Saga dagsins: - Meistaraleg hliðopnun
Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, var lengi í Hrafnseyrarnefnd. Ógleymanlegur maður.
Hann átti Land-Rover jeppa sem hann kallaði fjallatrukkinn sinn. Sturla var svo forsjáll að hann ók aldrei fram hjá bensíntank án þess að fylla á og voru þeir þó víða á þeim árum. Hann brúkaði ekki vín eða tóbak og aldrei blótaði hann.
Nú var það eitt sinn, að boðað var til fundar á Hrafnseyri og kom Sturla akandi á fjallatrukknum sínum og með honum Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem einnig sat mörg ár í Hrafnseyrarnefnd.
Um morguninn fundardaginn, stóðu þeir í sakleysi sínu úti á hlaði, Hannibal Valdimarsson og Ágúst Böðvarsson sem báðir áttu sæti lengi í Hrafnseyrarnefnd, ásamt staðarhaldara, Hallgrími Sveinssyni, og voru að taka sólarhæðina.
Meira