A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
18.03.2017 - 06:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 4. hluti

Kjaransfeðgar, Elli og Ragnar sonur hans, í Hrafnholum 28. júlí 1973. Ljósm.: Elín Pálmadóttir Mbl.
Kjaransfeðgar, Elli og Ragnar sonur hans, í Hrafnholum 28. júlí 1973. Ljósm.: Elín Pálmadóttir Mbl.
« 1 af 3 »

7. sena:

 

Kjaransbraut

 

Texti:

Svalvogar áttu enga leið, kvæði Guðmundar Inga.

         Surtarbrandurinn.

 

         Viðmælendur:

         Elís Kjaran. Innskot úr Stikluþætti Ómars. Viðtal við Ella.

 

Elín Pálmadóttir.

         Ferðalangar, einkum ungt fólk.

         Vegagerðarmenn.

 

8. sena:

 

Keldudalur

 

Myndavélin gengur og sýnir dalinn í hnotskurn

 

Texti:

         “Svalvogar – Höfn – Hafnarófæra – Ófæra- Eyrarófæra-

         Helgafell – Hraun-  Arnarnúpur og önnur svipmikil bæjanöfn og

         örnefni minna á líf og örlög liðinna kynslóða hér á útnesjunum.

         Lífið var um aldir einn allsherjar bardagi að hafa í sig og á líkt

         og annarsstaðar á Íslandi. Hér er mörg matarholan og hallæri af

         náttúruvöldum sjaldgæf. Einkum var það sjávarfangið sem

         bjargði. En sjórinn bæði gaf og tók. Og það voru örlög margra

           að gista hina votu gröf.

 

   Hér í Keldudal voru fjórar aðal jarðir eða lögbýli sem kölluð voru: Hraun, Skálará, Saurar og Arnarnúpur. Auk þeirra voru hjáleigur og þurrabúðir á ýmsum tímum.”

 

Hraun

 

Hraun var metið á 60 hundruð að fornu mati og var um tíma hæst metin af öllum jörðum í Þingeyrarhreppi. Eitt hundrað var eitt kýrverð eða sex ær loðnar og lembdar svo það þurfti nokkuð til. Hér var mörg matarholan, gott beitiland á sumar, ágæt fjörubeit, skilyrði til sjósóknar góð, selur fyrir landi, hrognkelsi og silungur. Í fjörunni nóg af sölvum, sem voru höfð til manneldis fram yfir 1900. Silungsveiði úr pytti einum í túninu var metin til jafns við heilt kúgildi. Þarna mun veiði aldrei hafa brugðist á fyrri tíð, en silungapollurinn er skammt fyrir neðan kirkjugarðinn og heitir Kirkjuauga.

Svo segir í Kjartansbók.  

   Margir svokallaðir höfðingjar hafa setið í Hrauni í Keldudal í gegnum tíðina. Þar var oft mannmargt. Nú er þar enginn. Síðasti bóndinn í Hrauni, Guðmundur Sören Magnússon og eiginkona hans, Kristín Gunnarsdóttir, fluttu með börnum sínum að Brekku ofan Þingeyrar árið 1957.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31