A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
15.08.2017 - 17:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

AÐSÓKNARMET SLEGIÐ Á ACT ALONE

Elfar Logi Hannesson og Sigurður Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
Elfar Logi Hannesson og Sigurður Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
« 1 af 3 »

Einleikjahátíðinni Act alone lauk á Suðureyri á laugardag. Elfar Logi Hannesson, stjórnandi Act alone, segir að hátíðin hafi tekist með eindæmum vel í ár. „Það sóttu yfir þrjú þúsund manns viðburðina 18 sem voru í boði. Það var fullt hús á fyrsta degi og svo hélt það bara áfram til síðasta dag,“ segir Elfar Logi.

Hann segir aðsóknina vera nýtt „lúxusvandamál“. „Ekki verður félagsheimilið stækkað og við færum okkur ekki í íþróttahúsið, hjarta og sál Act alone er í Félagsheimili Súgandafjarðar og við verðum þar áfram. Svo er ákveðinn sjarmi við það að húsið fyllist og fólk standi eða sitji á gólfinu.“

Hann telur upp þrjár ástæður fyrir því að aðsóknin í ár var svona góð. „Þetta var gott einleikjaár og við vorum með sterkar og þekktar sýningar eins og Maður sem heitir Ove og Hún pabbi. Sú gula var ekki að skemma fyrir okkur og þó að þetta sé innihátíð þá skapast meiri stemmning þegar veðrið er svona gott. Í sumar var heimildarmyndin um hátíðina sýnd á RÚV og hún hefur eflaust ýtt við mörgum. Heimamenn á Suðureyri og í nágrannabyggðarlögunum hafa alltaf verið duglegir að mæta á Act alone en núna tók ég eftir mörgum frá sunnanverðum Vestfjörðum svo við getum rétt ímyndað okkur hverju Dýrafjarðargöngin eiga eftir að breyta fyrir menningarlíf á Vestfjörðum.“

Þrátt fyrir að hafa verið potturinn og pannan í einleikjahátíðinni frá upphafi er Elfar Log hvergi nærri hættur eða farinn að lýjast. „Nú kemur nokkra daga pása og á föstudaginn hefst undirbúningur fyrir næsta ár. Fyrsta umsóknin barst á laugardaginn, en ætli ég bíði ekki fram á föstudag með að svara henni.“


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31