A A A
09.08.2017 - 12:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Act alone

Dagskrá "Act alone" 2017 á Suðureyri

Suðureyri við Súgandafjörð.
Suðureyri við Súgandafjörð.
« 1 af 2 »

Hin einstaka Act alone verður haldin 14 árið í röð í sjávar-og einleikjaþorpinu Suðureyri 10. - 12. ágúst 2017. Einstök dagskrá fyrir alla aldurshópa og frítt inná alla viðburði. Já, það er ókeyis á allt á Act alone. Leiklist, dans, tónlist,  og alls konar ein stök list. 
Frítt inná alla viðburði. Þökk sé okkar styrktaraðilum. 


Allir viðburðir eru í eða við félagsheimilið nema *

...
Meira
09.08.2017 - 12:09 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

„Brennandi þörf fyrir að segja sögur kvenna“

Fjallkona.  „Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalang- ömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt frá Dýrafirði..
Fjallkona. „Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalang- ömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt frá Dýrafirði..
« 1 af 2 »
Hera Fjord frumsýnir nýjan einleik um langalangömmu sína, Dýrfirðinginn Kristínu Dahlstedt veitingakonu, á Act Alone 10. ágúst 2017.

„Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalangömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt veitingakonu, um nýtt leikrit, Fjallkonuna, sem hún frumsýnir 10. ágúst á einleikjahátíð- inni Act Alone á Suðureyri.

„Kristín langalangamma mín fæddist í Dýrafirði árið 1876. Þegar hún var 22 ára ákvað hún að fara til Danmerkur og borgaði fyrir skipsfarið með lambsskrokki. Hún var í Danmörku í átta ár þar sem hún starfaði á ýmsum veitingastöðum og hótelum og fékk að læra matreiðslu og mennta sig, sem var frekar óvenjulegt fyrir konur á þessum tíma....
Meira
09.08.2017 - 08:29 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.
Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.
Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ 

Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir!“ 

Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn....
Meira
08.08.2017 - 21:10 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Á vettvangi dagsins: - Þingeyrarakademían er orðin heimsfræg eða þannig!

Þingeyrarakademían. Ljósm.: Kristján Ottósson.
Þingeyrarakademían. Ljósm.: Kristján Ottósson.

Eins og margir vita er Þingeyrarakademían orðin heimsfræg í Dýrafirð. Og nú er svo komið að erlent ferðafólk sem kemur til Þingeyrar spyr eftir þessari blessuðu akademíu. Að maður tali nú ekki um íslenska ferðafólkið.


   Í morgun, þriðjudaginn 8. ágúst 2017, kom til dæmis hópur Þjóðverja í sundlaugina á Þingeyri. Eitt af því fyrsta sem þeir spurðu um var Þingeyrarakademían. Í ljós kom að þeir höfðu séð fréttir og áskoranir frá henni í heimspressunni og hina ágætu mynd eftir Kristján Ottósson, forseta. Þannig að það er eins gott að Þingeyrarakademían reyni að standa undir nafni!

...
Meira
08.08.2017 - 21:04 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Ólafur V. Þórðarson,Vestfirska forlagið

Aflaskýrsla á Þingeyri í júlí 2017

Aflaskipið Egill ÍS 77 frá Þimgeyri.
Aflaskipið Egill ÍS 77 frá Þimgeyri.

Þá kemur hér skýrsla yfir afla þeirra báta sem sem gerðir eru út frá Þingeyri í júli 2017. 


Aflinn er þó ekki allur unnin þar þvi hann er að hluta til seldur á markaði og getur því verið unnin hvar sem er á landinu.

...
Meira
08.08.2017 - 20:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

7. ágúst 2017 - Skrúður 108 ára

Skrúður í Dýrafirði.
Skrúður í Dýrafirði.

7. ágúst 1909


Matjurta- og skrautgarðurinn á Núpi við Dýrafjörð var formlega stofnaður og honum gefið nafnið Skrúður. 

Upphafsmaðurinn, séra Sigtryggur Guðlaugsson, valdi þennan dag vegna þess að þá voru 150 ár frá því að Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður kartöflur hér á landi, fyrstur Íslendinga.

...
Meira
08.08.2017 - 20:41 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Framhaldsaðalfundur haldinn á "Frídegi verzlunarmanna"

Ritstjórar að Þingeyrarvefnum eru Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.
Ritstjórar að Þingeyrarvefnum eru Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.

Á framhaldsaðalfundi Vestfirska forlagsins, sem háður var í gær á "Frídegi verzlunarmanna" þann 7. ágúst 2017, var ýmislegt tekið fyrir að vanda.


Meðal annars þetta:


Þingeyrarvefurinn


   Ákveðið var að Vestfirska forlagið myndi enn um sinn leggja sinn skerf fram til að halda vefnum úti. Munu sjálfsagt ýmsir fagna því. Mörgum þykir nefnilega vænt um Þingeyrarvefinn. Segja sumir að það fyrsta sem þeir opna og lesa á morgnana sé einmitt sá góði vefur. Þess vegna ráku margir upp ramakvein um daginn þegar við gáfum í skyn að við færum nú að láta nótt sem nemur í þessum efnum. En sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum. En látum sjá!

...
Meira
03.08.2017 - 20:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Gíslastaðir í Haukadal,Björn Ingi Bjarnason

Gíslastaðir í Haukadal: - Draumar og fyrirboðar í vestfirskum Íslendingasögum

Margrét K. Sverrisdóttir.
Margrét K. Sverrisdóttir.
« 1 af 2 »
Sögulegu viðburðirnir á Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði halda áfram nú fáum við til okkar góðan gest til að miðla úr sagnabrunni sínum.
Margrét K. Sverrisdóttir ræðir hlutverk hins yfirnáttúrulega í þremur Íslendingasögum sem gerast á Vestfjörðum og verður þetta laugardaginn 5. ágúst 2017 kl. 16:00 - 19:00
Nefnd verða dæmi um ýmis yfirnáttúruleg fyrirbæri, s.s. draumfarir, fyrirboða, gjörningaveður og galdra og hvernig þeim var beitt sem stílbragði í sögunum.
Margrét K. Sverrisdóttir er með B.A. gráðu í íslensku og er Vestfirðingur í húð og hár....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31