A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
23.08.2017 - 20:23 | Alþingi,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Tuttugu ára saga tafa í Teigsskógi

Teigsskógur. Tafir á aðgerðum ræddar í umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis.
Teigsskógur. Tafir á aðgerðum ræddar í umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis.
„Það var farið yfir stöðuna og hvenær mætti vænta þess að eitthvað færi að hreyfast þarna,“ sagði Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 
Tafir á framkvæmdum við Teigsskóg voru á dagskrá fundar nefndarinnar í gær. Valgerður minnti á að tafir á lagningu vegar um Teigsskóg væru orðnar tuttugu ára löng saga. Hún sagði að fram hefði komið á fundinum að Vegagerðin gerði ráð fyrir að það gæti legið fyrir seinnipart næsta árs hvort og þá hvenær yrði hægt að hefja framkvæmdir.
„Það sem helst er athugavert, að mínu mati, er þessi gríðarmikla töf. Vestfirðingar eru ekki öfundsverðir af vegakerfi sínu. Við erum öll sammála um að eitthvað verði að fara að gerast í þessum málum,“ sagði Valgerður....
Meira
23.08.2017 - 06:51 | Björn Ingi Bjarnason,Fréttablaðið,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Fjölbreytt og spennandi einleikjahátíð í firðinum

Elfar Logi Hannesson og Sigurður Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
Elfar Logi Hannesson og Sigurður Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, skellti sér vestur  til Suðureyrar við Súgandafjörð þar sem einleikjahátíðin Act Alone á heima. 
Sigríður segir frá því sem fyrir augu og eyru bar.

E inleikjahátíðin Act Alone fór fram í fjórtánda skiptið um þarsíðustu helgi á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar eru íbúar um 270, og talan margfaldast á þeim þremur dögum sem viðburðirnir eiga sér stað. Leikarinn Elfar Logi Hannesson er potturinn, pannan og eldurinn undir hátíðinni sem stækkar á hverju ári. Hjarta hátíðarinnar er í félagsheimili þorpsins sem tekur tæplega 200 manns í sæti....
Meira
22.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Úr spegli tímans: - Fjölnir -- Fjölnir -- Heyrirðu í mér Fjölnir? Þingeyrarradíó kallar – yfir! Fyrri hluti

Séra Stefán Eggertsson í talsöðinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en þar var samt mikið rými.
Séra Stefán Eggertsson í talsöðinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en þar var samt mikið rými.
Séra Stefán Eggertsson, sóknarprestur á Þingeyri, er einn af þessum mönnum sem ekki gleymast. Hann skildi eftir sig varanleg spor. Var maður nýrra tíma en tengdi einnig saman gamalt og nýtt. Um hann má segja að hann predikaði á stéttunum engu síður en í kirkjunum sem hann þjónaði. Hann var óþreytandi baráttumaður í slysavarnamálum, samgöngumálum, menntamálum, fjarskiptamálum og bara nefndu það. Flugmál voru honum sérlega hugleikin, enda sá það á í Dýrafirði og víðar.

Ekkert var séra Stefáni óviðkomandi ef verða mátti til að greiða götu sóknarbarna hans og annarra.

  Það var verið að nefna nafnið hans séra Stefáns í Þingeyrarakademíunni í morgun. ...
Meira
21.08.2017 - 20:17 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dýrafjarðargöng: - Ævintýrið í Arnarfirði er byrjað!

Þessar byggingar og sementsturnar fimm hafa risið á örskömmum tíma. Það eru líka vanir menn sem að verkum standa. Göngin verða í landi Rauðsstaða, sem eru í eigu Orkubús Vestfjarða.  Ljósm.: H.S.
Þessar byggingar og sementsturnar fimm hafa risið á örskömmum tíma. Það eru líka vanir menn sem að verkum standa. Göngin verða í landi Rauðsstaða, sem eru í eigu Orkubús Vestfjarða. Ljósm.: H.S.
« 1 af 3 »
Til skamms tíma voru ýmsir farnir að verða vantrúaðir á að Dýrafjarðargöng yrðu nokkurn tíma boruð.

En eins og allir vita er nú undirbúningur að verkinu hafinn og þarf ekki vitnanna við. Allt er komið í „full sving“ hjá verktökunum Suðurverki og Metrostav A. S. 

Við vorum á vettvangi í dag og tókum meðf. myndir. Þær segja sína sögu. Sannleikurinn er sá, að það er með ólíkindum hvað komið er af tækjum og tólum og alls konar húsum og búnaði á svæðið. Farartæki af öllum gerðum og stærðum, vinnuvélar og húsakostur og allt. Ekki er nema von að hreppsnefnd Auðkúluhrepps sé farin að hugsa sér til hreyfings. 

Nánar um það síðar....
Meira
21.08.2017 - 07:09 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Nýtt skólaár hafið við Menntaskálann á Ísafirði

Hildur Halldórsdóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, skálaárið 2017 - 2018. Ljósm.: Júlía Björnsdótir.
Hildur Halldórsdóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, skálaárið 2017 - 2018. Ljósm.: Júlía Björnsdótir.
Nú er nýtt skólaár hafið en skólasetning fór fram á föstudaginn 18. ágúst sl.
Kennsla hefst í dag, mánudaginn 21. ágúst. 
Það var Hildur Halldórsdóttir skólameistari sem setti Menntaskólann á Ísafirðiskólann í 48. sinn. Auk hennar flutti Heiðrún Tryggvadóttir aðstoðarskólameistari nokkur orð og hljómsveitin Between Mountains, sem skipuð er nýnemunum Ásrós Helgu Guðmundsdóttur og Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur, flutti eitt lag.

Á þessu skólaári hefja 48 nýnemar nám við skólann en alls eru nemendur þessa haustönn 254. Fjarnámsnemar eru orðnir 114 og enn er verið að afgreiða umsóknir um fjarnám, en skólinn er eins og undanfarin ár í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni undir merkjum Fjarmenntaskólans. 

Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari, verður í námsleyfi þetta skólaár og mun Hildur Halldórsdóttir leysa hann af....
Meira
21.08.2017 - 07:04 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Náttúrulistasalurinn Ísland: - Er eftir einhverju að bíða?

Heita laugin á Dynjanda sem fáir vita um. Laugarhitinn er um 27 gráður á C. Þær eru margar perlurnar bara á Vestfjörðum! Ljósm.: H. S.
Heita laugin á Dynjanda sem fáir vita um. Laugarhitinn er um 27 gráður á C. Þær eru margar perlurnar bara á Vestfjörðum! Ljósm.: H. S.
Tillögur okkar hér fyrir vestan og margra fleiri um að láta erlenda ferðamenn greiða aðgangseyri að Náttúrulistasalnum Íslandi verða sífellt umhugsunarverðari. Með hverjum deginum sem líður. Fimm þúsund krónur á hvern fullorðinn ferðamann í komugjald til landsins er algjört lágmark. Í hvað skal nota þá fjármuni? Jú, til að greiða fyrir alls konar nauðsynlega þjónustu við ferðamanninn. Og til að forða því að landið fari í svað fyrir stjórnleysi.

Ferðamaðurinn sjálfur skilur þetta miklu betur en við, sbr. skoðanakannanir. Og hlær að okkur....
Meira
20.08.2017 - 10:17 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Vestfirsku Alparnir:- Mörg örnefnin þar eru hreint stórkosleg orðasmíð!

Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

Fleiri en marga grunar hafa áhuga á íslenskum örnefnum. Það sýndi til dæmis sá mikli áhugi sem Þórhallur heitinn Vilmundarson prófessor tendraði og uppvakti hjá þjóðinni hér um árið. Þá hélt hann marga fyrirlestra í stærstu samkomuhúsum fyrir fullum sal um náttúrunafnakenningu sína. Troðfyllti Háskólabíó meira að segja nokkrum sinnum.


   Nú skulum við rifja upp til gamans nokkur náttúru- og bæjanöfn hér í Vestfirsku Ölpunum.


 Byrjum á mótum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna á Langanesi í Arnarfirði:


   Selamannagat, Gíslasker, Urðarhlíð, Dynjandi, Reynihlíð, Snjódalur, Breiðhilla, Fagureyri, Grelutóttir, Mýrarhús, Merargilsbreiða, Auðkúlubót, Tröllakiki, Gónir, Hlaðsbót, Krákudalur, Kaldbakur, Veturlandafjall, Skútabjörg, Stapi, Stapasund, Hrafnabjörg, Lokinhamrar, Tóargil, Fuglberg, Svalvogar, Svalvogahamar, Arnarnúpur. 

...
Meira
20.08.2017 - 10:04 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Mynd dagsins úr vettvangsferð: - Er nema von að menn séu agndofa?

Hér liggja hreppamörk Auðkúluhrepps og Þingeyrarhrepps. Er nema von að slík náttúrusmíð geri þá orðvana sem aldir eru upp á malbiki? Ljósm.: H. S.
Hér liggja hreppamörk Auðkúluhrepps og Þingeyrarhrepps. Er nema von að slík náttúrusmíð geri þá orðvana sem aldir eru upp á malbiki? Ljósm.: H. S.

Myndin var tekin í vettvangsferð nýlega þar sem mætast Þingeyrarhreppur og Auðkúluhreppur í Arnarfirði.


Í Kjartansbók, bls. 7, segir svo:


   „Öll norðurströnd Arnarfjarðar var í Auðkúluhreppi en mörkin milli hans og Þingeyrarhrepps voru við Litlabarð á Svalvogahlíð og „sjónhending þaðan í strengberg milli Hvamms og Tóar.“ 

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31