A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
20.03.2017 - 07:12 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 6. hluti

« 1 af 3 »

Rétt er að rifja það upp, sem við sögðum frá um daginn, að árið 2008 vorum við Hemmi Gunn komnir á fremsta hlunn með að hleypa af stokkunum heimildarmynd fyrir sjónvarp um Dýrafjörð. Hefur þetta verið hálfgert leyndarmál fram að þessu. Vinnuheiti myndarinnar var: Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Fyrstu drög að handriti lágu fyrir um haustið og kostnaðaráætlun klár. Búið að ræða við toppmenn í faginu og byrjað að skrapa saman pening í djammið. Þetta var korteri fyrir hrun. Með því lauk þessum spekúlasjónum okkar Hemma. Sem kannski voru bara loftkastalar!


   Hvað sem um það má segja núna, þá er út af fyrir sig gaman að rifja þetta upp. Þó ekki sé til annars en heiðra nafn okkar góða vinar sem hvarf alltof fljótt af vettvangi. Höfum við verið að birta á Þingeyrarvefnum nokkra valda kafla úr handritinu. Margir hafa haft mikla ánægju af þessu uppátæki okkar Hemma og er það vel. Þetta var heilmikil vinna sem sést best á því að við erum ekki komnir lengra í þessari upprifjun en í Keldudal og hefst hér nú 6. hluti: 

...
Meira
19.03.2017 - 20:18 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

BLÁSARINN PRÓFAÐUR Á HRAFNSEYRARHEIÐI

Einn af vorboðunum á Vestfjörðum er þegar að vegirnir yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru opnaðir, oftar en ekki eftir margra mánaða vetrarlokanir. Hyllir nú mögulega undir þá tíð að Vestfirðingar þurfi ekki að aka 450 kílómetra leið á milli byggðalaga á norður- og suðursvæðum fjórðungsins, en í gærmorgun mátti sjá Gunnar Sigurðsson byrja að ryðja Hrafnseyrarheiði í blíðskaparveðri. Guðmundur Björgvinsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Vestfjörðum, segir að ekki sé víst að heiðin verði opnuð alveg á næstunni en verið sé að kanna aðstæður til opnunar, jafnframt því sem verið er að prófa snjóblásara Vegagerðarinnar eftir allsherjar viðgerð. Guðmundur segir þó tíðarfar vetrarins geta gefið ástæðu til bjartsýni þar sem ákaflega snjólétt hafi verið á Vestfjörðum. 

Ákvörðun um opnun heiðanna verður tekin eftir helgi....
Meira
19.03.2017 - 07:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 5. hluti

Þórarinn Vagnsson (1893-1976) bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971)
Þórarinn Vagnsson (1893-1976) bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971)
« 1 af 3 »

Arnarnúpur


Langá fellur um Keldudal og á jörðin Arnarnúpur, 30 hundruð að fornu mati, land allt að innanverðu við ána. 


Heitir bærinn eftir fjallinu sem gnæfir yfir honum, kennt við konung fuglanna og setur sterkan svip á allan Dýrafjörð.


Hér á Arnarnúpi hafa margir gert garðinn frægan í gegnum tíðina, oft tvíbýli eða þríbýli. Hér bjó Ólöf ríka, sem ýmsar sagnir eru af. Ekkjan Guðbjörg Bjarnadóttir, sem missti mann sinn, Guðmund Guðmundsson, í sjóinn 1888, ein af mörgum í gegnum tíðina, bjó hér langt fram á 20 öld.


Elías Mikael Vagn Þórarinsson, bóndi á Arnarnúpi, áður í Hrauni, var stundum kallaður jarlinn af Keldudal.  Sjálfmenntaður bóndi og skáld. Mátti vel kallast hirðskáld þeirra Dýrfirðinga. Snillingur bæði til orðs og handa.


Að honum látnum gáfu ekkja hans og afkomendur út höfundarverk hans, Andbyr, alls 4 bækur.


 

...
Meira
19.03.2017 - 06:53 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirðingar í Grindavíkurhöfn

Gísli Súrsson og Auður Vésteins við bryggju í Grindavík. Ljósm.: BIB
Gísli Súrsson og Auður Vésteins við bryggju í Grindavík. Ljósm.: BIB
« 1 af 4 »
Vefþrykkir Þingeyrarvefsins í umboði Vestfirska forlagsins fór í Grindavík á Gvendardeginum þann 16. mars sl.  á menningarviðburð en þar í bæ hefurs staðið menningarvíka.
Byrjað var á að taka rúnt um bryggjurnar og hittum þá tvö sögufræga Dýrfirðinga. Það voru aflaskipin og hjónin úr Dýrafirði þau - Gísli Súrsson- og -Auður Vésteins- nýbúin að landa ágætum afla þennan daginn.
Tekið var smá spjall við áhöfnina á Auði Vésteins og sögðu þeir að útgerðarfélagið –Einhamar- sem gerir bátana út, væri með þriðja bátinn í smíðum.  Þá var spurt um hvort nafn þess skips yrði líka sótt vestur.  Skipstjórinn svaraði því skellihlæjandi að grínast væri með  að það nafn yrði –Ingjaldsfíflið-...
Meira
18.03.2017 - 06:26 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Sjónvarpspistill - Halli sigurvegari: - Alveg ótrúlegur karakter sem allir geta lært af!

Haraldur Ólafsson sigurvegari.  Ljósm.: Þroskahjálp.
Haraldur Ólafsson sigurvegari. Ljósm.: Þroskahjálp.

Myndin af honum Halla sigurvegara, Haraldi Ólafssyni, sem Sjónvarpið okkar sýndi um daginn, er gulls ígildi. Eftir að hafa lent í ótrúlegum aðstæðum á yngri árum á Kópavogshælinu komst hann síðar á beina braut sem betur fer. Og það þrátt fyrir mikla líkamlega, spastíska fötlun. Hann er merkileg manneskja. Það eru allir þeir mörgu viðmælendur sem koma fram í myndinni sammála um. Öllum þykir vænt um Halla.


   Það kom margt fram í þessari góðu mynd sem Páll Kr. Pálsson gerði fyrir Landssamtökin Þroskahjálp.

...
Meira
18.03.2017 - 06:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 4. hluti

Kjaransfeðgar, Elli og Ragnar sonur hans, í Hrafnholum 28. júlí 1973. Ljósm.: Elín Pálmadóttir Mbl.
Kjaransfeðgar, Elli og Ragnar sonur hans, í Hrafnholum 28. júlí 1973. Ljósm.: Elín Pálmadóttir Mbl.
« 1 af 3 »

7. sena: 


Kjaransbraut


Texti:


Svalvogar áttu enga leið, kvæði Guðmundar Inga.


         Surtarbrandurinn.


         Viðmælendur:


         Elís Kjaran. Innskot úr Stikluþætti Ómars. Viðtal við Ella. 


Elín Pálmadóttir.


         Ferðalangar, einkum ungt fólk.


         Vegagerðarmenn.


8. sena:


Keldudalur

...
Meira
17.03.2017 - 21:55 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

SAMNINGUR UM -BLÁBANKA- Á ÞINGEYRI SAMÞYKKTUR

Blábankinn á Þingeyri.
Blábankinn á Þingeyri.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag, samning um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvarinnar Blábanka á Þingeyri. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stofnun samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri, með það að markmiði að veita og laða að þjónustu sem nýtast mun nærsamfélaginu og gestum þess.


Í fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að þjónusta á Þingeyri hafi minnkað undanfarin ár. Í kjölfar þess að Pósturinn og Landsbankinn drógu úr sinni þjónustu á Þingeyri árið 2015 hafði Nýsköpunarmiðstöð samband við Ísafjarðarbæ og lagði til að þróaður yrði þjónustukjarni eða samfélagsmiðstöð á Þingeyri sem gæti verið fyrirmynd samskonar kjarna í öðrum þorpum á landsbyggðinni. Um er að ræða tilraunaverkefni sem getur orðið brautryðjandi verkefni í byggðamálum á Íslandi.


Kynningarfundir verða haldnir á næstu vikum.

...
Meira
17.03.2017 - 21:33 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

Tíminn 17. mars 1917.
Tíminn 17. mars 1917.
Tíminn, blað Framsóknarflokksins, kom út í fyrsta sinn þann 17. mars 1917. 
„Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálum,“ sagði í inngangsorðum. 
Tíminn varð dagblað árið 1947, var sameinaður Degi 1996 en hætti að koma út haustið 1997....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31