A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
20.08.2017 - 08:00 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Mergurinn málsins: - Gamanmál eru nauðsynleg en að baki þeim býr alvara lífs og dauða!

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.
« 1 af 2 »

Sumir líta svo alvarlega á sjálfa sig að þeir eiga erfitt með að fara með gamanmál. Og geta varla fyrirgefið öðrum gamansemina í hinu daglega amstri og kalla slíkt fíflagang. Sem það er auðvitað stundum.


  „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti Vestfirðingur, Eiríkur Kristófersson, skipherra.


   Í einum morgunþætti sínum í vetur á Rás 1 tók Óðinn Jónsson Katrínu Jakobsdóttur á beinið. Voru þau auðvitað að ræða svokölluð stjórnmál. Í lok samtals þeirra sagði Óðinn:


   „Verður maður ekki að reyna að hafa gaman af þessu?“


   Þeirri spurningu hins geðþekka útvarpsmanns svaraði Katrín, sem sumir kalla „fermingarstelpuna“ í heiðursskyni, stutt og laggott:


   „Jú. Guð minn góður! Ef maður gerir það ekki, getur maður bara hætt.“


   

...
Meira
19.08.2017 - 20:47 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

19. ágúst 2017 - Kristinn H. Gunnarsson er 65 ára

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi og Norðvesturkjördæmi, fæddist 19. ágúst 1952. 
Hann er því 65 ára gamall í dag. 
Kristinn hóf stjórnmálaferil sinn í Alþýðubandalaginu. Hann var fyrir flokkinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur á árunum 1982 til ársins 1998. Hann var kjörinn þingmaður Vestfjarðakjördæmis fyrir Alþýðubandalagið árið 1991.
Árið 1998 sagði hann skilið við Alþýðubandalagið, gekk í Framsóknarflokkinn og náði kjöri í kosningum 1999. Síðar gekk hann til liðs við Frjálslynda flokkinn. Kristinn hætti á þingi árið 2009.


Kristinn er ritstjóri hérasfréttablaðsins Vestfirðir.

...
Meira
18.08.2017 - 17:43 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,ruv.is,Vestfirska forlagið

Stærðar langeldur og flóttagöng í Arnarfirði

Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Sextíu metra löng flóttagöng eru meðal þess sem hefur fundist við fornleifauppgröft í Arnarfirði. Þau eru líklega byggð á Sturlungaöld til að forða mönnum frá brennandi húsum.


Stærsti langeldur sem hefur fundist?


Verkefnið Arnarfjörður á miðöldum hófst árið 2011 en það reyndust svo vera landnámsminjar sem hafa komið í leitirnar. Í sumar var opnaður landnámsskáli á Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða og fer fyrir verkefninu: „Það sem við höfum fundið undanfarna daga er mjög stór langeldur, bara með stærstu langeldum sama hafa fundist held ég. - Hvað er hann langur? - Hann er allavega fjórir metrar.“ Ekki er ljóst hversu stór skálinn er en hann er minnst 20 metrar. Á meðan fréttamaður var viðstaddur fannst blá perla til viðbótar við aðra sem fannst í gær: „Miðað við útlitið á skálanum og þessar perlur sem við höfum verið að finna núna þá er þetta frá 10. öld en auðvitað getum við ekki fullyrt fyrr en frekari úrvinnsla fer fram.“


60 metra flóttagöng

...
Meira
18.08.2017 - 17:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

Menntaskólinn á Ísafirði var settur í dag

Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
« 1 af 10 »

48 nýnemar hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði í dag, föstudaginn 18. ágúst 2017, en alls eru nemendur þessa haustönn 254.
Fjarnámsnemar eru orðnir 114 og enn er verið að afgreiða umsóknir um fjarnám, en skólinn er eins og undanfarin ár í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hlutfall starfs- og verknáms er hátt eins og oftast áður í MÍ eða um 36%. 
Auk bóknámsbrauta verða nemendur á 7 starfs- og verknámsbrautum í haust.


Að sögn skólameistara, Hildar Halldórsdóttur munu 16 nemendur hefja nám í húsasmíði en hún verður að þessu sinni kennt í lotubundnu fjarnámi með dagskólakennslu. 
Frá árinu 2014 hefur skólinn boðið upp á skipstjórnarnám í lotubundu fjarnámi í samstarfi við Tækniskólann sem hefur gefist vel og aðsókn í það nám hefur verið góð.


Hildur segir heimavistina vel nýtta og aðeins örfá herbergi laus.

...
Meira
18.08.2017 - 17:27 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

ÁGÚST G. ATLASON LJÓSMYNDARI ER BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR 2017

Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen
Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen

Við hátíðlega athöfn á Suðureyri að kvöldi þess 11. ágúst sl. var Ágúst G. Atlason ljósmyndari tilnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2017.


Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ er tilnefning rökstudd með þessum hætti:


 „Ágúst G. Atlason er ljósmyndari frá Mediaskolerne i Viborg og hefur um nokkurra ára skeið lagt ljósmyndalistinni til hæfileika sína og skrásett á mynd jafnt mannlíf, landslag, veðurfar og mannvirki í bæjarfélaginu og víðar með mikilli natni, svo að víða er tekið eftir.


 Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur að þótt ljósmyndalistinni hafi verið vel sinnt í bæjarfélaginu í gegnum tíðina og að nokkrir þekktustu ljósmyndarar landsins hafi verið og séu úr bæjarfélaginu og hafi skilið eftir sig mikla sögu sem mun varðveitast til framtíðar, hafi Ágúst síst látið sitt eftir liggja þegar kemur að einstökum ljósmyndum úr náttúru og mannlífi Vestfjarða.


 Ágúst hefur næmt auga fyrir fegurðinni sem er í kringum okkur og hefur jafnframt verið afkastamikill við að vekja athygli á henni og á fyrir það skilið sérstaka viðurkenningu sem nefndin veitir hér með með þakklæti auk þess sem Ágúst er hvattur til að halda áfram góðu starfi.“

...
Meira
17.08.2017 - 19:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirðir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 -seinni hluti

Fréttamenn Rúv á Ísafirði þau Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson þann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friðleifsdóttir.
Fréttamenn Rúv á Ísafirði þau Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson þann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friðleifsdóttir.

   Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flutti hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní á fæðingarstað Jón Sigurðssonar, en þá voru liðin 180 ár frá fæðingu hans. Sigurbjörn biskup lagði meðal annars út af því í ræðu sinni, að íslendingar mættu ekki glata sjálfstæði sínu í dansinum kringum gullkálfinn og þjóðin þyrfti að endurmeta Jón Sigurðsson og rifja upp sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Ræða dr. Sigurbjörns var eftirminnileg öllum sem á hlýddu.


     Fjöldi ferðamanna sótti okkur heim í sumar, bæði innlendir og erlendir og er vaxandi skilningur á því hjá heimamönnum, að þjónusta við ferðamenn getur gefið nokkuð í aðra hönd, ef vel er á haldið.


     Olíufélagið hf. og Kaupfélag Dýrfirðinga tóku í notkun stóran og veglegan veitingaskála á Þingeyri og mun hann bæta úr brýnni þörf. Olíufélagið hf. sýndi Íþróttafélaginu Höfrungi þann velvilja að gefa því gamla söluskálann og verður hann notaður sem búningsklefi við íþróttavöllinn á Þingeyri. Gjöf þessa má meta á nokkur hundruð þúsund krónur.

...
Meira
17.08.2017 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hverjir eru bestu vinir Íslands?

Tingnes í Þórshöfn þar sem Landsþing Færeyja hefur aðsetur.
Tingnes í Þórshöfn þar sem Landsþing Færeyja hefur aðsetur.
« 1 af 2 »

Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.


   Korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Kannski áttu þær bara nóg með sig.


   Aftur á móti Færeyingar.

...
Meira
17.08.2017 - 06:41 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirðir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 - fyrri hluti

Finnbogi Hermannsson.
Finnbogi Hermannsson.

  Þetta voru ávarpsorð Svæðisútvarps Vestfjarða í upphafi útsendinga. Margir sjá eftir Svæðisútvarpinu og Finnboga Hermannssyni og mörgum sem með honum störfuðu. Halla Ólafsdóttir, sú góða útvarpskona, heldur uppi merkinu núna og stendur sig afbragðsvel. Spurningin er þessi: Kemur Svæðisútvarpið einhverntíma aftur? 


    Hallgrímur Sveinsson var fréttaritari Útvarps í Þingeyrarhreppi í allmörg ár. Í upphafi árs 1992 flutti hann eftirfarandi pistil í Svæðisútvarpið um annál ársins 1991 úr Þingeyrarhreppi:

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31