starfaði í tæp tvö ár og stóð sig bara vel eins og margir muna.


Það flýgur fyrir að hreppsnefndirnar hafa samþykkt málaskrá sem þær telja rétt að stjórnin hafi til hliðsjónar í störfum sínum. Er hún trúnaðarmál eins og er. Þó hefur eftirfarandi lekið út:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31