A A A
12.03.2017 - 21:16 | Vestfirska forlagið,Jóhanna G. Kristjánsdóttir,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska vorið

Önundarfdjörður.
Önundarfdjörður.

Málþing sem ber heitið Vestfirska vorið verður haldið á Flateyri dagana 5. – 6. maí 2017.


Að málþinginu standa Perlur fjarðarins ehf. Flateyri, félagið Hús og fólk Flateyri og ýmsir heimamenn á Flateyri í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.


Markmið málþingsins er vekja athygli á vestfirsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi. Heimamenn, fræðimenn og gestir munu skiptast á skoðunum í von um að umræða er tæki mið af reynsluheimi íbúa dreifðra byggða, þekkingu og sýn fræðimanna muni efla skilning á stöðu mála, viðfangsefnum og hugsanlegum úrræðum. 


Fyrirlesarar verða:

...
Meira
12.03.2017 - 10:43 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Spurning dagsins: - Hvers á Jón Gunnarsson að gjalda?

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. Jón Sigurðsson, forseti, á vegg og fylgist með.
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. Jón Sigurðsson, forseti, á vegg og fylgist með.

Undarlegt er að fylgjast með því þessa dagana hvernig Alþingi og ríkisstjórn eru komin upp að vegg í vegamálunum. Þingmenn virðast bara alls ekki kunna þá reikningskúnst að leggja saman og draga frá. Að maður nú ekki tali um að margfalda og deila. Samgönguáætlun og fjárlög eru samþykkt á löggjafarsamkomunni fyrir jól. Saklausum bændum og búaliði ásamt öðrum á landsbyggðinni er tjáð að það eigi að gera hitt og þetta til að lagfæra ýmsa moldarvegi. Menn verða yfir sig glaðir. En allt í einu kemur í ljós 10 milljarða króna gat í vegamálunum!  


   Svo kemur drengurinn hlaupandi, ættaður að vestan, og skýrir þjóðinni frá þessu. Það verður allt brjálað. Hann er auðvitað settur umsvifalaust í gapastokkinn og kastað í hann grjóti. Í gamla daga kembdu þeir ekki hærurnar sem fluttu slæm skilaboð. En það er nokkuð seigt í Nonna. Hann setur bara undir sig hausinn og segir eins og er. Hann mun líklega komast klakklaust frá þessari undarlegu uppákomu. En þarf ekki að rannsaka þennan yfirþyrmandi  klaufaskap eins og annað hjá þessari þjóð? 

...
Meira
11.03.2017 - 08:14 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Þuríður Pálsdóttir söngkona – 90 ára

Þuríður Pálsdóttir.
Þuríður Pálsdóttir.
« 1 af 3 »

Í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt


Þuríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík að Bergstaðastræti 50, yngsta barn foreldra sinna Kristínar Norðmann og Páls Ísólfssonar. „Ég er alin upp fyrir austan læk, að undanskildum nokkrum misserum í Skerjafirði,“ segir Þuríður í ævisögu sinni, Líf mitt og gleði, sem Jónína Michaelsdóttir skráði og kom út 1986.
Þuríður var í sveit sem unglingur á Arnbjargarlæk. „Þessi tvö sumur eru einhver yndislegasti tími sem ég hef lifað,“ segir Þuríður.

...
Meira
11.03.2017 - 08:11 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

Ísólfur Pálsson (1871 - 1941).
Ísólfur Pálsson (1871 - 1941).

Ísólfur Pálsson fæddist á Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi 11. mars 1871.


Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 1832, drukknaði 1887, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Seli, og k.h. Margrét Gísladóttir, f. 1830, d. 1914, húsfreyja, en þau voru bæði komin af Bergsætt. 


Foreldrar Páls voru hjónin Ólöf Magnúsdóttir og Jón Sturlaugsson, bóndi á Syðsta-Kekki í Stokkseyrarhr..Faðir Jóns var Sturlaugur Jónsson bóndi og forsöngvari í Grjótlæk, sonur Jóns Bergssonar b. í Grjótlæk. Annar sonur Jóns Bergssonar var Grímur, langafi Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Jón var sonur Bergs Sturlaugssonar sem Bergsætt er komin af en Bergur var fyrsti nafnkenndi forsöngvari Stokkseyrarkirkju.


Foreldrar Margrétar voru hjónin Sesselja Grímsdóttir og Gísli Þorgilsson, bóndi og formaður á Kaðlastöðum í Stokkseyrarhr., einnig nefndir Kalastaðir. Gísli var lengi forsöngvari á Stokkseyri.


Meðal systkina Ísólfs var Bjarni, organisti í Götu, faðir Friðriks tónskálds.

...
Meira
10.03.2017 - 21:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Spurning dagsins: - Eftir hverju er verið að bíða?

Perla Vestfjarða.
Perla Vestfjarða.
« 1 af 2 »

Tillögur okkar hér fyrir vestan um að láta erlenda ferðamenn greiða aðgangseyri að Náttúrulistasalnum Íslandi sanna sig sífellt betur með hverjum deginum. Fimm þúsund krónur á hvern fullorðinn ferðamann í komugjald til landsins er algjört lágmark. Í hvað skal nota þá fjármuni? Jú, til að greiða fyrir alls konar þjónustu við ferðamanninn og til að forða því að landið fari í svað fyrir stjórnleysi. Ferðamaðurinn sjálfur skilur þetta miklu betur en við. Og hlær að okkur.


   Ísland er stórasta land í heimi. Við seljum þeim gistingu yfir eina nótt á 100 þúsund kall og meira. Leigjum þeim inniskó sem kosta 600 kr. í innkaupum á 1.500 kr. í nokkra klukkutíma. Og harðfiskkílóið seljum við þeim á 26.000 kr. Og landinu blæðir því það má ekki leggja á smá komugjald. Sem flugfélögin geta rukkað inn eins og að drekka vatn. 

...
Meira
10.03.2017 - 21:03 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Árni Oddsson

Kópavogsfundurinn. -  Úr málverki eftir Halldór Pétursson.
Kópavogsfundurinn. - Úr málverki eftir Halldór Pétursson.
Árni Oddsson lögmaður fæddist í Skálholti árið 1592. Foreldrar hans voru Oddur Einarsson biskup og fyrri kona hans, Margrét Helgadóttir. Oddur var sonur Einars Sigurðssonar í Heydölum, helsta sálmaskálds þjóðarinnar.

Árni fór til náms í Kaupmannahöfn 1609, kom aftur 1612 og var þegar gerður að skólameistara Skálholtsskóla og gegndi því embætti til 1615. Árið 1617 sigldi hann til Kaupmannahafnar til að reka erindi fyrir föður sinn, sem átti í útistöðum við Herluf Daa höfuðsmann, og kom aftur til landsins árið eftir og unnu þeir feðgar svo málið.


Árni varð Skálholtsráðsmaður 1620 og árið 1632 varð hann svo lögmaður sunnan og vestan og hélt því embætti í 32 ár. Einnig var hann sýslumaður í Árnesþingi og umboðsmaður Reynistaðarklaustursjarða. Hann þótti sinna embættum sínum vel og af dugnaði og bera hag landsmanna fyrir brjósti, enda var hann vinsæll. Hann bjó lengst á Leirá í Leirársveit.

...
Meira
10.03.2017 - 08:08 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Kaffi Sól opnar í Breiðadal

Kaffi Sól opnar í Breiðadal
Kaffi Sól opnar í Breiðadal
Á vordögum ætlar Guðrún Hanna Óskarsdóttir að opna lítið kaffihús að heimili sínu í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, að hennar sögn einum fallegasta firði landsins. 
Á Kaffi Sól verður boðið upp á þjóðlegar veitingar eins og til dæmis hveitikökur með hangikjöti, rúgbrauð með reyktum rauðmaga, rjómapönnukökur og ýmislegt fleira.
Kaffi Sól verður opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00 frá 15. maí til 1. október en eftir þann tíma verður tekið á móti hópum eftir pöntunum. 
Neðri-Breiðadalur er vel í sveit sett, stendur hátt undir Breiðadalsstiga, einu svipmesta fjalli fjarðarins og með gríðarfallegt útsýni yfir Önundarfjörð, eins er bærinn nokkuð nálægt þjóð- veginum og því ekki úrleiðis að kíkja í kaffi og með‘í hjá Gunnu....
Meira
09.03.2017 - 21:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfirskir iðnaðarmenn 1: - Bjarndís málarameistari og hennar menn hafa gert garðinn frægan!

Bjarndís og öðlingurinn Gunnar Hólm Sumarliðason, sem lengi starfaði með henni, og allt nýmálað á Hrafnseyri.
Bjarndís og öðlingurinn Gunnar Hólm Sumarliðason, sem lengi starfaði með henni, og allt nýmálað á Hrafnseyri.
« 1 af 6 »

Margar þjóðir heimskringlunnar  hafa skilið það að verkleg menntun og menning er einn af grunnþáttum í velmegun þjóðanna ekki síður en að vera lærður upp á bókaramennt. En svo virðist sem við Íslendingar höfum átt eitthvað erfitt með að skilja þessa staðreynd. Góður iðnaðarmaður er gulls ígildi. Alveg á sinn hátt eins og góðir sjómenn eða bændur sem vita hvað þeir eru að gera. Maður bar mikla virðingu fyrir mönnum eins og Matthíasi í Smiðjunni á Þingeyri og Geira á Guggunni svo aðeins tveir séu nefndir. Þetta voru stórkostlegir menn, sem kunnu sitt fag.


   Bjarndís Friðriksdóttir er kona nefnd. Hún er málarameistari á Ísafirði eins og flestir vita. Bara fædd með pensil í höndum ef svo mætti segja. Hvers manns hugljúfi, alveg eins og málarameistarinn Friðrik Bjarnason pabbi hennar var. Vestfirskir  iðnaðarmenn af fyrstu gráðu.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31