A A A
17.03.2017 - 07:10 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

41 MILLJÓN TIL FERÐAMANNASTAÐA Á VESTFJÖRÐUM – DYNJANDI MEÐ HÆSTA STYRKINN

Dynjandi í Arnarfirði.
Dynjandi í Arnarfirði.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna og 41 milljón kemur í hlut ferðamannastaða á Vestfjörðum. Hæsta styrkinn á Vestfjörðum fær Umhverfisstofnun til að gera útsýnispall á Dynjanda á stað þar sem ,,náttúrulegur“ pallur er fyrir nálægt fossinum, en styrkurinn hljóðar upp á 20 milljónir króna. Hæsti styrkurinn á landvísu er að upphæð 60 milljón kr. til verkefna í Landmannalaugum....
Meira
16.03.2017 - 16:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 3. hluti

Kögurvík milli Svalvoga og Hafnar. Ljósm.: H. S.
Kögurvík milli Svalvoga og Hafnar. Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »

4. sena:


         Vestfirsku Alparnir. Alls konar svipmyndir.


Texti:


Einar Guðjohnsen, ferðamálafrömuður, mun líklega fyrstur manna hafa nefnt skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar Vestfirsku Alpana. Þar hafði hann í huga hvað hvassbrýndu fjöllin á þessum slóðum minna mikið á Alpafjöllin suður í Evrópu.


         Hér er Kaldbakur, 998 metra hár. Og Kolturshorn,


         Veturlandafjall. Fleiri fjöll nafngreind.


Viðmælendur:


H. S.


Vegfarendur

...
Meira
16.03.2017 - 10:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gvendardagur - 16. mars

Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.
Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.
« 1 af 2 »
GVENDARDAGUR er í dag 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup. 
Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega. Hann fæddist árið 1161 og varð biskup á Hólum árið 1203.
Guðmundur mátti ekkert aumt sjá og safnaðist löngum að honum tötralýður. Hann lenti því brátt í deilum við höfðingja norðanlands, einkum fyrir þá sök að þeim þótti hann fara ógætilega með fé Hólastóls. Þrásinnis var hann flæmdur af staðnum og flakkaði þá um landið með herskara fátækra í för með sér. Af þessum sökum hlaut hann viðurnefnið góði....
Meira
16.03.2017 - 09:03 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 2. hluti

Knútur heitinn Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði, staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði, staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

1.   sena.


     Ísland rís úr sæ. 


     Ljósmynd af Íslandi.


     Viðeigandi tónlist.


             Upphafstitlar byrja: 


             Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar


             Kynningar

...
Meira
16.03.2017 - 08:50 | Björn Ingi Bjarnason,Fréttablaðið,Vestfirska forlagið

Stærsta torfan út af Dýrafirði

Víkingur, eins og fleiri skip, hefur elt loðnuna að Dýrafirði. Fréttablaðið/GVA
Víkingur, eins og fleiri skip, hefur elt loðnuna að Dýrafirði. Fréttablaðið/GVA
Þær fréttir berast af loðnumiðunum að skipin séu enn í ágætri veiði, þó hratt dragi að lokum vertíðar. Aðalloðnutorfan sem veitt hefur verið úr er nú út af Dýrafirði, en loðna veiðist einnig úti fyrir Norðurog Suðurlandi. 
,,Við erum búnir að elta þessa loðnu hingað norður eftir og erum komnir með um 1.200 tonn í sjö köstum,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, í frétt á vef HB Granda. Víkingur hefur undanfarna daga elt loðnugönguna frá Snæfellsnesi og norður úr að Dýrafirði....
Meira
15.03.2017 - 16:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar: - Sjónvarpsmynd varð ekki að veruleika

Hemmi með Unni fóstru sinni og Lubbu litlu. Ljósm. :H. S.
Hemmi með Unni fóstru sinni og Lubbu litlu. Ljósm. :H. S.

Það er líklega óhætt að segja frá því núna, að árið 2008 vorum við Hemmi Gunn komnir á fremsta hlunn með að hleypa af stokkunum heimildarmynd fyrir sjónvarp um Dýrafjörð. Vinnuheiti hennar var: Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Fyrstu drög að handriti lágu fyrir um haustið og kostnaðaráætlun klár. Búið að ræða við toppmenn í faginu og byrjað skrapa saman pening í djammið. Þetta var korteri fyrir hrun, þegar við Íslendingar ætluðum að gleypa allt og eitt stykki sól með. Og þar með lauk þessum spekúlasjónum okkar Hemma. Sem kannski voru loftkastalar!
   Hvað sem um það má segja núna, þá er út af fyrir sig gaman að rifja þetta upp. Þó ekki sé til annars en heiðra nafn okkar góða vinar sem hvarf alltof fljótt af vettvangi. Munum við birta hér á Þingeyrarvefnum nokkra valda kafla úr handritinu, ef einhver skyldi hafa gaman af að skoða slíkt. 


Og hefst nú birtingin:  

...
Meira
15.03.2017 - 12:11 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,Björn Ingi Bjarnason

610 milljóna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og öryggisverkefni í Reynisfjöru

Hér er sýnd staðsetning þeirra verkefna sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt frá upphafi. Athuga ber að staðsetningu er í sumum tilfellum erfitt að tilgreina með punkti, t.d. þegar verkefnið nær til margra staða á stóru svæði.
Hér er sýnd staðsetning þeirra verkefna sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt frá upphafi. Athuga ber að staðsetningu er í sumum tilfellum erfitt að tilgreina með punkti, t.d. þegar verkefnið nær til margra staða á stóru svæði.
« 1 af 2 »

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. 


Að auki hefur ráðherra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Tilgangurinn er að hægt verði að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað. Þess er vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun síðar á þessu ári. Fjármögnun verkefnisins er af fé sem sett var til hliðar af fjárveitingum Framkvæmdasjóðsins í þágu öryggismála og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 20 m.kr.

...
Meira
13.03.2017 - 22:38 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

13. mars 1977 - Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss

Hreinn Halldórsson kastar kúlu á Núpi í Dýrafirði á áttunda áratug síðustu aldar. Ljósm.: BIB
Hreinn Halldórsson kastar kúlu á Núpi í Dýrafirði á áttunda áratug síðustu aldar. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Hreinn Halldórsson, 28 ára strætisvagnastjóri, varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss þann 13. mars 1977 þegar hann kastaði 20,59 metra og bætti Íslandsmet sitt um 1,70 metra. 

Hann var þriðji Íslendingurinn sem hlaut Evrópumeistaratitil í frjálsum íþróttum....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31