A A A
09.03.2017 - 15:16 | Björn Ingi Bjarnason,Emil Ragnar Hjartarson,Vestfirska forlagið

Á Núpi í Dýrafirði vorið 1952

Á Núpi í Dýrafirði vorið 1952. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
Á Núpi í Dýrafirði vorið 1952. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
Nemendur landsprófsdeildar á Núpi vorið 1952 stilla sér upp til myndatöku við flaggstöngina á skólahlaði. Við vorum 17 , þar af sjö Vestfirðingar, frá Flateyri, Patreksfirði og Lokinhömrum í Arnarfirði.
Landsprófi lokið og leiðin greið inn í framhaldsskóla. Framtíðin misjafnlega ráðin, sumir búnir að taka ákvörðun, aðrir ekki. Við vitum núna að þarna við flaggstöngina eru sjómenn, þar er útgerðarmaður í Garðinum., sýslumaður, verzlunarmenn, skrifstofufólk, kennarar, ritstjórnarfulltrúi á Mogga, bankaútibússtjóri, verkfræðingur og auðvitað feður og mæður.
Síðustu dagar skólavistar á Núpi runnir upp og kominn tími til að kveðja staðinn sem var heimili okkar vetrarlangt með þakklæti fyrir viðurgerning allan....
Meira
08.03.2017 - 22:32 | Alþingi,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

8. mars 1843 - Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Alþingi Íslendinga var endurreist með tilskipun konungs Danmerkur og Íslands 8. mars 1843. 
Starfsemi þess hafði legið niðri í rúma fjóra áratugi. 
Þingið kom aftur saman 1. júlí 1845.

Alþingi Íslendinga er elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar. Það var stofnað á Þingvöllum árið 930 og markar það upphaf þjóðríkis á Íslandi. Alþingi var allsherjar­ þing landsmanna. Þar voru samin lög og kveðnir upp dómar. Samkomudagur Alþingis var um eða upp úr miðjum júní og þinghaldið stóð um tveggja vikna skeið. Þingið sóttu goðar sem voru ráðandi í samfélaginu. Öllum frjálsum mönnum og ósekum var heimilt að koma á þingið. Þeir sem sóttu Alþingi dvöldust í búðum á Þingvöllum um þingtímann. ...
Meira
06.03.2017 - 21:23 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Ný sýn í byggðamálum: - Landsbankinn fyrir landsbyggðina!

F.v.: Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson.
F.v.: Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson.

Fyrir nokkru talaði Þóra Arnórsdóttir í Kastljósi við ungan erlendan sérfræðing í bankamálum, Rob Galasky. Þessi ágæti maður sagði m. a. eitthvað á þessa leið:


   Sigurvegararnir í bankamálum verða þeir sem vinna út frá viðskiptavininum. Sá tími getur verið skammt undan að gjaldkerinn í stúkunni í útibúinu fái hærri laun en þeir sem nú stimpla sig inn í bönkunum og hirða hæstu launin.


Sparisjóðirnir voru þrautreynt fyrirkomulag


Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Þeir voru nokkurs konar heimabankar eða samfélagsbankar ef leyfist að nota það orð. Þar stjórnuðu heimamenn öllu innan stokks. Aðalfundur einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið. Þegar ekki var hægt að fá fimmeyring í stóru bönkunum, þá lánuðu sparisjóðirnir sínu heimafólki. Til dæmis þegar menn voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið og voru að bíða eftir húsnæðis-og lífeyrissjóðslánum. Peningar fólksins sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það var ekki um að tala að stóru bankarnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í einhverjum krummaskuðum. Þetta er okkur minnisstætt. 

...
Meira
06.03.2017 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gerið reyfarakaup á Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli

« 1 af 2 »
Ekki aðeins má gera reyfarakaup á árlegum Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda, sem nýlega var opnaður í stúkubyggingu KSÍ á Laugardalsvelli, heldur líka kaupa bækur af ýmsu öðru tagi; fræðibækur, barnabækur, matreiðslubækur, skáldsögur, ljóðabækur og ævisögur.
Bækurnar eru frá ýmsum tímum, sumar gamlar, aðrar nýlegar og töluvert úrval er af verkum sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ýmsum flokkum.

Markaðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-21 til 12. mars og því upplagt að skreppa eftir vinnu eða skóla og gefa sér tíma til að grúska og velja sér góðar bækur á góðu verði. Og/eða koma með börnin eða unglingana á heimilinu um helgina og leyfa þeim að velja sér bækur við hæfi. 

...
Meira
05.03.2017 - 07:03 | Vesturland,Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Frumkvöðullinn Frederick Howell – ferðagarpur og ljósmyndari

Ein af ljósmyndum Howell, tekin 8. júlí 1898 við Þingeyri í Dýrafirði. Líklega er hvít frönsk fiskiskúta að síga inn á leguna og það verið að róa í land með póst og tvær konur með stóra hatta.
Ein af ljósmyndum Howell, tekin 8. júlí 1898 við Þingeyri í Dýrafirði. Líklega er hvít frönsk fiskiskúta að síga inn á leguna og það verið að róa í land með póst og tvær konur með stóra hatta.
« 1 af 2 »
Árið 1890 steig 33 ára gamall breskur skólastjóri á land í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom til Íslands. Maðurinn hét fullu nafni Frederick William Warbeck Howell, fæddur 1857 í Norður-Wales. Hann hafði lesið bækur eftir breska ferðalanga sem höfðu fyrr á 19. öldinni haldið í eins konar pílagrímsferðir til Íslands. Þeir voru oftast innblásnir af rómantískum áhuga á norðurslóðum, brennandi í andanum eftir að hafa lesið íslenskar fornsögur. Fullir eldmóðs og áhuga á að sjá þetta fjarlæga sagnaland þarna lengst norður í hafi sem hafði á sér fjarstæðukenndan blæ elds og ísa og hét því undarlega lokkandi nafni: Ísland.

Framandi fuglar í frumstæðu landi

...
Meira
04.03.2017 - 20:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Samgöngur á Vestfjörðum: - Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið!

Munni Dýrafjarðarganga í Arnarfirði. Ljósm.: Vegagerðin.
Munni Dýrafjarðarganga í Arnarfirði. Ljósm.: Vegagerðin.
« 1 af 3 »
Í áratugi hafa Vestfjarðagöng, brú á Önundarfjörð og Dýrafjörð og nýr vegur yfir Gemlufallsheiði aðeins komið að hálfum notum þjóðhagslega séð. Þegar Dýrafjarðargöng komast í gagnið, sem nú hillir undir, mun þetta breytast. Og miklir fjármunir sem liggja í áðurnefndum samgöngumannvirkjum loks koma að fullum notum fyrir þjóðfélag okkar. Það er stundum dýrt að vera fátækur og ennþá dýrara að kunna ekki að forgangsraða. Þetta höfum við oft rætt hér á Þingeyrarvefnum og víðar....
Meira
04.03.2017 - 20:37 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason

Panamaskjölin og Brúneggjamálið verðlaunuð

Lengst til vinstri er  Önfirðingurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Ljósm.: RUV
Lengst til vinstri er Önfirðingurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Ljósm.: RUV
Önfirðingurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hlaut í dag blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim hluta Panamaskjalanna sem vörðuðu íslenska hagsmuni og umfjöllun um mikil viðskipti í skattaskjólum í samstarfi við aðra miðla.
Tryggvi Aðalbjörnsson, fréttamaður RÚV, fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um Brúnegg....
Meira
03.03.2017 - 21:02 | Dýrfirðingafélagið

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins 12. mars n.k.

Nýtt starfsár Dýrfirðingafélagsins hefst með árlegum Kaffidegi félagsins sunnudaginn 12. mars 2017 í Fella- og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 14:00 er fyrst á dagskrá en sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þeir sem vilja taka þátt í söngnum eru hvattir til að hafa samband við Ragnar Gunnarsson í síma 8614651, senda honum skilaboð, eða kynna sér æfingartíma á fésbókarsíðu félagsins.

Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1500,- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31