A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
29.03.2017 - 07:25 | Vestfirska forlagið,Hollvinir Núpsskóla,Björn Ingi Bjarnason

Saga Núpsskóla

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Núpsskóli í Dýrafirði var einn fyrstu alþýðu- og ungmennaskóla landsins. Slíkir skólar risu í framfarahug aldamóta tuttugustu aldar. Rætur þeirra voru í hugsjónum danskra lýðháskóla sem lagaðir voru að íslenskum veruleika í mynd héraðsskóla þegar leið á öldina.
Saga Núpsskóla er í senn almenn skólasaga þjóðarinnar og saga afskekktra sveita á Vestfjörðum sem drógu með tímanum til sín hundruð íslenskra ungmenna í samfélag vinnu og gleði á eftirminnilegum morgni ævi sinnar....
Meira
28.03.2017 - 06:39 | Björn Ingi Bjarnason,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Umsóknir um orlofshús 2017

Flókalundur í Vatnsfirði.
Flókalundur í Vatnsfirði.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir sumarið 2017. Nú er í fyrsta skipti hægt að sækja um á orlofsvef félagsins: http://orlof.is/verkvest/ umsókn 2017.


Áfram verður þó hægt að sækja um á orlofsumsóknarblaði sem finna má á vef félagsins: http://verkvest.is/eydublod/ og skila inn á skrifstofu Verk Vest á Ísafirði eða Patreksfirði.


Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 4. apríl 2017.

...
Meira
27.03.2017 - 07:08 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason

Brýnar vegabætur á Vestfjörðum sitja á hakanum

Ásgeir Einarsson. Skjáskot  - Ruv.is
Ásgeir Einarsson. Skjáskot - Ruv.is

Gamall malarvegur um Gufudalssveit er kominn til ára sinna og ekki gerður fyrir flutningabíla, þetta segir starfsmaður Vegagerðarinnar. Flutningabílstjóri segir veginn lítið hafa breyst í 45 ár og er ekki bjartsýnn á breytingar.


Í umhverfismati Vegagerðarinnar fyrir nýrri veglínu um Gufudalssveit við norðanverðan Breiðafjörð eru teknar fyrir fimm leiðir. Vegagerðin leggur til ódýrustu leiðina sem er þó talin vera önnur þeirra sem valda hvað mestum umhverfisáhrifum og líkust þeirri veglínu sem Skipulagsstofnun hafnaði árið 2005. Álits Skipulagsstofnunar á umhverfismatinu er að vænta á næstu dögum.  Á meðan ný veglína hefur ekki verið samþykkt er vegurinn um Gufudalssveit sá sem aka þarf, og hann er sannarlega barn síns tíma.

...
Meira
24.03.2017 - 12:32 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

KRISTJÁN DAVÍÐSSON RÁÐINN FRAMKVÆMDASTJÓRI LF

Kristján Þ. Davíðsson
Kristján Þ. Davíðsson

Kristján Þ. Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Hann er fæddur á Þingeyri og nam sjávarútvegsfræði við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi og tengdum greinum á Íslandi, í Noregi og víðar í fjóra áratugi, m.a. við útflutning sjávarafurða, tækja- og hugbúnaðar og við fjármál, stjórnun og ráðgjöf. Hann er ræðismaður Brasilíu á Íslandi.


„Það er mikill fengur að Kristjáni til þessara starfa og ég hlakka til samstarfsins við hann“, segir Einar K. Guðfinnsson stjórnarformaður Landssambandsins, í tilkynningu og bætir við: „Kristján hefur víðtæka reynslu hérlendis jafnt sem erlendis og þekkir vel til atvinnugreinarinnar. Það er mikill ávinningur fyrir okkur innan fiskeldisins sem er vaxandi atvinnugrein sem miklar vonir eru nú bundnar við á Íslandi“.

...
Meira
23.03.2017 - 13:03 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Bankavitleysan: - Sláum skjaldborg um Landsbankann!

Landsbankinnn við Austurstræft í Reykjavík.
Landsbankinnn við Austurstræft í Reykjavík.

   Svokallaður forseti Jemen stal sextíu milljörðum, ekki króna heldur dollurum, frá sinni örfátæku þjóð sem lepur þar af leiðandi dauðann úr skel. Sama gerði kollega hans í Egyptalandi, 60 – 70 milljarðar dollara í eiginn vasa og handa hyski sínu! Svo segir Vera. Hvar skyldu þeir kumpánar hafa lagt þessa blóðpeninga inn til ávöxtunar? Svona geta þeir einföldu spurt. En svarið liggur á borðinu:


    Goldman Sachs, Royal Bank of Scotland, HSBC bank, Deutsche Bank og nú síðast Danske Bank. Og fleiri og fleiri. Ekki gleyma vogunarsjóðunum á Cayman Islands, Tortola og Panama og bara um allan heim. Vituð ér enn eða hvat? Allir mestu fjárglæframenn sögunnar hafa haft bankaleyndina fyrir skjöld og brynju. Þeir eru líka vanir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. 
Er ekki kominn tími til að slá skjaldborg um Landsbankann?

...
Meira
23.03.2017 - 08:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

Brynjólfskirkja í Skálholti.
Brynjólfskirkja í Skálholti.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar frá Holti í Önundarfirði, biskupsdóttir, lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mmars 1663. Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan....
Meira
22.03.2017 - 22:25 | Björn Ingi Bjarnason,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Flókalundi

Orlofsbyggðin í Flókalundi.
Orlofsbyggðin í Flókalundi.

Enn er tækifæri til að senda inn umsóknir um starf umsjónarmanns í Flókalundi sem stjórn orlofsbyggðarinnar í Flókalundi auglýsir eftir. En óskað eftir að ráða umsjónarmann byggðarinnar í fullt starf frá og með 1. maí 2017 – 30. september 2017.  Stjórnin leitar eftir handlögnum einstaklingi eða samhentum hjónum sem hægt er að fela ýmis minniháttar viðhaldsverkefni ásamt öðrum tilfallandi störfum við Orlofsbyggðina í Flókalundi.


Orlofsbyggðin í Flókalundi er rekstrarfélag  um orlofsbústaði og sundlaugarsvæði sem eru í eigu stéttarfélaga víðsvegar af landinu.

...
Meira
22.03.2017 - 06:59 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Stílhrein og falleg hefur Álftamýrarkirkja verið

Álftamýrarkirkja var reist árið 1896. Hún skemmdist í ofviðri snemma á árinu 1966 og var tekin ofan skömmu síðar.
Álftamýrarkirkja var reist árið 1896. Hún skemmdist í ofviðri snemma á árinu 1966 og var tekin ofan skömmu síðar.

Álftamýrarkirkja var reist árið 1896. Það var timburkirkja. Hún skemmdist í ofviðri snemma á árinu 1966 og var tekin ofan skömmu síðar. Svo segir í Kjartansbók. Stílhrein og falleg hefur hún verið. Um það vitnar meðfylgjandi mynd, sem er úr fórum Níelsar Ársælssonar frá Tálknafirði.


   Vindum okkur svo í viðtal við Sigurjón G. Jónasson, bónda á Lokinhömrum, í Mannlífi og sögu fyrir vestan, 7. hefti. Þar er fjallað um kristnihald á norðurströnd Arnarfjarðar á fyrri hluta 20. aldar. Álftamýrarkirkja er þar í öndvegi.


Síðasta athöfnin í Álftamýrarkirkju

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31