A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
03.04.2017 - 08:03 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

SÖNGVARAR OG SIGURVEGARAR

Between Mountains á sviðinu í Hörpu. Mynd: Brynjar Gunnarsson
Between Mountains á sviðinu í Hörpu. Mynd: Brynjar Gunnarsson
« 1 af 2 »

Between Mountains er sigurvegari Músíktilrauna en keppnin var í Silfurbergi í Hörpu nú á helginni.
Hljómsveitina skipa Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Súgandafirði og Ásrós Helga Guðmundsdóttir frá Núpi í Dýrafirði. Þær voru sömuleiðis valdar söngvarar kvöldsins.


Katla Vigdís er dóttir Svövu Ránar Valgeirsdóttur og Vernharðs Jósefssonar og Ásrós dóttir Guðmundar Ásvaldssons og Unnar Bjarnadóttur.


Og sem sigurvegarar Músíktilrauna fá þær sitt pláss á Aldrei fór suður og Vestfirðingar fá tækifæri til að heyra í þessum upprennandi tónlistarkonum.

...
Meira
02.04.2017 - 20:57 | Búnaðarfélag Auðkúluhrepps,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Frá Aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps:- Landsbankinn á að vera 100% í eigu allra Íslendinga!

Hrafnseyri við Arnarfjörð er á starfssvæði félagsins.  Ljósm.: H. S.
Hrafnseyri við Arnarfjörð er á starfssvæði félagsins. Ljósm.: H. S.

Búnaðarfélag Auðkúluhrepps er eitt minnsta búnaðarfélag landsins. Á aðalfundi þess, sem haldinn var í gær, laugardaginn 1. apríl,  á Þingeyri, var samþykkt eftirfarandi tillaga einum rómi um málefni dagsins:


Bankamál


„Aðalfundur Búnðarfélags Auðkúluhrepps krefst þess af Alþingi og ríkisstjórn að ekki verði seldur fimmeyringur í Landsbankanum. Fundurinn telur að alls ekki megi hleypa erlendum fjárglæframönnum og vogunarsjóðum með krumlurnar í sjóði hans.


   Það er álit fundarins að Landsbankinn eigi að vera 100% í eigu allra Íslendinga. Viðskiptabanki fyrir venjulegt fólk. Alveg eins og sparisjóðirnir voru. Það þarf að lýsa þessu yfir í eitt skipti fyrir öll fyrir hönd eigendanna. Bankinn á ekki að standa í neinu peningaþvætti.“

...
Meira
02.04.2017 - 20:47 | Búnaðarfélag Auðkúluhrepps,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: - Það er jafn langt frá Ísafirði í Mjólká eins og frá Mjólká á Ísafjörð!

Dynjandi. Perla Vestfjarða er á starfssvæði félagsins.
Dynjandi. Perla Vestfjarða er á starfssvæði félagsins.

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps var haldinn á Þingeyri í gær, laugardaginn 1. apríl 2017, en Búnaðarfélögin eru grunneiningar samtaka bænda sem kunnugt er. Hagur félagsins er með ágætum. Hefur jafnvel komið til tals að senda eitthvað úr sjóðum þess til Tortóla. Af því hefur þó ekki orðið þar sem gjaldkerinn, Hildigunnur Guðmundsdóttir á Auðkúlu, hefur staðið grimmt á móti því eða þannig. 


Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir um þjóðmál og verður þeirra getið síðar.


   Mikið var rætt um væntanleg Dýrafjarðargöng. Steinar í Mjólká sagði að þau væru að bresta á og var mikil umræða um hvernig væntanlegir verktakar muni standa að verkum. Grímur á Eyrinni sagðist ætla að setja upp pöbb á Rauðsstöðum þegar mennirnir koma. Var því tekið svona og svona.

...
Meira
01.04.2017 - 06:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Stjórnarfundur í EFL: - „Ekki selja fimmeyring í Landsbankanum!“

Landsbankinn við Austurstræti í Reykjavík.
Landsbankinn við Austurstræti í Reykjavík.

Á stjórnarfundi í morgun í Eigendafélagi Landsbankans, EFL, var samþykkt einum rómi mjög harðorð ályktun. Fer hún hér á eftir:


„Stjórnin krefst þess af Alþingi og ríkisstjórn að ekki verði seldur fimmeyringur í Landsbankanum. Það má alls ekki hleypa erlendum fjárglæframönnum og vogunarsjóðum með krumlurnar í sjóði hans. Við höfum ekkert með þessa kalla að gera hingað til okkar. Þeir geta farið með alla sína glæpapeninga og lagt þá inn hjá þeim í neðra. Eða hjá sjálfum andskotanum svo talað sé tæpitungulaust! Þar ku vera greiddir háir vextir og vaxtavextir og vextir líka af þeim!


   Stjórnin telur að Landsbankinn eigi að vera 100% í eigu allra Íslendinga. Viðskiptabanki fyrir venjulegt fólk. Alveg eins og sparisjóðirnir voru. Það þarf að lýsa þessu yfir í eitt skipti fyrir öll fyrir hönd eigendanna. Bankinn á ekki að standa í neinu peningaþvætti.


Þá samþykkir stjórnin að laun stjórnarmanna verði aldrei hærri en helmingur verkamannalauna á mánuði samkvæmt lægsta taxta Dagsbrúnar, eins og sagt var í gamla daga. Í dag jafngildir þetta um 120 þúsund kr. á mánuði. Það ætti að duga, þar sem yfirleitt er haldinn einn fundur í mánuði“


 

...
Meira
01.04.2017 - 06:12 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Kanadískir gullgrafarar á ferð: - Fundu vinnanlegt gull á Galtardal í Dýrafirði!

Galtardalur er undir snjó eins og sjá má á myndinni, enda ekki verið að grafa þar eftir gulli í dag, hvað sem verður á sumri komanda.  Ljósm.: H. S.
Galtardalur er undir snjó eins og sjá má á myndinni, enda ekki verið að grafa þar eftir gulli í dag, hvað sem verður á sumri komanda. Ljósm.: H. S.

Eins og eiginlega allir ættu að vita, er Tjaldanesfellið í Auðkúluhreppi í Arnarfirði elsta megineldstöð á Vestfjörðum. A. m. k. 16 milljón ára gömul. Fyrir all mörgum árum fundu kanadískir gullgrafarar gull í fellinu og tóku þeir sýnishorn með sér til Kanada. Komu Íslendingar þar nokkuð við sögu. Ekki reyndist gullið nægilega mikið pr. tonn af grjóti til að það borgaði sig að vinna það þá. Þess er að minnast að Tjaldanesfellið má heita einn líparítköggull eða svokallað ljósgrýti og gerist það ekki meira á Vestfjörðum.


    Eins og kunnugt er, ná rætur Tjaldanesfellsins yfir í Galtardal í Dýrafirði, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Kanadísku gullgrafararnir voru aftur á ferðinni í haust og grófu eftir gulli í svokölluðu Imbuhorni sem er gangur út frá Tjaldnesfellinu, Galtardalsmegin.

...
Meira
30.03.2017 - 21:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 8. hluti

Kvennablómi á Sveinseyri og Haukadal um aldamótin 1900. Fremri röð frá vinstri: Ólafía Jónsdóttir, Sveinseyri og Sigríður Guðmundsdóttir, Höll. Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Hákonardóttir, Ystabæ, Guðrún Jónsdóttir, Miðbæ og Guðrún Guðmundsdóttir, Höll. Ljósmyndari ókunnur. (Úr fórum Guðrúnar Markúsdóttur og Skarphéðins Njálssonar á Þingeyri)
Kvennablómi á Sveinseyri og Haukadal um aldamótin 1900. Fremri röð frá vinstri: Ólafía Jónsdóttir, Sveinseyri og Sigríður Guðmundsdóttir, Höll. Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Hákonardóttir, Ystabæ, Guðrún Jónsdóttir, Miðbæ og Guðrún Guðmundsdóttir, Höll. Ljósmyndari ókunnur. (Úr fórum Guðrúnar Markúsdóttur og Skarphéðins Njálssonar á Þingeyri)
« 1 af 3 »

Við kveðjum nú útnesin og höldum sem leið liggur eftir snarbrattri Eyrarhlíð inn að Sveinseyri. Við förum fram hjá Ófæruskeri, Bolagjótu, Sveinssleppu og þremur Eyrarhálsum.


Á ysta hálsinum taldi Svalvogafólk leiðina inn að Þingeyri vera hálfnaða.


Farið eftir veginum í bíl. Vélin gengur. 


Sveinseyri


Texti:
Fyrst komum við að lítilli tjörn sem ber nafnið Eyrarvatn. Um aldamótin 1900 létu menn sér detta í hug að gera hér skipakví. Úr því varð þó ekki. Í fjörunni hjá læknum sem fellur úr Eyrarvatni heitir Gunnhildarbót og á fjörukambinum stóð áður Gunnhildarnaust. 


Sá hörmulegi atburður varð síðla sumars 1793, að Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri drukknaði hér í lendingunni í svartamyrkri. Var hún að koma með bræðrum sínum tveim á bát með heyfarm frá Læk í Mýrahreppi, en þar hafði bóndinn á Sveinseyri, faðir þeirra, fengið léðar slægjur.


Sat Gunnhildur uppi á heyhlaðanum aftan til í bátnum, féll útbyrðis og drukknaði, án þess bræður hennar yrðu varir við. 


Héldu þeir að hún hefði gengið beina leið heim til bæjar í myrkrinu. Lík hennar fannst daginn eftir og var hún borin til grafar að Hrauni í Keldudal.


    En Gunnhildur gekk aftur og eru um það ýmsar magnaðar sögur, einkum í safnritinu Vestfirskar sagnir.




...
Meira
29.03.2017 - 20:00 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson (1924 - 2013)
Þórhallur Vilmundarson (1924 - 2013)
Þórhallur Vilmundarson fæddist á Ísafirði 29. mars 1924. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ólafsdóttir læknir, f. 1889, d. 1971, og Vilmundur Jónsson landlæknir, f. 1889, d. 1972.

Þórhallur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941 og cand. mag.-prófi í íslenzkum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1950 og stundaði nám við háskólana í Ósló og Kaupmannahöfn 1950-1951.


Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árin 1951-1960. Hann kenndi íslenzka bókmenntasögu við heimspekideild Háskóla Íslands 1960-1961, var skipaður prófessor í sögu Íslands árið 1961 og var forseti heimspekideildar árin 1969-1971. Þórhallur var forstöðumaður Örnefnastofnunar frá stofnun hennar árið 1969 til 1998 og formaður örnefnanefndar. Hann átti sæti í nýyrðanefnd 1961-1964 og Íslenzkri málnefnd 1964-2001.

...
Meira
29.03.2017 - 11:09 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Gosdrunur um allt land

• Sjötíu ár í dag frá upphafi mesta Heklugoss síðari tíma


• Fjallið vaknaði eftir aldarsvefn


• 800 metra háar eldsúlur


Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 06:41.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31