A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
09.08.2017 - 12:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Act alone

Dagskrá "Act alone" 2017 á Suðureyri

Suðureyri við Súgandafjörð.
Suðureyri við Súgandafjörð.
« 1 af 2 »

Hin einstaka Act alone verður haldin 14 árið í röð í sjávar-og einleikjaþorpinu Suðureyri 10. - 12. ágúst 2017. Einstök dagskrá fyrir alla aldurshópa og frítt inná alla viðburði. Já, það er ókeyis á allt á Act alone. Leiklist, dans, tónlist,  og alls konar ein stök list. 
Frítt inná alla viðburði. Þökk sé okkar styrktaraðilum. 

Allir viðburðir eru í eða við félagsheimilið nema *

10. ágúst fimmtudagur

Kl.19.00

Fiskismakk og upphafsstef Act alone.

Í boði Íslandsögu

Við hefjum leik með matarlist að hætti einleikjaþorpsins. Enda mikilvægt að seðja maga áður en maður seður huga og lund.

 

Kl.20.00

Fjallkonan. Frumsýning á alíslenskum einleik.

Í boði Fisherman

Sýningartími: 60 mín

Fjallkonan er einleikur eftir leikkonuna og leikstjórann Heru Fjord sem hefur síðustu ár kynnt sér vel sögu langalangömmu sinnar Kristínar Dahlstedt sem fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði. Kristín fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði um matseld og veitingarekstur en kom aftur til Íslands árið 1905 og rak eigin veitinga og gistiheimili í Reykjavík í hálfa öld, oftast undir nafninu Fjallkonan á Laugaveginum. Kristín var mikill frumkvöðull og lét ekki mótlæti stöðva sig en í verkinu speglar Hera sig í lífi langalangömmu sinnar ásamt því að velta fyrir sér sínu eigin lífi.

Leikari/Höfundur: Hera Fjord

Leikstjórn: Hera Fjord og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Framleiðsla: GleymMérEi Productions

Tónlist: Sigrún Harðardóttir

Búningar/Leikmynd: Eva Björg Harðardóttir

Lýsing og Hljóðmynd: Guðmundur Þór Gunnarsson

 

Kl.22.00

Gísli á Uppsölum. Einlægur og áhrifamikill einleikur.

Í boði Íslandsbanka

Sýningartími: 50 mín

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Handrit: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Dramatúrg: Símon Birgisson

Tónlist: Svavar Knútur

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

 

Kl.23.15

Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa*

Sumarróló

Í boði Forlagsins

Sýningartími: 30 mín

Eyrún Ósk Jónsdóttir rithöfundur og leikari flytur ljóð úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra. Ljóðin fjalla um lygar sem fullorðnir segja við börn, hættulega barnaleiki og bernskubrek. Í verkinu fjallar Eyrún á óvæginn hátt um ýmislegt úr eigin bernsku og lætur allt flakka. Verið velkomin á skemmtilega kvöldstund með ljóðskáldinu.

11. ágúst föstudagur

Kl.16.00 – 18.00

Atvinnutækifæri listamanna utan höfuðborgarinnar. Haldið í samstarfi við BÍL.

Þegar fjallað er um atvinnulífið í opinberum skýrslum eða rannsóknum félagsvísindanna koma oftar en ekki í ljós veikleikar sem flestir virðast sammála um að þurfi að lagfæra. Þar er áberandi einhæfni atvinnulífsins, sérstaklega á dreifbýlli svæðum, og lögð áhersla á mikilvægi þess að aukið verði við fjölbreytnina, enda almennt talið að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf sé grundvöllur þess að ungt fólk vilji setjast að á landsbyggðinni.

En viðleitni stjórnvalda til að hafa áhrif á kraftinn og fjölbreytnina í atvinnulífinu hefur ekki skilað ásættanlegum árangri fram til þessa. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa verið kannaðar og undanfarið hefur mátt greina sameiginlegar áherslur stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þar sem horft hefur verið til möguleika nýsköpunar, rannsókna og þróunar. Í því sambandi er oftar en ekki vísað til þess geira atvinnulífsins sem kallaður hefur verið SKAPANDI GREINAR. Listamenn hafa staldrað við framsetningu stjórnvalda á hugmyndum um eflingu SKAPANDI GREINA og telja óljóst hvort LISTIRNAR tilheyri því mengi sem þar er vísað er til. En í öllu falli blasir það við að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf er sameiginlegt viðfangsefni stjórnvalda og atvinnulífsins og í ljósi þess að listamenn bera uppi hluta þess geira sem telst til SKAPANDI GREINA hafa Bandalag íslenskra listamanna og leiklistarhátíðin ACT ALONE ákveðið að efna til málþings þar sem horft verður til listgreinanna sem burðarstoða í fjölbreyttu atvinnulífi og skoðaðir möguleikar listamanna til að starfa á atvinnugrundvelli utan höfuðborgarsvæðisins.

Frummælendur á málþinginu verða Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, Karna Sigurðardóttir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar og Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri. Auk þeirra verða þátttakendur í pallborðsumræðum Halldór  Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi í Reykjavík og Elfar Logi Hannesson leikari og stjórnandi hátíðarinnar Act Alone. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson setur þingið og fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna.

 

Kl.19.30

Hún pabbi. Einstakur einleikur.

Í boði Múrs og stimplunar

Sýningartími: 50 mín

Í nútímasamfélagi eru fjölmörg tækifæri til þess að framleiða „hina fullkomnu“ útgáfu af sjálfum þér. Í veröld internets og samfélagsmiðla er auðvelt að stilla upp glansmynd af eigin sjálfi, laust við erfiðleika, skömm og – kannski sannleika. En það er líka til fólk sem þorir ekki að lifa eftir sannfæringu sinni og framleiðir ímynd sína alla ævi. Ástæður geta verið margar; skömm, ótti eða jafnvel einhvers konar „tillitssemi“ í garð sinna nánustu. Óttinn við að særa og verða öðrum til skammar. Hannes Óli Ágústsson, leikari, upplifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba“ en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum sínum tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét.

Missir, sorg og söknuður blöstu við. Líf þeirra var lygi. Á sama tíma krefst samfélagið þess að aðstandendur styðji ástvini sína, styðji hann – styðji hana – og hjálpi henni að takast á við lífið á nýjan leik.

Leikari : Hannes Óli Ágústsson

Höfundar : Kara Hergils og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Dramatúrg : Andrea Vilhjálmsdóttir

Lýsing ; Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd : Þórdís Erla Zöega

Leikstjóri : Pétur Ármannsson

 

Kl. 21.00

Ferðasaga Guðríðar/ The Saga of Gudridur

Í boði Háskólaseturs Vestfjarða

Sýningartími: 65 mín

Ferðasaga Guðríðar er einleikur þar sem á stórskemmtilegan hátt er sagt frá ævi og ævintýrum hinnar víðförlu og mögnuðu Víkingakonu Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi alla leið til Ameríku í kringum árið 1000. Þetta er saga um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu til að láta drauma sína rætast í heimi þar sem pestir, stríð og draugagangur voru daglegt brauð. Þórunn Erna Clausen leikur allar persónur verksins, karla og konur allt frá Leifi heppna til Guðríðar sjálfrar. Áhorfendur sitja í “hring” og mega eiga von á að fara með leikkonunni í einstakt, hjartnæmt og oft á tíðum sprenghlægilegt ferðalag í gegnum Víkingatímann.

An epic saga of love, courage and war told through traditional storytelling, comedy and music.  The audience is taken on a unique, touching and often hilarious journey through Viking times with Gudridur Thorbjarnardottir a woman who settled in America around the year 1000 and sailed across the Atlantic seven times. The actress Thorunn Erna Clausen plays all the roles in the story.

Leikkona Þórunn Erna Clausen

Leikstjóri María Ellingsen

 

Kl.22.30

Ólöf Arnalds. Einstakir tónleikar.

Í boði Hraðfrystihússins Gunnvarar

Sýningartími: 60 mín

Ólöf Arnalds gaf sína fyrstu sólóplötu árið 2007 sem heitir Við og við og fékk platan frábæra dóma hjá gagnrýnendum. Ólöf Arnalds hefur frá unga aldri sungið og spilað á fiðlur og gítara og gert víðreist með fjölmörgum og ólíkum tónlistarmönnum og hljómsveitum, þ.á.m. Skúla Sverrissyni og múm. Meðal þekktra laga listakonunnar má nefna Surrender, Vinkonur, Vinur minn, Í nýju húsi og Innundir Skinni.

 

Kl.23.45

Uppistand með Þorsteini Guðmundssyni

Í boði Íslandsbanka

Uppistand með Þorsteini Guðmundssyni

Sýningartími 15-45 mín eftir ástandi grínista

Þorsteinn Guðmundsson er einn reyndasti uppistandari landsins og þar að auki stórkostleg manneskja. Hann hefur oftar en ekki bjargað börnum úr bráðum háska, hann er góður við gamalmenni og ófrítt fólk og hann er sá eini sem varaði við fjármálahruninu. Þorsteinn fer um víðan völl í uppistandi sínu, (aðallega vegna þess að hann er ekki alveg búinn að ákveða hvað hann ætlar að tala um), sýnir ráðamönnum enga miskunn, gagnrýnir strætókerfið, hæðist að þeim sem nota skónúmer yfir 45 og fólki sem heldur að eyrnapinnar eyðileggi í þeim heilann. Sýningin er ætluð fullorðnum, ekki vegna þess að hún sé gróf á nokkurn hátt, heldur vegna þess að börn og unglingar hafa mjög takmarkaðan húmor. Í hlutverki Þorsteins Guðmundssonar verður Þorsteinn Guðmundsson.

 

12. ágúst laugardagur

Kl.13.00

Íslenski fíllinn. Einleikin barnasýning.

Í boði Orkubús Vestfjarða

Sýningin er sett upp af Brúðuheimum og Þjóðleikhúsinu

Sýningartími:  45 mínútur

Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Tónlist: Bernd Ogrodnik

Hljóðmynd: Magnús Örn Magnússon

Leikmynd: Bernd Ogrodnik

Búningar: Ólöf Haraldsdóttir

Brúðugerð – brúðuleikur: Bernd Ogrodnik

Handrit: Bernd Ogrodnik, Hildur M. Jónsdóttir

Sögumaður: Hildur M. Jónsdóttir

 

Kl.14.00 – 16.00

Ein stakur markaður. Act alone bolir, bækur og fleira einleikið til sölu.

Allur ágóði markaðarins rennur til Act alone.

 

Kl.14.15

Basketball Jones. Einstakt götusprell.

Í boði Klofnings

Sýningartími: 40 mín

Sýning körfubolta Jones, Basketball Jones Show, sameinar freestyle körfubolta hæfileika, hefðbundnar sirkuslistir og gamanleik. Falleg en umfram allt fyndin sýning fyrir alla aldurshópa.

Samskipti áhorfenda hjálpa til við að gera hverja sýningu einstaka. Einstök stemning myndast á sýningu körfubolta Jones. Eða einsog þeir segja í útlandinu Great balls of fire.

 

Kl. 15.15

Búkolla og brúðumeistarastund. Brúðuleiksýning og námskeið.

Í boði Klofnings

Sýningartími: 50  - 60 mín.

Handbendi Brúðuleikhús, atvinnu(brúðu)leikhús Norðurlands vestra kynnir nýja brúðuleikgerð þjóðsögunnar vinsælu – Búkollu.

Þegar mjólkurkýrin á bænum týnist þarf strákurinn að fara og finna hana. Hann fer um fjöll og dali, og fram á sævibarða kletta. Það sem hann uppgötvar mun breyta lífi hans. Þetta er saga um mikla vináttu, göldrótta kú og hrekkjótt tröll; sögð með handsmíðuðum brúðum.

Að sýningu lokinni verður boðið upp á brúðumeistarastund þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að spreyta sig á að stjórna og ljá brúðunum líf.

Höfundur/Leikari/Brúðumeistari: Greta Clough

 

Kl.16.00

Útvarps einleikir í heimahúsum. Þrjú heimili þrír einleikir.*

Í boði Hótel Ísafjarðar

Túngata 10 (Djúpið), Túngata 12 (Ausa Steinberg), Túngata (Kvöldstund með Ódó)

AUSA STEINBERG - Brynhildur Guðjónsdóttir er í hlutverki Ausu en hún er lítil stúlka, einhverf og haldin sjúkdómi sem mun að lokum draga hana til dauða. Hún segir undan og ofan af ævi sinni, sjúkrahúsvistinni, vangaveltum sínum um dauðann og af áhugamáli sínu, óperum.

Eftir: Lee Hall

Leikari: Brynhildur Guðjónsdóttir

Þýðing: Jón Viðar Jónsson

Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson

Leikstjóri: Inga Bjarnason

 

DJÚPIÐ - Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum. Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Þetta er óður til allra þeirra fjölmörgu, íslensku sjómanna sem í gegnum aldirnar hafa haldið á djúpið

Eftir Jón Atla Jónasson

Leikari: Ingvar E. Sigurðsson

Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikstjóri: Jón Atli Jónasson

Kynnir: Þóra Arnórsdóttir

 

KVÖLDSTUND MEÐ ÓDÓ -  þjóðleg hrollvekja var skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekki hvað síst viðtöl í fjölmiðlum við útrásarvíkinga svokallaða.  Þau viðtöl, fréttir frá heimsbyggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu hins djöfullega óbermis.  

Leikari er Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Tónlist: Bára Grímsdóttir

Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson

Kynnir/Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen

 

Kl.19.00

Maður sem heitir Ove. Einleikurinn sem allir eru að tala um.

Í boði Landsbankans

Sýningartími 75 mín

Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu Fredrik Backman sem notið hefur mikilla vinsælda og svo hefur og einleikurinn gjört.

Leikari: Sigurður Sigurjónsson

Tónlist: Frank Hall

Hljóðmynd: Frank Hall, Kristján Sigmundur Einarsson

Leikmynd/Búningar: Finnur Arnar Arnarson

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson

Leikgerð: Emma Bucht, Johan Rheborg , Marie Persson Hedenius

Þýðing: Jón Daníelsson

Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson

 

Kl.21.00

Kok. Kristín Eiríksdóttir, skáld, les úr samnefndu verki.

Í boði Örnu

Sýningartími: 50 mín

Ljóðabókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur er einstakt listaverk. Skáldkonan Kristín Eiríksdóttir hefur verið mjög afkastamikil á stuttum ferli sínum, sent frá sér ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsögu og leikrit. Kristín er að auki menntaður myndlistarmaður og hefur unnið ljóðin og myndirnar í ljóðaverkinu Kok sem eina heild svo að úr verður óvenju heilsteypt og beinskeytt listaverk um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi.

 

Kl.22.30

Kvöldstund með Eyfa

Í boði Vesturferða

Sýningartími: 60 mín

Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson hefur verið í framvarðarsveit íslenskra dægurlagahöfunda og flytjenda um árabil. Hann hefur sent frá sér 7 sólóplötur á ferlinum og mörg laga hans hafa fest sig í sessi hjá þjóðinni og má þar nefna t.d. „Dagar“, Álfheiður Björk“, „Ég lifi í draumi“, „Ástarævintýri ( á Vetrarbraut )“, „Danska lagið“ „Draumur um Nínu“, „Gott“ og svo mætti lengi telja. Tónleikar Eyfa þykja einkar skemmtilegir enda á hann það til að segja sögur frá uppeldi sínu og úr bransanum, sem þykja með ólíkindum.

 

Kl.24.00

Vera. Einstök danssýning.

Í boði Hamraborgar

Sýningartími: 30-50 mínútur

VERA er dansverk eftir Unu Björgu Bjarnadóttur. Verkið er unnið í nánu samstarfi við tónlistarkonuna Sigrúnu Jónsdóttur. Verkið er unnið í samstarfi við Dansverkstæðið, Skúlagötu. Danssmíðin og tónsmíðin er spuni frá byrjun til enda. Okkur líður stundum berskjölduðum, en það skapar samtal sem felur í sér mikinn sannleik. Líðandi andartak er það eina sem er til.

Dansari og höfundur: Una Björg Bjarnadóttir

Tónlistarkona: Sigrún Jónsdóttir

 

 

AÐGANGUR AÐ ÖLLUM VIÐBURÐUM ER ÓKEYPIS ÞÖKK SÉ OKKAR EINSTÖKU STYRKTARAÐILUM

 

                        Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja Act alone árlega

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31