A A A
10.08.2017 - 20:58 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Á vettvangi dagsins: - Eitt skemmtiferđaskip mengar á viđ eina milljón bíla á dag!

Skemmtiferđaskip í höfn á Ísafirđi.
Skemmtiferđaskip í höfn á Ísafirđi.
« 1 af 2 »

Í því merka blaði, Bændablaðinu, lesum við að eitt skemmtiferðaskip mengar jafn mikið daglega eins og ein milljón bílar! Blaðið segir að þetta komi fram í nýlegri heimildarmynd, Sea Blind, eftir Bernice Notenboom og Söruh Robertson. Og ekki lýgur Bændablaðið frekar en Mogginn!


Nýlega var sagt frá því í fréttum RÚV að um 300 skemmtiferðaskip komi árlega til Kaupmannahafnar. Jafngildir 300 milljónum bíla á ferð daglega eftir því að dæma. Geigvænleg mengun segja sumir Danir og eru mikið að hugsa um að stöðva þessa vitleysu.


Búist er við að yfir 100 skemmtiferðaskip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Jæja. Yfir eitt hundrað milljón bílar! Er þetta ekki eitthvað sem Vestfirðingar þurfa að íhuga nánar? 

...
Meira
10.08.2017 - 11:49 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

ACT ALONE á Suđureyri hefst í kvöld

Fjórtánda  -Act alone-  listahátíđin hefst í dag.
Fjórtánda -Act alone- listahátíđin hefst í dag.

Fjórtánda Act alone listahátíðin á Suðureyri hefst í dag og fer af stað af miklum metnaði. 

Hið hefðbundna fiskismakk í félagsheimilinu hefst kl. 19:00 og í kjölfarið verður frumsýning á Fjallkonunni og um það verk segir á vef Act alone :


Fjallkonan er einleikur eftir leikkonuna og leikstjórann Heru Fjord sem hefur síðustu ár kynnt sér vel sögu langalangömmu sinnar Kristínar Dahlstedt sem fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði. Kristín fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði um matseld og veitingarekstur en kom aftur til Íslands árið 1905 og rak eigin veitinga og gistiheimili í Reykjavík í hálfa öld, oftast undir nafninu Fjallkonan á Laugaveginum. Kristín var mikill frumkvöðull og lét ekki mótlæti stöðva sig en í verkinu speglar Hera sig í lífi langalangömmu sinnar ásamt því að velta fyrir sér sínu eigin lífi.


Næsta dagskrálið þarf vart að kynna en þar fer okkar eigin Elfar Logi á kostum sem Gísli á Uppsölum

...
Meira
10.08.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kubb er komiđ til ađ vera

Íţrótt. -  Kubb er skemmtileg íţrótt fyrir alla fjölskylduna. Hér má sjá keppendur á mótinu sem fram fór á Flateyri.
Íţrótt. - Kubb er skemmtileg íţrótt fyrir alla fjölskylduna. Hér má sjá keppendur á mótinu sem fram fór á Flateyri.
« 1 af 14 »
Íslandsmótið í kubbi haldið í annað sinn á Flateyri.

„Þetta fór allt saman ótrúlega vel fram,“ sagði Huldar Breiðfjörð, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í kubbi sem fram fór á Flateyri um liðna helgi. Er það í annað skiptið sem mótið er haldið. Í samtali við Morgunblaðið sagði Huldar að allt hefði gengið vel fyrir sig og mikill fjöldi fólks hefði mætt. „Það var keppt í þriggja manna liðum og alls voru 24 lið skráð til leiks svo alls voru 72 keppendur. Svo var einhver fjöldi af áhorfendum líka.“ 

Eins og fram hefur komið var mótið haldið í annað sinn á Flateyri en í fyrra voru helmingi færri lið skráð til leiks, og því má segja að vinsældir mótsins fari vaxandi. Skrá þurfti hvert lið þar sem takmarkaður fjöldi gat keppt, en þrátt fyrir það tvöfaldaðist fjöldi skráðra liða milla ára. 

Allir geta verið með...
Meira
10.08.2017 - 08:03 | Vestfirska forlagiđ,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gluggi ađ samfélaginu í Skóbúđinni á Ísafirđi

Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Bražiūnaitė eru forsprakkar og umsjónarkonur Skóbúđarinnar.
Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Bražiūnaitė eru forsprakkar og umsjónarkonur Skóbúđarinnar.
« 1 af 2 »

Í Skóbúðinni hversdagssafni á Ísafirði eru settar upp sýningar sem eru byggðar á persónulegum heimildum núverandi og fyrrverandi íbúa svæðisins. Á safninu gefst fólki tækifæri til að gægjast inn um glugga að samfélaginu fyrir vestan og víðar. Augnablikin eru fönguð sem lýsa upplifunum á og innsýn í hversdagsleikann, sem getur verið mjög lýsandi fyrir mannlífið - tíminn milli stórviðburða. Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Bražiūnaitė eru forsprakkar og umsjónarkonur Skóbúðarinnar.


„Fólkið sem kemur inn tengir oft við sitt eigið líf og nálgast þar af leiðandi mun stærri heim,“ segir Björg. „Það er ekki bara það sem við sjáum á safninu sem er „til sýnis“ heldur líka það sem fólk hefur upplifað; tengingin, tilfinning og skynjun eru í raun meginatriðin.“

...
Meira
10.08.2017 - 07:41 | Vestfirska forlagiđ,Skutull,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ţetta gerđist - 10. ágúst 1907 – Friđrik VIII kemur til Flateyrar viđ Önundarfjörđ

Konungsskipiđ Birma á Flateyrarhöfn ţann 10. ágúst 1907. Ljósm.: Hermann Wendel á Ţingeyri.
Konungsskipiđ Birma á Flateyrarhöfn ţann 10. ágúst 1907. Ljósm.: Hermann Wendel á Ţingeyri.

Friðrik VIII. konungur Danmerkur og Íslands kom siglandi hingað til lands frá Færeyjum á konungsskipinu Birma ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal var forsætisráðherra Dana, embættismenn og foringjar úr danska hernum. Auk þess var gufuskipið Atlanta með í för, en innanborðs voru 40 ríkis- þingmenn á danska þinginu, blaðamenn og fleiri gestir. Auk þess fylgdu skipunum tvö beitiskip danska hersins, Geysir og Hekla.


Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík og ferðalag austur á Þingvöll, að Geysi og Gullfossi, var siglt út Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og til Vestfjarða.


 Það var laugardaginn 10. ágúst 1907. Að kvöldi þess dags kasta skipin akkerum inni við Flateyri á Önundarfirði og höfðust þar við um nóttina.

...
Meira
09.08.2017 - 14:08 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablađiđ,Björn Ingi Bjarnason,Act alone

Opnađi Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905

FÓLK VAR EKKI SÁTT VIĐ AĐ KONA VĆRI EIN Í REKSTRI Á ŢESSUM TÍMA, EMBĆTTISMENN GÓNDU Á HANA: ĆTLAR ŢÚ AĐ TAKA LÁN? ĆTLAR ŢÚ AĐ OPNA REIKNING HÉR? HVAR ER MAĐURINN ŢINN?
FÓLK VAR EKKI SÁTT VIĐ AĐ KONA VĆRI EIN Í REKSTRI Á ŢESSUM TÍMA, EMBĆTTISMENN GÓNDU Á HANA: ĆTLAR ŢÚ AĐ TAKA LÁN? ĆTLAR ŢÚ AĐ OPNA REIKNING HÉR? HVAR ER MAĐURINN ŢINN?
« 1 af 2 »
Einleikjahátíðin Act alone verður haldin í 14. sinn dagana 10. til 12. ágúst 2017 á Suðureyri og dagskráin er venju fremur vegleg, 18 viðburðir og frítt á alla. 
Hera Fjord fer fyrst á svið með eigið verk, Fjallkonuna.

Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á morgun,  fimmtudaginn, 10. ágúst 2017. 

„Þetta er einleikur og fjallar um langalang- ömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“ 

Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur....
Meira
09.08.2017 - 13:59 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Stjórnarráđiđ,Vestfirska forlagiđ

Auknar aflaheimildir til strandveiđa

Guđmundur B. Ţorláksson ÍS 62 frá Gerđhömrum. Ljósm.: Bátasíđa Dýrafjarđar.
Guđmundur B. Ţorláksson ÍS 62 frá Gerđhömrum. Ljósm.: Bátasíđa Dýrafjarđar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ákvað þann 4. ágúst s.l. að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn og verða strandveiðiheimildir því 9.760 tonn á þessari vertíð.


Með þessari ákvörðun er komið til móts við samþykkt stjórnar Landssambands smábátaeigenda, sem send var ráðuneytinu í byrjun ágúst, en þar var skorað á ráðherra að auka aflaviðmiðun í ágúst þannig að ekki kæmi til stöðvunar veiða.


Með þessari ákvörðun er þó ekki aukið við áður ákveðnar heildaraflaheimildir, líkt og áskorun LS kvað á um, heldur er hér um að ræða tilflutning milli þeirra þátta sem 5,3% er ráðstafað til.

...
Meira
09.08.2017 - 13:40 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Ţetta gekk eiginlega allt furđu vel

Jón Sigurđsson, vélstjóri frá Alviđru í Dýrafirđi segir frá.
Jón Sigurđsson, vélstjóri frá Alviđru í Dýrafirđi segir frá.
Dýrfirðingurinn Jón Sigurðsson, yfirvélstjóri á norska farskipinu Neptun, var sæmdur heiðursmerki frá Bretlandi fyrir aðkomu sína að flutningi breska hersins frá Dunkirk vorið 1940. Jón starfaði í áratugi á norskum farskipum og vildi lítið um afrekið ræða.

Flutningur breska hersins frá Dunkirk í Frakklandi vorið 1940 er á allra vörum á ný eftir að kvikmynd Christophers Nolans um þennan sögulega viðburð sló í gegn á dögunum. Til að gera langa sögu stutta höfðu þeir alvarlegu hlutir gerst í viðureign Breta og bandamanna þeirra við Þjóðverja að breski sendiherinn, sem umkringdur var við Dunkirk, átti um tvennt að velja; að flýja meginlandið eða láta brytja sig niður. Herinn komst undan, meira en þrjú hundruð þúsund manns, margir hverja illa særðir, og var það talið mikið afrek. ...
Meira
Eldri fćrslur
« Desember »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31