A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, en þar þjónaði hann allan sinn prestsskap eða frá 1956-1999.    Ljósm.:  Mbl. Sverrir Vilhelmsson.
Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, en þar þjónaði hann allan sinn prestsskap eða frá 1956-1999. Ljósm.: Mbl. Sverrir Vilhelmsson.

Það sér á að mannlífið er daufara hér vestra þessi árin en var þegar síra Baldur var og hét til skamms tíma. Hann var ótrúlegur sálnahirðir. Er þess að minnast að framan af prestsskaparárum hans í Vatnsfirði voru Djúpmenn alltaf að klaga hann fyrir prófasti og biskupi fyrir ýmsar sakir. En sá tími kom fyrir mörgum áratugum að þeir hinir sömu Djúpmenn vildu engan annan sálnahirði hafa, enda fullsæmdir af Vatnsfjarðarklerki.


Svo bar við fyrir nokkrum árum, að haldið var stórafmæli á Ísafirði hjá Djúpmanni nokkrum. Þar kom fyrrverandi sóknarprestur mannsins, síra Baldur heitinn Vilhelmsson í Vatnsfirði. Var sláttur á karli þegar leið á kvöldið og gerðist hann allþéttur og eirði fáu.
 Þarna var meðal gesta dr. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Ísafirði. Sá hann þann kost vænstan, að bestu manna yfirsýn, að réttast væri að taka klerk úr umferð og leggja hann inn á sjúkrahúsið til morguns. Var það gert og fer ekki fleiri sögum úr því afmæli.

...
Meira
22.12.2016 - 17:59 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður í skammdeginu frá Ísafirði: - Prinsinn og múrarinn

Þórður Jónsson, Þórður múrari, var þekktur borgari á Ísafirði um miðja nýliðna öld. Hann fullnumaði sig í múrverki í Danmörku og lauk prófi frá danska meistaraskólanum með konunglegu meistarabréfi. Á útskriftardaginn var hinum nýbökuðu meisturum boðið í konungshöllina, þar sem krónprins Friðrik tók á móti þeim, en hann varð seinna Friðrik konungur níundi. Var boðið upp á snaps og sígar og var glatt á hjalla.


            Þegar krónprinsinn fréttir að Íslendingur sé meðal meistar-anna vill hann fá að tala við hann. Friðrik ávarpar Þórð á ís-lensku, sem hann talaði ágætlega, að sögn Þórðar. Síðan ræddu þeir saman það sem eftir var heimsóknarinnar og hlógu mikið.

...
Meira
22.12.2016 - 12:48 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Til upplyftingar með hækkandi sól: - Bæjarfréttir frá Bíldudal

Hafliði Magnússon alþýðulistamaður við ritvélina. Ljósm.:  Róbert Schmidt.
Hafliði Magnússon alþýðulistamaður við ritvélina. Ljósm.: Róbert Schmidt.

Ekki var alltaf mikið um að menn gætu sagt fréttir eða merk tíðindi er þeir heimsóttu hver annan í þorpinu Bíldudal í gamla daga. Þó var reynt að tína til eitthvert slúður og skröfuðu menn reyndar um eitt og annað sér til gamans. Ingólfur í Sælundi hafði gaman af að rápa milli húsa til kunningja sinna og fá kaffibolla. Gjarnan heimsótti hann þau hjón Valdemar Ottósson og Lilju í Valshamri og var þar ætíð vel tekið. Kvöld eitt er hann var búinn að sitja þar yfir ilmandi kaffi og tína til fátæklegar bæjarfréttir fannst honum loks kominn tími til að standa upp og kveðja. Hann var kominn út úr húsinu og búinn að loka á eftir sér, þegar hann mundi eftir einni smáfrétt sem honum hafði láðst að flytja.
Hann opnaði því dyrnar aftur og kallaði inn:
Fiddi var að kaupa sér úlpubyrði.
Svo lokaði hann aftur og fór.

...
Meira
22.12.2016 - 09:37 | Safnahúsið á Ísafirði,Vestfirska forlagið

Opnunartímar um jól og áramót í Safnahúsinu

Um jól og áramót verður opið sem hér segir:


Opið á Þorláksmessu, 23. desember kl. 13-18.
Lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum.
Opið 27.-30. desember kl. 13-18.
Lokað gamlársdag og nýársdag.
Opið 2. janúar kl. 13-18.


Gleðilega hátið!

...
Meira
21.12.2016 - 17:54 | Alþingi,mbl.is,Vestfirska forlagið

Alþingi: - Meira fé í stóra mála­flokka og þar á meðal Dýrafjarðargöng

„Frum­varpið var af­greitt úr fjár­laga­nefnd með stuðningi allra flokka sem þýðir að í at­kvæðagreiðslunni styðja þing­menn það eft­ir at­vik­um eða sitja hjá,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, en fjár­laga­frum­varpið var af­greitt úr nefnd­inni í dag til annarr­ar umræðu.


Har­ald­ur seg­ir aðspurður að fjár­laga­nefnd leggi til viðbótar­út­gjöld upp á um 12 millj­arða króna. Þannig verði 4,6 millj­örðum króna varið til sam­göngu­mála til viðbót­ar við það sem áður var gert ráð fyr­ir í fjár­laga­frum­varp­inu. Þar inni í eru Dýra­fjarðargöng en fyrst og fremst er þó lögð áhersla á viðhalds­verk­efni víða um land. Helm­ing­ur­inn fer til viðhalds­mála.

...
Meira
21.12.2016 - 13:07 | Vestfirska forlagið,bb.is

Umsvifamesta bókaútgáfan á landsbyggðinni

Í forlagskaffi hjá Vestfirska forlaginu á Húsinu á Ísafirði með söguhetjunum í Átthögum ásamt fleiri góðum gestum. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
Í forlagskaffi hjá Vestfirska forlaginu á Húsinu á Ísafirði með söguhetjunum í Átthögum ásamt fleiri góðum gestum. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
« 1 af 2 »
Bækurnar frá Vestfirska forlaginu hafa verið að fá góðar viðtökur í jólabókaflóðinu og hefur til að mynda bókin Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá, eftir Herdísi M. Hübner verið söluhæst í Pennanum Eymundsson á Ísafirði á þessari miklu vertíð bókaútgefenda. „Það er viss hópur manna sem kaupir alltaf Vestfjarðabækurnar. Hinir láta það vera og það er bara allt í lagi.“ segir Hallgrímur Sveinsson, maðurinn í brú forlagsins aðspurður um bóksöluna þetta árið.“ 
Hallgrímur segir svo sem fátt koma sér á óvart í útgáfunni og umstanginu þetta árið en þau hafi ekki reiknað með því að Átthagar myndu slá við kanónum líkt og Arnaldi og Yrsu sem oftar en ekki verma toppsætin. Hann segist að vonum glaður með árangurinn og bókin vera gott innlegg í umræðu dagsins á Íslandi í dag....
Meira
21.12.2016 - 08:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

« 1 af 2 »

Vetrarsólhvörf eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.


Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.
Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 


Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.


Klukkan 10.44 fyrir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun. Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður.

...
Meira
20.12.2016 - 20:57 | Fræðslumiðstöð Vestfjarða,Vestfirska forlagið

Umsækjendur um starf forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða í Vestrahúsinu á Ísafirði.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða í Vestrahúsinu á Ísafirði.

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða rann út fimmtudaginn 15. desember 2016.


Tólf sóttu um starfið. Einn hefur dregið umsókn sína baka vegna þess að hann hafði ráðið sig í annað starf og einn óskaði eftir að nafn hans yrði ekki opinberað að svo stöddu.


Hinir 10 eru:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31