A A A
03.08.2017 - 20:08 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

HIN ÁRLEGA SANDKASTALAKEPPNI í HOLTI

Frá Holti í Önundarfirði.
Frá Holti í Önundarfirði.

Það eru margir fastir liðir á Verslunarmannahelginni, einn þeirra er Sandkastalakeppnin í Holtsfjöru í Önundarfirði og þar er venjulega líf í tuskunum. Fleiri hundruð börn, börn á öllum aldrei, hamast þar við að byggja listaverk úr sandi. Mikill metnaður liggur í verkunum og fjölskyldur sameinast í byggingarvinnunni.


Keppnin fer fram á laugardeginum 5. ágúst 2017 og hefst kl. 13:00, allt ókeypis og vegleg verðlaun fyrir flottustu sandkastalana.


...
Meira
03.08.2017 - 16:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

SAFNA FYRIR NÝJU ÞAKI

Eigendur Vagnsins á Flateyri.
Eigendur Vagnsins á Flateyri.
« 1 af 3 »
Í vetur urðu eigendaskipti á hinni fornfrægu krá Vagninum á Flateyri og eru eigendur svokallaðir sumarfuglar á Flateyri, það er að segja íbúar sem hafa keypt sér hús í þorpinu og dvelja þar á sumrin og eftir föngum á vetrum líka.
Húsnæði Vagnsins er orðið afar lúið og þar þarf að taka verulega til hendinni og fyrsta verkefnið er að skipta um þak. Nú er hafin söfnun á Karolina Fund og takmarkið er að eiga fyrir nýju þaki....
Meira
03.08.2017 - 07:24 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).
Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).
Rafn fæddist í Bakkakoti í Skagafirði 3. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur, en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.

Rafn kvæntist 1946 Karólínu Júlíusdóttur en hún lést 1994. 
Sonur Karólínu er Árni Júlíusson húsasmiður. Dóttir Rafns er Bergljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlíus framkvæmdastjóri; Pétur Ólafur verkefnastjóri; Kjartan tæknifræðingur; Auður skrifstofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi....
Meira
02.08.2017 - 13:54 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn

Inga Sæland.
Inga Sæland.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær þá fengi Flokkur fólksins fimm þingmenn ef kosið yrði í dag og hann tvöfaldar fylgi sitt, fengi átta komma fjögur prósent.
Svona skiptist fylgi flokksins eftir kjördæmum: 



  • Reykjavíkurkjördæmi norður: 9.3%

  • Reykjavíkurkjördæmi suður: 5.6%

  • Suðvesturkjördæmi:  9.5% 

  • Norðvesturkjördæmi: 6.8%

  • Norðausturkjördæmi: 8.8%

  • Suðurkjördæmi: 9.4%

...
Meira
02.08.2017 - 09:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

“Lokiði helvítis glugganum, strákar!”

Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Það kom fyrir að séra Baldur messaði í borðsalnum í Reykjanesi í Djúpi og fór með gott fyrir nemendur og aðra kennara skólastaðarins.

Eitt sinn í norðaustan roki og snjóhraglanda boðaði prestur til messu í fyrrnefndu mötuneyti. Við nokkrir strákar tókum okkur sæti við einn gluggann. Þegar séra Baldur var staddur í miðju Faðirvorinu, opnuðum við gluggann upp á gátt, en það var stór hverfigluggi sem kallaðir eru. Í því brast á ein stórhviðan svo allir hrukku við. Séra Baldur stöðvaðist og leit til okkar. Svo mælti hann stundarhátt svo allir heyrðu sem í salnum voru:


“Lokiði helvítis glugganum, strákar!”


Það gerðum við auðvitað og prestur lauk sinni bæn.

...
Meira
02.08.2017 - 07:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

GÖNGUHÁTÍÐ Í SÚÐAVÍK

Hinn tignarlegi Kofri.
Hinn tignarlegi Kofri.
« 1 af 3 »

Gönguhátíð verður haldin í Súðavík um verslunarmannahelgina og er hún ætluð fyrir fólk á öllum aldri.
Hátíðin er haldin í samvinnu Súðavíkurhrepps, Göngufélags Súðavíkur, gönguklúbbsins Vesens og vergangs og Eyvindar ehf. Í göngunum gefst fólki kostur á að fara um vestfirskt landslag í fylgd heimamanna, þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landslaginu og lífinu á svæðinu fyrr og nú.


Stefnt er á morgun-, miðdegis-, síðdegis- og kvöldgöngur á hina ýmsu staði í Álftafirði og nágrenni í fallegu landslagi við Ísafjarðardjúpið. Í undirbúningi eru göngur á Kofra, í Valagil, úr Skötufirði yfir í Heydal, um Hvítanes í Skötufirði, um Skákina milli Sauradals og Arnardals, upp í Naustahvilft, á Sauratinda og um Þjófaskörð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. 

...
Meira
Eiginkona Guðmundar Inga Kristjánssonar var Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og hann því tengdasonur Dýrafjarðar. Hér eru þau á Önfirðingasamkomu í Ráðhúsinu í Reykjavík árið 1996 sem tengdist hvalveiðum Norðmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
Eiginkona Guðmundar Inga Kristjánssonar var Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og hann því tengdasonur Dýrafjarðar. Hér eru þau á Önfirðingasamkomu í Ráðhúsinu í Reykjavík árið 1996 sem tengdist hvalveiðum Norðmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
« 1 af 2 »

Guðmund Inga Kristjánsson sá ég (H.S.) fyrst á sýslufundi á Suðureyri árið 1971. Þá virkaði hann á mig, ungan manninn og blautan bak við eyrun, sem eitthvað skrýtinn. Sú mynd var fljót að breytast. Það var eins og allt væri í persónu hans sem máli skiptir. Hann var slíkur öðlingur og ljúfmenni að fáir gerðust slíkir. Hann var fremstur meðal jafningja. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér. Þurfti ekki að ræða. Lítillátur og kurteis. Sýndi aldrei neinum manni hroka. Og því síður auðmýkt. Kunni að vera með hverjum sem var. Félagsmálamaður. Skáld sveitarinnar. Líka þeirra sem á mölinni búa. Því öll erum við meiri og minni sveitamenn inn við beinið. En var skáldbóndinn gallalaus maður? Vonandi ekki.


    Þegar Mjólkárvirkjun 2 var tekin í gagnið, hélt Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, mikið gilli í Flókalundi. Þar urðu flestir vel hífaðir. Bara þrír ófullir að sögn! Meðal þeirra Guðmundur Ingi og mágur hans, Valdimar á Mýrum. Samt skemmtu þeir sér manna best. Guðmundur Ingi hélt uppi húmornum með kveðskap sínum og skemmtilegum ræðum á ótal mannfundum. Hann þurfti ekki á víni að halda til slíkra hluta.

...
Meira
01.08.2017 - 06:28 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Gerbreytt staða á Vestfjörðum

« 1 af 2 »
* Starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir uppgang í fiskeldi eiga þátt í að ungt fólk sneri aftur. 
* Oddviti Tálknafjarðarhrepps segir stefnumótunar stjórnvalda beðið varðandi fiskeldi á svæðinu.

Forystufólk í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segir fiskeldi hafa gjörbreytt atvinnulífi svæðisins. Íbúum sé aftur tekið að fjölga. Bíldudalur og Patreksfjörður heyra undir Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum. Friðbjörg Matthíasdóttir gegnir starfi bæjarstjóra Vesturbyggðar á meðan Ásthildur Sturludóttir er í barnsburðarleyfi. Friðbjörg segir atvinnulífið hafa breyst til batnaðar með tilkomu fiskeldis. Það hafi m.a. vegið upp samdrátt í hefðbundinni fiskvinnslu. Hún segir að vegna fiskeldis hafi margt ungt fólk snúið aftur til Vestfjarða. ...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31