Auður djúpúðga – sagan öll, - á Sögulofti - frumsýning
Auður djúpúðga – sagan öll, nefnist ný sýning úr smiðju Vilborgar Davíðsdóttur sem verið er að frumsýna á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld, laugardagskvöldið 14. október 2017 og er uppselt á sýninguna.
Þar fer Vilborg með áhorfendur í ferðalag um slóðir Auðar á Bretlandseyjum og segir frá ævintýralegum flótta hennar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands með sjö sonarbörn sín.
Saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi fléttast atburður sem markaði upphaf landnámsins blóði. Sýnt verður fram í nóvember.
Sýningardagar:
2. sýning verður 15. október - uppselt
3. sýning verður 20. október
4. sýning verður 4. nóvember
5. sýning verður 5. nóvember
6. sýning verður 11. nóvember
7. sýning verður 12. nóvember