A A A
  • 1972 - Daniel Lecki
  • 1974 - Grzegorz Sierzputowski
  • 1986 - Guðbjörg Hlíf Jónsdóttir
  • 1999 - James Eamon Khaosamruang
25.07.2017 - 19:12 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Saga dagsins: - Meistaraleg hliðopnun

Sturla Jónsson hátt uppi á Botnsheiði og virðir fyrir sér fjörðinn sinn, Súgandafjörð.
Sturla Jónsson hátt uppi á Botnsheiði og virðir fyrir sér fjörðinn sinn, Súgandafjörð.
« 1 af 4 »

Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, var lengi í Hrafnseyrarnefnd. Ógleymanlegur maður. 
Hann átti Land-Rover jeppa sem hann kallaði fjallatrukkinn sinn. Sturla var svo forsjáll að hann ók aldrei fram hjá bensíntank án þess að fylla á og voru þeir þó víða á þeim árum. Hann brúkaði ekki vín eða tóbak og aldrei blótaði hann.


Nú var það eitt sinn, að boðað var til fundar á Hrafnseyri og kom Sturla akandi á fjallatrukknum sínum og með honum Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem einnig sat mörg ár í Hrafnseyrarnefnd. 

Um morguninn fundardaginn, stóðu þeir í sakleysi sínu úti á hlaði, Hannibal Valdimarsson og Ágúst Böðvarsson sem báðir áttu sæti lengi í Hrafnseyrarnefnd, ásamt staðarhaldara, Hallgrími Sveinssyni, og voru að taka sólarhæðina.

...
Meira
25.07.2017 - 17:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Ferðafélag Íslands,Björn Ingi Bjarnason

Gengið í Galtarvita - „Ég held ég gangi heim“

Galtarviti. Ljósm.: Ágúst Atlason.
Galtarviti. Ljósm.: Ágúst Atlason.
« 1 af 2 »
Af óviðráðanlegum ástæðum kemst Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður ekki á Galtarvita með okkur. 

Þess í stað er afráðið að Snorri Helgason (Sprengjuhöllin ofl.) verði okkur til gleði á kvöldvöku í vitanum fyrsta kvöldið þar. Með Snorra verður uppistandarinn og leikarinn Saga Garðarsdóttir sem þekkt er fyrir húmor sinn og skemmtilegheit í hvívetna. Ólafur Jónasson, eigandi Galtarvita, verður svo með sögustund. 

Vegna affalla eru laus 6-8 sæti í ferðina. Það væri frábært ef þið fengjuð vini eða vandamenn til að slást í för. 

26. - 30. júlí 2017 -  5 dagar...
Meira
25.07.2017 - 17:02 | Vestfirska forlagið,Reykhólavefurinn,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÍBÚI ÁRSINS Í REYKHÓLAHREPPI

Í fyrra hlaut Hlynur Þór Magnússon útnefninguna „íbúi ársins“ fyrir umsjón með vefsíðu Reykhólahrepps.
Í fyrra hlaut Hlynur Þór Magnússon útnefninguna „íbúi ársins“ fyrir umsjón með vefsíðu Reykhólahrepps.

Nú stendur yfir kosning íbúa ársins í Reykhólahreppi og skulu tilnefningar sendar á tómstundafulltrúa hreppsins.  Í tilnefningunni þarf að koma fram fyrir hvað tilnefningin er og hver nefnir.


Í fyrra hlaut fyrrum frumkvöðull og starfsmaður bb.is Hlynur Þór Magnússon útnefninguna „íbúi ársins“ fyrir umsjón með vefsíðu Reykhólahrepps, þar áður Ingibjörg Kristjánsdóttir héraðshjúkrunarfræðingur.

Á vef Reykhólahrepps kemur fram að bæði hafi þau lagt meira í sín störf en starfslýsing beinlínis kveður á um og samfélagið notið góðs af í ríkum mæli.

...
Meira
25.07.2017 - 12:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Á vettvangi dagsins: - Dúnvertíðin gekk nokkuð vel en blikur á lofti á markaði

« 1 af 2 »

Dúntekju er nú lokið á þessu vori. Yfir höfuð gekk hún vel. Þurrt var megnið af tímanum sem kollan lá á eggjum sínum. Þó brá til votviðra á tímabili eins og menn vita. Vargur, einkum tófa, gerði dúnmönnum lífið leitt að vanda.


Undanfarin ár hefur verð á æðardún verið eiginlega brjálæðislega hátt satt að segja og mikil eftirspurn eftir þessari náttúruafurð. Nú bregður aftur svo við að eftirspurn er lítil sem engin og lítið um sölu. Stendur vonandi til bóta segja sumir dúnkaupmenn. 

...
Meira
25.07.2017 - 09:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Mynd dagsins: - Þrír brautryðjendur í vestfirskri vegagerð

Frá vinstri:  Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri, Elís Kjaran Friðfinnsson frá Kjaransstöðum og Guðmundur Steinarr Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal í Önundarfirði. Ljósm.: HS
Frá vinstri: Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri, Elís Kjaran Friðfinnsson frá Kjaransstöðum og Guðmundur Steinarr Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal í Önundarfirði. Ljósm.: HS

Þrír brautryðjendur. 
Þessir þrír menn hafa allir komið mikið við sögu vegagerðar á Vestfjörðum. Í raun og veru helgað þeim ævistarf sitt að miklu leyti. 
Frá vinstri: 
Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri. Hann er einn af þessum ómissandi mönnum í dag í sambandi við vegina hér vestra. 
Elís Kjaran Friðfinnsson frá Kjaransstöðum, en þar var hann einnig bóndi lengi. Elís lést 2008. 
Guðmundur Steinarr Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal í Önundarfirði. Guðmundur starfaði lengi sem vörubifreiðarstjóri og flutti þá mikið af möl í hinar vestfirsku akbrautir. Síðar var hann lengi í ábyrgðarmiklum stjórnunarstöðum hjá Vegagerðinni.


Í baksýn er vegurinn hans Ella í Hrafnholum undir Helgafelli í Dýrafirði. Svo er að sjá sem vegurinn hafi alltaf verið þarna! 

...
Meira
25.07.2017 - 06:38 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Matthías Ólafsson

 Matthías Ólafsson (1857 - 1942).
Matthías Ólafsson (1857 - 1942).
« 1 af 2 »
Matthías Ólafsson alþingismaður fæddist í Haukadal í Dýrafirði 25. júlí 1857. 
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911, húsfreyja.

Langfeðgar Ólafs höfðu búið tvær aldir eða lengur í Haukadal mann fram af manni, en Ingibjörg var afkomandi Jóns Arnórssonar, sýslumanns í Arnardal við Ísafjarðardjúp, af svonefndri Arnardalsætt. Meðal systkina Matthíasar var Jóhannes Ólafsson alþingismaður.


Eiginkona Matthíasar var Marsibil Ólafsdóttir, f. 4.9. 1869, d. 24.7. 1964 húsmóðir. Foreldrar hennar voru Ólafur Pétursson, skipstjóri á Þingeyri, og k.h. Þórdís Ólafsdóttir. Matthías og Marsibil eignuðust 15 börn.


Matthías tók gagnfræðapróf frá Möðruvöllum 1882, var við verslunarstörf í Haukadal 1882-1889 og á Flateyri 1889-1890.

...
Meira
24.07.2017 - 19:02 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

VORDAGAR Í VEGAGERÐ VIÐ DÝRAFJÖRÐ

F.v.: Guðmundur Gunnarsson og Oddur Pétursson  hafa komið sér makindalega fyrir við Botnsá. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
F.v.: Guðmundur Gunnarsson og Oddur Pétursson hafa komið sér makindalega fyrir við Botnsá. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
« 1 af 2 »
Vorið 1953 var orðið akfært að Næfranesi við norðanverðan Dýrafjörð. Að vestan var hægt að aka inn fyrir Botn og út undir Ófæru.
Vegurinn inn með firðinum frá Kjaransstöðum bar þess merki að vera lagður í flýti, án mælinga á köflum. Það var orðrómur að kaupfélagsstjórinn, kunnur atorku og dugnaðarmaður hefði knúið fast á vegargerð í Botn svo mjög að ekki hafðist undan að mæla. Botnstúnið var nytjað frá Þingeyri.

Þegar úthald hófst þetta vor var gert út frá Þingeyri og unnið við lagfæringar á veginum eftir því sem fjármunir dugðu.

Þetta voru sæludagar í kyrrð innfjarðarins, umferð engin til að trufla. ,hlýddum á söngskemmtan fugla og svo leit örninn í heimsókn þegar fór að falla út.
...
Meira
24.07.2017 - 11:41 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Gíslastaðir í Haukadal,Björn Ingi Bjarnason

Hallgerður með Guðna á Gíslastöðum í Haukadal 26. júlí 2017

Guðni Ágústsson og séra Hjálmar Jónsson í Dómkirkjunni þann 25. maí sl. Ljósm.: BIB
Guðni Ágústsson og séra Hjálmar Jónsson í Dómkirkjunni þann 25. maí sl. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Sögumaðurinn og húmoristinn Guðni Ágústsson fer á kostum í umfjöllun sinni um Hallgerði Langbrók. Einstök kveldstund á Gíslastöðum 26. júlí 2017 kl. 20:00 í sögudalnum, Haukadal í Dýrafirði.
Aðgangseyrir litlar 1.500.- kr, já við erum með posa. 

Fyrir eigi svo löngu sendi Guðni frá sér bókverkið Hallgerður Örlagasaga hetju í skugga fordæmingar....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31