Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 6. hluti
Rétt er að rifja það upp, sem við sögðum frá um daginn, að árið 2008 vorum við Hemmi Gunn komnir á fremsta hlunn með að hleypa af stokkunum heimildarmynd fyrir sjónvarp um Dýrafjörð. Hefur þetta verið hálfgert leyndarmál fram að þessu. Vinnuheiti myndarinnar var: Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Fyrstu drög að handriti lágu fyrir um haustið og kostnaðaráætlun klár. Búið að ræða við toppmenn í faginu og byrjað að skrapa saman pening í djammið. Þetta var korteri fyrir hrun. Með því lauk þessum spekúlasjónum okkar Hemma. Sem kannski voru bara loftkastalar!
Hvað sem um það má segja núna, þá er út af fyrir sig gaman að rifja þetta upp. Þó ekki sé til annars en heiðra nafn okkar góða vinar sem hvarf alltof fljótt af vettvangi. Höfum við verið að birta á Þingeyrarvefnum nokkra valda kafla úr handritinu. Margir hafa haft mikla ánægju af þessu uppátæki okkar Hemma og er það vel. Þetta var heilmikil vinna sem sést best á því að við erum ekki komnir lengra í þessari upprifjun en í Keldudal og hefst hér nú 6. hluti:
...Meira