A A A
  • 1979 - Steinberg Reynisson
16.08.2017 - 18:36 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

LISTAMANNASPJALL Í HÖMRUM

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði bjóða til listamannaspjalls í Hömrum í kvöld, 16. ágúst 2017.


Í sumar hafa fjölmargir listamenn dvalið í vinnustofunum sem starfræktar eru á tveimur stöðum í bænum, við Aðalstrætið og á Engi og er óhætt að segja að þeir hafi sett svip sinn á bæinn og mannlífið. Áður en gestir vinnustofanna halda aftur til síns heima eða til móts við frekari ævintýri annarsstaðar bjóða þeir gestum að njóta afraksturs vinnu sinnar á Ísafirði með uppákomu sem þessari.


Það er fjölbreyttur og hæfileikum hlaðinn hópurinn sem kemur fram að þessu sinni. Tónlistarhjónin Ásdís Valdimarsdóttir og Michael Stirling laða fram tóna á strengi sína. Rithöfundurinn, sagnfræðingurinn og skáldið Þórunn Jarla Erlu- og Valdimarsdóttir les upp úr óútkomnum verkum og hollenski tónlistarmaðurinn Lucas Kloosterboer flytur nokkur verka sinna.


Spjallið fer fram á íslensku og ensku. Í lokin verður hægt að spyrja listamennina út í verk þeirra. 

Ókeypis er á viðburðinn sem hefst klukkan 20 og er hann öllum opinn.

...
Meira
16.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Áslaug Helgudóttir

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharđsson

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.
Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.
Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3.júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16.september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum. 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.
...
Meira
16.08.2017 - 06:44 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Eyţór Eđvarđsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÖRNEFNASKRÁNING VESTFIRSKRA FJARĐA

Fundur um skráningu örnefna.
Fundur um skráningu örnefna.

Í lok síðasta árs luku Súgfirðingar við skráningu örnefna í Súgandafirði en verkið hafði tekið um tvö ár. Það var Birkir Friðbertsson bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði sem bar hitann og þungann af starfinu en hann lést 5. júní í ár. 

Eyþór Eðvarðsson formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar er mikill áhugamaður um skráningu örnefna og á sunnudagskvöld stóð hann, ásamt fleirum, fyrir fundi í Kaffi Sól í Önundarfirði um skráningu örnefna í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði.


Framundan er því að skrá örnefni næstu fjarða og var áhugi fundarmanna á verkefninu mikill, taka þarf myndir frá fjalli til fjöru og síðan að merkja inn á öll þekkt örnefni. Þau munu svo fara í sameiginlega örnefnaskrá.

...
Meira
15.08.2017 - 19:52 | visir.is,Vestfirska forlagiđ,Stöđ 2,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dynjandisheiđi verđur betri heilsársvegur en Steingrímsfjarđarheiđi

Guđmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerđarinnar á Ísafirđi. Ljósm.: STÖĐ 2/EGILL AĐALSTEINSSON.
Guđmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerđarinnar á Ísafirđi. Ljósm.: STÖĐ 2/EGILL AĐALSTEINSSON.
« 1 af 2 »

Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals.  Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. 


„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir  Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. 

...
Meira
15.08.2017 - 17:15 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

AĐSÓKNARMET SLEGIĐ Á ACT ALONE

Elfar Logi Hannesson og Sigurđur Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
Elfar Logi Hannesson og Sigurđur Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
« 1 af 3 »

Einleikjahátíðinni Act alone lauk á Suðureyri á laugardag. Elfar Logi Hannesson, stjórnandi Act alone, segir að hátíðin hafi tekist með eindæmum vel í ár. „Það sóttu yfir þrjú þúsund manns viðburðina 18 sem voru í boði. Það var fullt hús á fyrsta degi og svo hélt það bara áfram til síðasta dag,“ segir Elfar Logi.


Hann segir aðsóknina vera nýtt „lúxusvandamál“. „Ekki verður félagsheimilið stækkað og við færum okkur ekki í íþróttahúsið, hjarta og sál Act alone er í Félagsheimili Súgandafjarðar og við verðum þar áfram. Svo er ákveðinn sjarmi við það að húsið fyllist og fólk standi eða sitji á gólfinu.“

...
Meira
15.08.2017 - 07:05 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15.8. 1921. For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.


Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.


Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.

...
Meira
14.08.2017 - 18:27 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Upp međ húmorinn: - Séníin í Holti í Önundarfirđi

Frú Ágústa Ágústsdóttir og Séra Gunnar Björnsson á tröppum Flateyrarkirkju í júní 1992. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Frú Ágústa Ágústsdóttir og Séra Gunnar Björnsson á tröppum Flateyrarkirkju í júní 1992. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 5 »

Við skulum nú aðeins gægjast á teikniborðið hjá Vestfirska forlaginu. Þar er nú í smíðum bók sem væntanlega mun hljóta nafnið 100 sannar vestfirskar þjóðsögur í léttum dúr eða eitthvað í þá áttina. Hér er um að ræða úrval úr sagnabanka Vestfirska forlagsins. 
Hér kemur fyrsta sagan og sýnir hún glögglega hvað Vestfirðingar eru miklir húmoristar!


Séra Gunnar Björnsson, fyrrum sóknarprestur í Holti í Önundarfirði, er einn af þeim mönnum sem er margt til lista lagt. Margir segja að hann sé eins og hvert annað séní.


Nú var það hér á árunum, að fjölmiðlar voru að fjalla um þau hjónakornin í Holti af vissum ástæðum. 

...
Meira
13.08.2017 - 20:55 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Gamansemin er beittasta vopniđ

Björn Pálsson frá Löngumýri (1905 - 1996).
Björn Pálsson frá Löngumýri (1905 - 1996).

Árið 1990 gaf Forlagið út bókina -Ég hef lifað mér til gamans- eftir Gylfa Gröndal frá Hvilft í Önundarfirði. Þar rekur Gylfi æviferil Björns á Löngumýri og skráir eftir söguhetjunni. 
Bók þessi ætti að vera skyldulesning allra þingmanna og fleiri. Hvað ber til þess? Jú, bókin lýsir svo skemmtilegum karakter að unun er að lesa. 
Þar ber allt að sama brunni, til dæmis þetta:


„Því er þannig varið með þessar blessuðu stjórnir okkar, að flestir verða fegnir, þegar þær hætta. Fólkið man ekki stundinni lengur hverjir hafa verið ráðherrar og hverjir ekki; þeir þurrkast úr huga almennings á augabragði. Nöfn og ártöl eru að vísu skráð í bækur alþingis, en útilokað er, að nokkurn reki minni til slíks, ráðherrarnir sjálfir eru hinir einu, sem muna eftir þessu. Ég hef oft lýst í vinahópi, hvernig jafnvel bestu menn breytast, þegar þeir verða ráðherrar; þeir reyna að rétta úr hoknum herðum og tylla sér á tá í sífellu, sumir líta jafnvel til himins, eins og helgir menn. Og geispa í tíma og ótíma á þingfundum!“

...
Meira
Eldri fćrslur
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28