A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
19.03.2017 - 07:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 5. hluti

Þórarinn Vagnsson (1893-1976) bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971)
Þórarinn Vagnsson (1893-1976) bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971)
« 1 af 3 »

         Arnarnúpur

 

Langá fellur um Keldudal og á jörðin Arnarnúpur, 30 hundruð að fornu mati, land allt að innanverðu við ána. 

Heitir bærinn eftir fjallinu sem gnæfir yfir honum, kennt við konung fuglanna og setur sterkan svip á allan Dýrafjörð.

Hér á Arnarnúpi hafa margir gert garðinn frægan í gegnum tíðina, oft tvíbýli eða þríbýli. Hér bjó Ólöf ríka, sem ýmsar sagnir eru af. Ekkjan Guðbjörg Bjarnadóttir, sem missti mann sinn, Guðmund Guðmundsson, í sjóinn 1888, ein af mörgum í gegnum tíðina, bjó hér langt fram á 20 öld.

 

Elías Mikael Vagn Þórarinsson, bóndi á Arnarnúpi, áður í Hrauni, var stundum kallaður jarlinn af Keldudal.  Sjálfmenntaður bóndi og skáld. Mátti vel kallast hirðskáld þeirra Dýrfirðinga. Snillingur bæði til orðs og handa.

Að honum látnum gáfu ekkja hans og afkomendur út höfundarverk hans, Andbyr, alls 4 bækur.

Bókunum skellt á borð.

Elías flutti frá Arnarnúpi með sína stóru fjölskyldu árið 1966 inn að Sveinseyri. Þá fór Keldudalur í eyði.

Það er sérstakt, að bænhús var á Arnarnúpi í kaþólskri tíð, þó ekki væru nema um 500 metrar að kirkjunni í Hrauni.

 

 

         Faðir Elíasar, Þórarinn Vagnsson, bóndi í Hrauni, var einn af

         þessum vestfirsku, greindu og óborganlegu sagnamönnum sem

         kunnu hafsjó af fróðleik. Afburða sögumaður.

 

9. sena

 

        Sagan:

 

     "Þá hef ég ekki verið uppi"

   Það var seinnipart sumars að mikið smokkfiskírí var í Arnarfirði sem oftar. Leifur Þorbergsson á Þingeyri var þá skipstjóri á Gullfaxa og þeir fóru vestur í Arnarfjörð að veiða smokk. Til að þurfa ekki að keyra fyrir Sléttanesið, var smokkinum landað við Kúlusjóinn og fluttur á bílum yfir Hrafnseyrarheiði til Þingeyrar.

Þórarinn fékk að vera með þeim á smokkinum, þá orðinn nokkuð aldraður. Egill Halldórsson, kenndur við Dýrhól á Þingeyri, var þar einn af skipverjum.

     Á laugardögum komu þeir stundum, strákar, sem voru lærlingar í Smiðjunni hjá Matthíasi á Þingeyri og fengu að vera með Gullfaxamönnum á smokkfiskiríinu yfir helgina. Einhverntíma þegar þeir koma þarna um borð, fer Þórarinn að tala um hvað veðrið hafi nú verið leiðinlegt síðastliðna viku og fer mörgum orðum um það. Þar kom að Agli þótti nóg um og segir við Þórarin:

     "Þú hefur ekki sagt þeim frá því þegar við fórum heilu veltuna".

     Þá þagnaði Þórarinn, tinar mikið og lítur á Egil. Segir svo eins og frægt er, eftir stutta stund:

     "Ja, þá hef ég ekki verið uppi".

 

Svar Þórarins sýnir í hnotskurn hversu miklir snillingar Vestfirðingar geta verið í tilsvörum.

 

Ljósmynd af Þórarni og eiginkonu hans. Ljósmynd af Gullfaxa.

 

10. sena

 

Móar, Skálará og Saurar. Umfjöllun.

 

11. sena

 

          Hraunskirkja

 

Texti:

 

Í miðjum dal er Hraunskirkja. Í yfirlætisleysi sínu höfðar þetta litla guðshús, sem nú hefur verið endurbyggt, sterkt á gestinn.

Margir merkir gripir voru í eigu kirkjunnar, sem reist var árið 1885. Sumir þeirra eru enn í kirkjunni.

 

Myndavélin gengur:

 

Tvær altaristöflur prýða Hraunskirkju.

 

         Predikunarstóllinn er trúlega handaverk séra Hjalta

         Þorsteinssonar í Vatnsfirði í Djúpi, sem uppi var á sautjándu

         og átjándu öld, en hann var talinn allra manna færastur í

         málaralist um sína daga, að sögn Kristjáns Eldjárns.

 

Kirkjuklukkan er falleg og hljómmikil. (Henni hringt).

 

Brúðhjónastóllinn. Ljósmynd.

Þessi fallegi brúðhjónastóll prýddi eitt sinn kirkjuna í Hrauni og er með fullri vissu verk einhvers snillings í Dýrafirði en ekki er hægt að nafngreina. Stóllinn er nú varðveittur á Hrafnseyri í Arnarfirði. 

 

Þorláksbiblía frá 1644 var í eigu kirkjunnar, en er nú varðveitt í biblíusafninu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hún er með gotnesku letri, fallegt eintak. Ljósmynd.

 

Hér er oftast nær messað einu sinni á ári, um Verslunarmannahelgar.

 

Skammt frá Hraunskirkju er uppsprettulind, Gvendarbrunnur, kennd við Guðmund biskup hinn góða.

Það þótti sjálfsagður hlutur, ef barn var skírt í Hraunskirkju, að skírnarvatnið væri tekið úr Gvendarbrunni.

Annað örnefni, Gvendaraltari, kennt við Guðmund góða, er uppi á fjallinu Helgafelli.

 

Myndavélin sýnir umrædda gripi um leið og lesið er.

 

Mannlífi og sögu 1. hefti bls. 47 og áfram er flett.

 

         Ljósmynd af Guðmundi Sören og fjölskyldu. (Gunnar á Hofi)

 

         Ljósmynd af Ella, eiginkonu hans og börnum. (Gunnar á Hofi)

  

         11. sena

 

         Lifandi viðtöl við ýmsa þá sem síðastir áttu heimili í Keldudal og

         enn eru á foldu.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30