A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
02.08.2017 - 13:54 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn

Inga Sæland.
Inga Sæland.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær þá fengi Flokkur fólksins fimm þingmenn ef kosið yrði í dag og hann tvöfaldar fylgi sitt, fengi átta komma fjögur prósent.

Svona skiptist fylgi flokksins eftir kjördæmum: 

  • Reykjavíkurkjördæmi norður: 9.3%
  • Reykjavíkurkjördæmi suður: 5.6%
  • Suðvesturkjördæmi:  9.5% 
  • Norðvesturkjördæmi: 6.8%
  • Norðausturkjördæmi: 8.8%
  • Suðurkjördæmi: 9.4%

Flokkur fólksins hlaut 3.5 prósent í síðustu kosningum og náði ekki manni á þing. Nú er hinsvegar stefnt á framboð í borginni næsta vor. Inga Sæland formaður segist finna fyrir ákalli um breytingar. „Við erum ekki sátt við þá stöðu sem er í samfélaginu í dag. Við erum ekki sátt við að hér sé boðuð velmegun sem aldrei fyrr en það sé bara ákveðinn og takmarkaður þjóðfélagshópur sem fær að njóta þeirra gæða. Við viljum fá að taka þátt öll sem eitt“ segir Inga. 

Ákall eftir lausnum í húsnæðismálum

Inga segir að það verði að byggja íbúðir og kallar eftir samstilltu átaki stjórnvalda, borgaryfirvalda og lífeyrissjóðanna. „við viljum bara gjörsamlega metta markaðinn. Við viljum bara byggja eins og þörfin er“ segir Inga og bætir við að enn séu margar fjölskyldur í vanda eftir hrunið árið 2008. 

„Það voru tíu þúsund heimili sem voru tekin af fjölskyldum eftir hrun. Þessar fjölskyldur hafa ekki ennþá margar hverjar fengið úrbót sinna mála og eiga enn um sárt að binda. Það er hér enn um þriðjungur þjóðarinnar sem er við og undir fátækramörkum þrátt fyrir útgefin meðallaun sem velferðarráðherra boðaði að væru 719 þúsund krónur“ segir Inga.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31