Til upplyftingar með hækkandi sól: - Einn góður úr Djúpinu - Síra Baldur fær auka brauðsneið
Það sér á að mannlífið er daufara hér vestra þessi árin en var þegar síra Baldur var og hét til skamms tíma. Hann var ótrúlegur sálnahirðir. Er þess að minnast að framan af prestsskaparárum hans í Vatnsfirði voru Djúpmenn alltaf að klaga hann fyrir prófasti og biskupi fyrir ýmsar sakir. En sá tími kom fyrir mörgum áratugum að þeir hinir sömu Djúpmenn vildu engan annan sálnahirði hafa, enda fullsæmdir af Vatnsfjarðarklerki.
Svo bar við fyrir nokkrum árum, að haldið var stórafmæli á Ísafirði hjá Djúpmanni nokkrum. Þar kom fyrrverandi sóknarprestur mannsins, síra Baldur heitinn Vilhelmsson í Vatnsfirði. Var sláttur á karli þegar leið á kvöldið og gerðist hann allþéttur og eirði fáu.
Þarna var meðal gesta dr. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Ísafirði. Sá hann þann kost vænstan, að bestu manna yfirsýn, að réttast væri að taka klerk úr umferð og leggja hann inn á sjúkrahúsið til morguns. Var það gert og fer ekki fleiri sögum úr því afmæli.
Meira