A A A
  • 2001 - Gabriel Kristmar
30.10.2017 - 17:29 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

LÝÐHÁSKÓLINN FÆR STYRK OG AUGLÝSIR EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA

Frá Flateyri. Ljósm.: BIB
Frá Flateyri. Ljósm.: BIB

Stjórn félags um lýðháskóla á Flateyri samþykkti á dögunum að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að undirbúa stofnun skólans.

Félagið mun vinna með Fræðslumiðstöð Vestfjarða að málinu en Fræðslumiðstöðin fékk nýlega 5 milljóna kr. framlag frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu til að þróa lýðháskóla. Áður hafði félagið fengið styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til verkefnisins.


Framkvæmdastjóri verður með starfsstöð á Flateyri og vinnur að þróun skólans og undirbúningi. Umsóknarfrestur verður til 1. desember og ráðið í stöðuna frá 15. febrúar 2018.

...
Meira
30.10.2017 - 06:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi,Björn Ingi Bjarnason

Útgáfuhátíð fjögurra bóka

Bókin VItavörðurinn er eftir Súðvíkinginn Valgeir Ómar Jónsson.
Bókin VItavörðurinn er eftir Súðvíkinginn Valgeir Ómar Jónsson.
« 1 af 3 »

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhátíðar fjögurra nýrra bóka í Safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík í kvökd, mánudagskvöldið 30. október 2017.


Höfundarnir sem stíga á stokk eru Þórður Tómasson sem sendir frá sér bókina Um þjóðfræði mannslíkamans, Guðfinna Ragnarsdóttir með bókina Sagnaþættir Guðfinnu, Vestfirðingurinn úr Súðavík, Valgeir Ómar Jónsson, með bókina Vitavörðurinn og Garðar Olgeirsson með bókina Ævintýri Stebba. 


Húsið opnar klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Ókeypis veitingar í boði útgefanda. 

...
Meira
29.10.2017 - 21:03 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,mbl.is,Vestfirska forlagið

Vildi ekki missa kvört­un­ar­rétt­inn

Al­bertína Friðbjörg er ís­firsk­ur fé­lagsland­fræðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd / Karl Eskil Páls­son
Al­bertína Friðbjörg er ís­firsk­ur fé­lagsland­fræðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd / Karl Eskil Páls­son

Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir er Ísfirðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri, en hún mun taka sæti á Alþingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem flokk­ur­inn bætti við sig manni og náði tveim­ur inn á þing. Al­bertína er ekki alls ókunn­ug stjórn­mál­um, en hún sat í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðarbæj­ar á kjör­tíma­bil­inu 2010 til 2014 og sam­hliða því var hún formaður Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga.


„Ég hef verið að stýra fé­lagi sem heit­ir Eim­ur síðasta árið eða svo, verið að vinna með ný­sköp­un og aukna verðmæta­sköp­un í tengsl­um við nýt­ingu á jarðhita. Það er mjög skemmti­legt starf,“ seg­ir Al­bertína, en utan vinnu seg­ist hún hafa gam­an að því að elda góðan mat og eiga góðar stund­ir með vin­um og fjöl­skyldu, auk þess sem hún sé pí­anó­leik­ari.

...
Meira
29.10.2017 - 10:29 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi

« 1 af 2 »

Þrír flokkar fengu tvo þingmenn hver í Norðvesturkjördæmi og tveir til viðbótar einn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn varð flokka stærstur með 24,5 prósent og Framsóknarflokkurinn næststærstur með 18,4 prósent. Þriðji flokkurinn til að fá tvo þingmenn í kjördæminu var Miðflokkur með 14,2 prósent þrátt fyrir að Vinstri-græn fengju 17,8 prósent en einn þingmann. Það skýrist af skiptingu jöfnunarþingsæta milli flokka og kjördæma.


Þrír nýir þingmenn náðu kjöri í Norðvesturkjördæmi. Það eru Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson, Miðflokknum, og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki. Ásmundur Einar Daðason sneri aftur á þing fyrir Framsóknarflokkinn eftir eins árs fjarveru.Teitur Björn Einarsson náði ekki endurkjöri.

...
Meira
28.10.2017 - 08:13 | Vestfirska forlagið,Ísafjarðarbær,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kjörstaðir Ísafjarðarbæjar vegna Alþingiskosninga 2017

Á Þingeyri er kosið í Félagsheimilinu.
Á Þingeyri er kosið í Félagsheimilinu.

Í dag. laugardaginn 28. október 2017, göngum við til Alþingiskosninga. Ísafjarðarbær hvetur auðvitað alla til að nýta þennan rétt sinn.
Eftirfarandi eru kjörstaðir innan Ísafjarðarbæjar:
Kjördeild 1 - 3 eru í Menntaskólanum á Ísafirði
Kjördeild 4 er í Grunnskóla Suðureyrar
Kjördeild 5 er í Grunnskóla Önundarfjarðar
Kjördeild 6 er í Félagsheimilinu Þingeyri

...
Meira
27.10.2017 - 21:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þingeyrarvefurinn fékk "aðdáendabréf"

Við munna Dýrafjarðarganga í Arnarfirði á dögunum. Bjarni G. Einarsson, Hallgrímur Sveinsson og Guðmundur Ingvarsson.
Við munna Dýrafjarðarganga í Arnarfirði á dögunum. Bjarni G. Einarsson, Hallgrímur Sveinsson og Guðmundur Ingvarsson.
« 1 af 2 »

Kæri Hallgrímur, Bjarni og Guðmundur.


Ég les Þingeyrarvefinn daglega mér til fróðleiks og ánægju.


 En mér hlýnaði sérstaklega um hjartarætur að sjá ykkur Bjarna, Guðmund og þig vera að spóka ykkur hjá langþráðum gangnamunnanum í Arnarfirði.


Einar biður kærlega að heilsa ykkur með þessu aðdáendabréfi mínu.


Verið kært kvaddir,


 ykkar einlæg,


Guðrún Edda

...
Meira
27.10.2017 - 06:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Elís R. Helgason - Fæddur 4. jan. 1939. Dáinn 16. okt. 2017 - Minning

Elís R. Helgason (1939 - 2017).
Elís R. Helgason (1939 - 2017).
Elís Rós­ant Helga­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 4. janú­ar 1939. Hann lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 16. októ­ber 2017. 

For­eldr­ar hans voru Huld Þor­valds­dótt­ir, f. 17. mars 1915 í Sval­vog­um í Dýraf­irði, d. 22. nóv­em­ber 2008, og Helgi Sig­urðsson, f. 6. sept­em­ber 1906, d. 19. des­em­ber 1960.


Huld gift­ist Helga Brynj­ólfs­syni, f. á Þing­eyri 6. októ­ber 1918, d. 7. fe­brú­ar 2004 og gekk hann Elísi í föður stað.


Syst­ir Elís­ar sam­feðra er Helga Þór­anna, f. 1944, og syst­ur hans sam­mæðra eru: Unn­ur Ríkey, f. 1949, Sig­ur­borg Þóra, f. 1950, og Marta Bryn­gerður, f. 1954.


Elís kvænt­ist Ingu Guðríði Guðmanns­dótt­ur, f. 18. mars 1941. For­eldr­ar henn­ar voru Guðmann Magnús­son, f. 5. des­em­ber 1908 á Eystri-Dysj­um í Garðahreppi, d. 11. júní 1981, og Úlf­hild­ur Kristjáns­dótt­ir, f. 11. des­em­ber 1911 í Lang­holtsparti í Árnes­sýslu, d. 9. júlí 2003.


Elís og Inga eignuðust fjög­ur börn:

...
Meira
26.10.2017 - 17:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dýrafjarðargöng: - Ævintýrið á Rauðsstöðum í Borgarfirði

Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson staddir við munna Dýrafjarðarganga. Þeir hafa komið mikið við sögu Þingeyrarhrepps í gegnum tíðina. Fá framfaramál hafa þeir látið sér óviðkomandi. Það yrði langur listi ef upp væri settur. Þar á meðal Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S.
Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson staddir við munna Dýrafjarðarganga. Þeir hafa komið mikið við sögu Þingeyrarhrepps í gegnum tíðina. Fá framfaramál hafa þeir látið sér óviðkomandi. Það yrði langur listi ef upp væri settur. Þar á meðal Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Þessa dagana er að hefjast ævintýri að Rauðsstöðum í Borgarfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Þar er auðvitað átt við Dýrafjarðargöng sem ætlunin er að ljúka innan þriggja ára. Komin eru 36 ár síðan farið var að tala um það mál af einhverri alvöru. Í tilefni af því að nú ætla menn að ganga að kjörborðinu, má vel færa fram þakkir til allra stjórnmálamannanna og annarra sem lagt hafa hönd á þennan plóg.


   Við höfum rifjað ýmislegt upp um jörðina Rauðsstaði hér á Þingeyrarvefnum. Þurfa menn ekkert annað en að fara í fréttamagasínið hér á síðunni til að skoða það, ef áhugi er fyrir hendi.


    Um daginn fórum við þrír félagar í kurteisisheimsókn að Dýrafjarðargöngum og í höfðustöðvar Suðurverks og Metrostav innan við Mjólkárvirkjun við frábærar móttökur. 

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31