A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
15.08.2017 - 07:05 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15.8. 1921. For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.

Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.

Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.

Matth­ías var formaður FUS á Ísaf­irði, Sjálf­stæðis­fé­lags Ísfirðinga, Fjórðungs­sam­bands sjálf­stæðismanna á Vest­fjörðum, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Ísaf­irði og sat í miðstjórn flokks­ins. Hann var formaður Útgerðarfé­lags­ins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða, Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Vest­f­irðinga, LÍÚ, í stjórn Fiski­mála­sjóðs, At­vinnu­jöfn­un­ar­sjóðs, Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins, var formaður Byggðastofn­un­ar og rit­stjóri Vest­ur­lands.

Ævim­inn­ing­ar hans, Járn­karl­inn, skráðar af Örn­ólfi Árna­syni, komu út 1993. Matth­ías gaf út ritið Ísland frjálst og full­valda ríki, í til­efni 75 ára af­mæl­is full­veld­is­ins, 1993.

 

Matth­ías lést 28. febrúar 2014.

Morgunblaðið 15. ágúst 2017.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31