A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
22.03.2017 - 06:53 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn léttur með hækkandi sól

Hjónin Bryndís Schram og Jón Baldbin Hannibalsson á góðri stund árið 1990. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Hjónin Bryndís Schram og Jón Baldbin Hannibalsson á góðri stund árið 1990. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Jón Baldvin Hannibalsson hélt alls um 100 fundi vítt og breytt um landið eftir að hann var kjörinn formaður Alþýðuflokksins, til að kynna stefnuskrá sína. Bryndís Schram eiginkona hans var oft með í för.


Daginn fyrir fundinn á Eyrarbakka höfðu nokkrir ungkratar komið í heimsókn til þeirra á Vesturgötuna í Reykjavík og setið þar að þjarki fram undir morgun. Voru þau hjón því lítt sofin er þau héldu austur fyrir fjall. Bryndís gætti þess að setjast aftast í fundarsalnum og steinsofnaði undir orðum Jóns Baldvins. Ekki hafði hún dvalist lengi í draumheimum er hún heyrir það gegnum svefninn að ekki er allt með felldu. Hún opnar því augunog sér að maður hennar stendur sofandi bak við ræðupúltið. En hann þagnaði ekki, þótt hann svæfi, heldur flutti ræðuna yfir fullum sal og enginn virtist verða nokkurs áskynja, segir Bryndís Schram í ævisögu sinni um þetta atvik....
Meira
21.03.2017 - 16:44 | Vestfirska forlagið,Ísafjarðarbær,Björn Ingi Bjarnason

Málþing um íbúalýðræði - Laugardaginn 25. mars 2017 í Edinborgarhúsinu, Ísafirði

« 1 af 2 »

HVERNIG GERUM VIÐ GÓÐAN BÆ BETRI?


Dagskrá:


10:00 Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Sundhallir og reiðskemmur – aðkoma íbúa


10:15 Anna Björnsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Íbúasamráð, hvers vegna og hvernig?


10:40 Fulltrúar hverfisráða Ísafjarðarbæjar
Reynsla af hverfisráðum í Ísafjarðarbæ


11:10 Nicole Leigh Musty, formaður Hverfisráðs Breiðholts
Íbúalýðræði í Reykjavík


11:40 Hádegisverður


12:20 Vinnustofur
Hvernig getum við bætt íbúasamráð og hverfisráðin? 


14:00 Fundi slitið 


Málþingið er opið öllum, vinsamlegast skráið ykkur með skráningu
á netfangið ragnarsig@isafjordur.is.

...
Meira
Hver skyldi nú eiga svona fallegar kindur? Ljósm.: H. S.
Hver skyldi nú eiga svona fallegar kindur? Ljósm.: H. S.

13. sena


Vélin gengur að sumri til um Keldudal þar sem ær frá nokkrum sauðfjárbændum í innfirðinum eru á beit. Valin nöfn úr listanum frá Hrauni birtist í mynd öðru hvoru.  


Ærnöfn í Hrauni í Keldudal 1927-1947


Guðmundur Friðgeir Magnússon skrásetti 


Hér fara á eftir ærnöfn úr ærbók Magnúsar H. Guðmundssonar bónda, sem bjó í Fremri bænum í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði frá 1929-1949.  
Ótrúlega fjölbreytt og mörg falleg nöfn!

...
Meira
21.03.2017 - 11:09 | Björn Ingi Bjarnason,Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi,Vestfirska forlagið

Eftirherman og orginalinn á Flúðum og á Hvolsvelli

Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði og Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa munu á næstunni koma fram saman á skemmtikvöldum og fara með gamanmál.


Fyrsta kvöldið verður í Félagsheimilinu Flúðum föstudagskvöldið 24 mars nk. og svo í Midgard nýju hóteli að Hvolsvelli laugardagskvöldið 25. mars. Guðni Ágústsson segir að margir hafi hvatt þá félaga lengi til að koma fram saman og nú hafi þeir orðið við þessari áskorun og að auðvitað vonist þeir eftir að hitta sem flesta og fara sem víðast.


„Jóhannes hefur glatt þjóðina með eftirhermum í ein 40 ár og er auðvitað miklu meira en eftirherma hann er einstakur listamaður með einstaka hæfileika,“ segir Guðni.

...
Meira
21.03.2017 - 07:13 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Ísafjarðarbær,Vestfirska forlagið

FRAMKVÆMDALEYFI VEGNA DÝRAFJARÐARGANGA GEFIÐ ÚT

Munni Dýrafjarðarganga í Dýrafirði.
Munni Dýrafjarðarganga í Dýrafirði.
« 1 af 2 »

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna jarð- ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 
Auglýsing um útgáfu leyfisins birtist í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni 26. janúar síðastliðinn. Lægsta tilboðið áttu tékkneska verktakafyrirtækið Metrosta í samvinnu við Suðurverk. Tilboðið hljóðaði upp á tæplega 8,7 milljarða króna, 93% af áætlun um verktakakostnað.


Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 17. maí 2013 eru ekki sett skilyrði fyrir 
framkvæmdaleyfinu. Hins vegar telur Skipulagsstofnun að áhrif framkvæmdarinnar á fornleifar verði nokkuð neikvæð m.a. þar sem fyrir liggur að ekki verði hjá því komist að raska slíkum minjum. Stofnunin leggur áherslu á að farið verði í hvívetna eftir ábendingum Minjastofnunar Ísland.

...
Meira
20.03.2017 - 19:58 | Vestfirska forlagið,Komedia,Björn Ingi Bjarnason

-Gísli á Uppsölum- næstu vikurnar

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar. 


Aukasýningar í Þjóðleikhúsinu í maí:
Miðasala: www.tix.is
Miðasölusími: 551 1200
15. sýning lau. 13. maí kl.17.00
16. sýning sun. 14. maí kl.17.00


Gísli á leikferð um landið mars- júlí:

...
Meira
20.03.2017 - 17:07 | Björn Ingi Bjarnason,Veðurstofa Íslands,Vestfirska forlagið

Vorjafndægur - 20. mars 2017

Við vorjafndægur í Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Við vorjafndægur í Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.


Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.

...
Meira
20.03.2017 - 13:23 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

PÁLMAR HLAUT MENNINGARVERÐLAUN DV

Hátækniverksmiðja Alvogen í Vatnsmýrinni.
Hátækniverksmiðja Alvogen í Vatnsmýrinni.
« 1 af 2 »
Þingeyringurinn Pálmar Kristmundsson og samstarfsfólk hans hjá PKdM arkitektum hlutu á dögunum menningarverðlaun DV í byggingarlist fyrir hátækniverksmiðju Alvogen í Vatnsmýrinni. 
Er þetta annað árið í röð sem stofan hlýtur verðlaunin, en Pálmar er margverðlaunaður fyrir verk sín. Pálmar ólst upp á Þingeyri og flutti hann nýverið aftur í fjörðinn fagra þar sem hann hefur útbúið sér heimili í gömlu steypustöðinni að Söndum, en hann á og rekur PKdM arkitekta í Reykjavík....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31