A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.08.2017 - 07:24 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).
Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).

Rafn fæddist í Bakkakoti í Skagafirði 3. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur, en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.

Rafn kvæntist 1946 Karólínu Júlíusdóttur en hún lést 1994. 
Sonur Karólínu er Árni Júlíusson húsasmiður. Dóttir Rafns er Bergljót.
Börn Rafns og Karólínu eru Júlíus framkvæmdastjóri; Pétur Ólafur verkefnastjóri (látinn); Kjartan tæknifræðingur; Auður skrifstofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

Rafn lærði skipasmíði á Akureyri, stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og lauk sveinsprófi 1942. Hann lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati ríkisins, var síldar- og fiskmatsmaður frá 1950, stundaði skipasmíði á Akureyri 1937-45, var yfirsmiður við skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frystihússtjóri þar 1950-54. 

Frystihússtjóri hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi 1954-60, framkvæmdastjóri og eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-68, verkstjóri hjá Fosskrafti við byggingu Búrfellsvirkjunar 1968-69, fulltrúi Landsbanka Íslands við Útgerðarstöð Guðm. Jónssonar í Sandgerði 1969-70. Þá stofnaði hann og rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í útflutningi á ferskum fiski með flugi.


Rafn sat í prófnefnd skipasmiða á Suðurnesjum 1945-54, í stjórn FUS á Suðurnesjum, í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1946-50 og 1954, sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í útgerðarráði 1958-60, var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1961-67, í hreppsnefnd og oddviti Flateyrarhrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmannafélags Flateyrar, í stjórn félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum, í stjórn SH 1962-68 og var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1963-67.

Rafn lést 6. desember 1997.

Morgunblaðið - og BIB

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31