A A A
  • 1972 - Daniel Lecki
  • 1974 - Grzegorz Sierzputowski
  • 1986 - Guðbjörg Hlíf Jónsdóttir
  • 1999 - James Eamon Khaosamruang
29.07.2017 - 08:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður þann 29. júlí 1979

Minnisvarðinn um Kollabúðafundi í Þorskafirði. Á myndinni eru Hrútavinir af Suðurlandi sem voru á ferð um Vestfirði sumarið 2009. Ljósm.: BIB
Minnisvarðinn um Kollabúðafundi í Þorskafirði. Á myndinni eru Hrútavinir af Suðurlandi sem voru á ferð um Vestfirði sumarið 2009. Ljósm.: BIB

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.


Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.

Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.

...
Meira
28.07.2017 - 12:41 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

MÆTA EFTIR HELGINA Í BLÁA BANKANN

Blábankinn er afrakstur samtals milli Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæjar, Landsbankans og einkaaðila.
Blábankinn er afrakstur samtals milli Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæjar, Landsbankans og einkaaðila.

Það færist líf í tuskurnar í  The Blue bank á Þingeyri á mánudaginn 31. júlí 2017 er starfsmenn miðstöðvarinnar mæta til starfa. 

Nýráðinn forstöðumaður bankans er Arnar Sigurðsson en hann hefur mikla reynslu af nýsköpun og stuðningi við skapandi verkefni. Hann er einn stofnenda hópfjármögnunarfyrirtækisins Karolina fund. Hann stofnaði einnig Klapp samvinnufélag, sem styður við grasrótarstarf í kvikmyndagerð og unnið sjálfstætt í menningar- og tækniverkefnum.


Arnhildur Lilý Karlsdóttir hefur verið hefur verið ráðin þjónustufulltrúi hjá Blábankanum en hún er mikil áhugamanneskja um bókmenntir og listir en hún er bókmenntafræðingur að mennt. Síðustu ár hefur hún starfað við verkefnastjórnun og hefur jafnframt langa reynslu af þjónstustörfum. Arnhildur Lilý er einnig jógakennari og hefur kennt um árabil bæði slökunarjóga og kundalini jóga.

...
Meira
28.07.2017 - 07:17 | Vestfirska forlagið,Stöð 2,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng

Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Ljósm.: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.
Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Ljósm.: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.
« 1 af 2 »
Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. 

Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. 

Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. 

„Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“

Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu.  Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum....
Meira
28.07.2017 - 05:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

„Mig langar ekkert til að eignast allan heiminn“ - Svo sagði Louis Armstrong, Satchmo, í viðtali við Matthías Johannessen

Lou­is Armstrong með tón­leika í Há­skóla­bíó. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son
Lou­is Armstrong með tón­leika í Há­skóla­bíó. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son
« 1 af 3 »

Suma vantar alltaf allt, en aðra skortir aldrei neitt, en samt eru þeir jafnilla staddir. Það er eins og sumir menn séu jafnfátækir hvað mikla peninga sem þeir eiga.”


Svo sagði Steinn Steinarr í viðtali við Matthías Johannessen í M Samtöl V, en í því verki má segja að sé nokkurs konar Íslandssaga í hnotskurn á 19. og 20. öld. Hér hittir skáldið naglann á höfuðið sem oftar og er mikið íhugunarefni fyrir þjóð sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, en vantar alltaf allt sama hvað hún eignast mikið. Í umræddu verki Matthíasar, sem allir ættu að lesa, er samankomin í fimm bókum þjóðarsálin sjálf. Þar ræðir hann við fólk sem kynntist baráttunni við allsleysið vel. Í umræddum bókum eru ekki bara samtöl Matthíasar við Íslendinga. Þar eru einnig mörg samtöl við heimsfræga menn. Til dæmis átti hann viðtal við Louis Armstrong 1965. 

Grípum aðeins niður í það:

...
Meira
27.07.2017 - 09:00 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Á vettvangi dagsins: - Varp fugla hefur lánast vel í vor og hettumávurinn veður um allt!

Varp fugla hefur almennt gengið vel hér um slóðir í vor. Bæði staðfugla og farfugla. Hvarvetna þar sem maður leggur leið sína er mikið af ungum: Spóinn, lóan, þrösturinn, maríuerlan, hrossagaukurinn, óðinshaninn og jaðrakaninn, tjaldurinn, æðarfuglinn, músarrindillinn. Og allir þeir. Að ekki sé nú talað um hrafninn. Meira að segja krían er með slatta af ungum núna. Það er ekki nokkur spurning. Sumsstaðar er bara svoleiðis simfóníusöngurinn í náttúrunni!


Jæja. Já. En svo er það hettumávurinn. Það er svoleiðis ofboð af honum að enginn skilur neitt í neinu. En múkkinn sést eiginlega hvergi. Hettumávurinn aftur á móti allsstaðar! Farið var á Ísafjörð í gær. Kallarnir að slá og snúa. Ekkert nema hettumávur í slægjunni. Hvað er að gerast? Við gömlu spekingarnir, smalarnir og hettumávarnir skiljum hvorki upp né niður. Hettumávur, hettumávur, hettumávur! 

...
Meira
27.07.2017 - 08:42 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Ferðamennirnir öflugir við veiðarnar

Róbert Schmidt stillir sér upp með veglegan feng. Hann segir fjóra stangveiðimenn hæglega geta landað 5-600 kg af afla daglega ef vel fiskast.
Róbert Schmidt stillir sér upp með veglegan feng. Hann segir fjóra stangveiðimenn hæglega geta landað 5-600 kg af afla daglega ef vel fiskast.
Viðskiptavinir Iceland ProFishing eru einkum frá Þýskalandi og dreymir um að veiða risastóra þorska á stöng. Aðsóknin er góð og nú þegar er búið að bóka meira en 65% af lausum plássum næsta sumars.

Vestur á Flateyri og Suðureyri má sjá glaðbeitta erlenda menn við bryggju alla daga sumarsins, þar sem þeir landa tugum tonna af afla. Þessir kátu gestir fá þó ekki greitt fyrir fiskinn, heldur borga þeir fyrir þann lúxus að fá að veiða í friðsælum fjörð- unum, og koma margir ár eftir ár. 

Veiðimennirnir sem um ræðir eru viðskiptavinir sjóstangveiðifyrirtækisins Iceland ProFishing, systurfélags ferðaskrifstofunnar Iceland ProTravel....
Meira
26.07.2017 - 17:20 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Trausti Friðbertsson

Trausti Friðbertsson (1917 - 2002).
Trausti Friðbertsson (1917 - 2002).
Trausti Friðbertsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. júlí 1917. 

Trausti kvæntist 13. júní 1942 Ragnheiði Láru Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 13. júlí 1921, dóttir hjónanna Lovísu Árnadóttur og Sigurðar E. Ingimundarsonar. Ragnheiður lést 29. desember 1984.

Trausti vann á uppvaxtarárum sínum þau störf er til féllu í þeirra tíma íslensku sjávarþorpi, bæði til sjós og lands. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1940 og hóf fljótlega eftir það að starfa við verslun og annan rekstur sem varð síðan hans lífsstarf. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Ragnheiður á Suðureyri en fluttu síðan til Ísafjarðar. Hann hóf störf við verslun J.S. Edwald og Shell-umboðið á Ísafirði árið 1945 og starfaði þar til ársins 1948 er hann var ráðinn kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Önfirðinga á Flateyri.

...
Meira
26.07.2017 - 07:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Gíslastaðir í Haukadal,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Alltaf þúsund árum á eftir hinum

Marsibil og Elfar Logi með Gísla á milli sín og Elfar Logi með afa stelpuna Sögu Nótt Friðriksdóttur á handleggnum.  MYND/HEIÐUR EMBLA ELFARSDÓTTIR
Marsibil og Elfar Logi með Gísla á milli sín og Elfar Logi með afa stelpuna Sögu Nótt Friðriksdóttur á handleggnum. MYND/HEIÐUR EMBLA ELFARSDÓTTIR
« 1 af 2 »
Á Gíslastöðum í Dýrafirði sjá Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir um fornsagnatengda viðburði. Í kvöld, 26. júlí 2017, fjallar Guðni Ágústsson um Hallgerði langbrók.

Guðni Ágústsson heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. 

Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum sögufræga dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum! „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31