41 MILLJÓN TIL FERÐAMANNASTAÐA Á VESTFJÖRÐUM – DYNJANDI MEÐ HÆSTA STYRKINN
Meira
4. sena:
Vestfirsku Alparnir. Alls konar svipmyndir.
Texti:
Einar Guðjohnsen, ferðamálafrömuður, mun líklega fyrstur manna hafa nefnt skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar Vestfirsku Alpana. Þar hafði hann í huga hvað hvassbrýndu fjöllin á þessum slóðum minna mikið á Alpafjöllin suður í Evrópu.
Hér er Kaldbakur, 998 metra hár. Og Kolturshorn,
Veturlandafjall. Fleiri fjöll nafngreind.
Viðmælendur:
H. S.
Vegfarendur
...1. sena.
Ísland rís úr sæ.
Ljósmynd af Íslandi.
Viðeigandi tónlist.
Upphafstitlar byrja:
Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar
Kynningar
...Það er líklega óhætt að segja frá því núna, að árið 2008 vorum við Hemmi Gunn komnir á fremsta hlunn með að hleypa af stokkunum heimildarmynd fyrir sjónvarp um Dýrafjörð. Vinnuheiti hennar var: Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Fyrstu drög að handriti lágu fyrir um haustið og kostnaðaráætlun klár. Búið að ræða við toppmenn í faginu og byrjað skrapa saman pening í djammið. Þetta var korteri fyrir hrun, þegar við Íslendingar ætluðum að gleypa allt og eitt stykki sól með. Og þar með lauk þessum spekúlasjónum okkar Hemma. Sem kannski voru loftkastalar!
Hvað sem um það má segja núna, þá er út af fyrir sig gaman að rifja þetta upp. Þó ekki sé til annars en heiðra nafn okkar góða vinar sem hvarf alltof fljótt af vettvangi. Munum við birta hér á Þingeyrarvefnum nokkra valda kafla úr handritinu, ef einhver skyldi hafa gaman af að skoða slíkt.
Og hefst nú birtingin:
...Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.
Að auki hefur ráðherra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Tilgangurinn er að hægt verði að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað. Þess er vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun síðar á þessu ári. Fjármögnun verkefnisins er af fé sem sett var til hliðar af fjárveitingum Framkvæmdasjóðsins í þágu öryggismála og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 20 m.kr.
...