A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
15.11.2017 - 06:51 | Vestfirska forlagið,Sigríður J. Valdimarsdóttir,Hollvinir Núpsskóla,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

-NÚPSSKÓLI Í DÝRAFIRÐI- UNGMENNA OG HÉRAÐSSKÓLI 1907-1992

Bók með þessu nafni kom út síðastliðið sumar, 110 árum eftir upphaf skólans. Hollvinir Núpsskóla gáfu út. Bókinni hefur nú verið dreift til áskrifenda. 
Í bókinn er rakinn aðdragandi og aðstæður stofnunar Núpsskóla í samhengi við aðra framvindu og stofnun annnarra alþýðskóla 19. og 20. aldar. Rakin er aðkoma frumkvöðlanna, sérstaklega sr. Sigtryggs Guðlaugssonar, Sigurðar Þórólfssonar, Guðmundar Hjaltasonar, Jónasar Jónssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. 
Saga Núpsskóla er sögð eftir tíð hvers skólastjóra og ytri aðstæðum í löggjöf og fræðslumálum almennt. Aðalhöfundur er Aðalsteinn Eiríksson en meðhöfundar kennara- og nemendatals eru Pétur Garðarsson og Ásta Valdimarsdóttir. Allmargar myndir og talnaefni og varðveitt skólaspjöld eru birt í bókinni. 
Bókin er hönnuð og prentuð í Prentmet ehf. , 424 blaðsíður í stóru broti (21x29 cm) og kostar kr. 14.000. Upplagið er 500 eintök. 

...
Meira
14.11.2017 - 20:52 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

Dýrafjarðargöng orðin rúmlega 450 metrar

Þokkalegur gangur var í greftri Dýrafjarðarganga í síðustu viku (viku 45). Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru grafnir 53,8 metrar og að auki unnið við gröft á útskoti sem verður notað sem sandgeymsla. Í lok vikunnar voru göngin orðin 453,9 metrar að lengd.


Unnið við uppsetningu á gámaverkstæði sem Suðurverk mun nota og einnig haldið áfram við að innrétta skrifstofur við munna og tengja vatn og frárennsli. Vírar strengdir frá sementssílóum og í steypt ankeri til að stífa sílóin af.

...
Meira
14.11.2017 - 07:01 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,ruv.is,Vestfirska forlagið

Magnús Þór ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
« 1 af 2 »

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Magnús sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og leiddi lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar fyrir rúmum tveimur vikum. Hann náði ekki kjöri.


Flokkur fólksins greinir frá ráðningunni á Facebook og segir að Magnús muni starfa náið með þingflokknum. Áður hafði Ólafur Ísleifsson verið kosið formaður þingflokksins. Jafnframt frá því í Facebook-færslunni að flokkurinn hafi fengið úthlutað þingflokksherbergi en skrifstofum verði hins vegar ekki úthlutað fyrr en ljóst verði hvaða flokkar myndi ríkisstjórn.

...
Meira
13.11.2017 - 22:39 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

Þuríður Ein­ars­dótt­ir.
Þuríður Ein­ars­dótt­ir.

Þuríður Ein­ars­dótt­ir, oft­ast nefnd Þuríður formaður, fædd­ist árið 1777 á Stétt­um í Hrauns­hverfi á Eyr­ar­bakka. For­eldr­ar henn­ar voru Ein­ar Ei­ríks­son, bóndi þar, og k.h. Helga Bjarna­dótt­ir.


Þuríður bjó í for­eldra­hús­um þar til hún varð 25 ára göm­ul. Hún byrjaði að róa á vor­vertíð hjá föður sin­um 11 ára göm­ul og gerðist full­gild­ur há­seti á vetr­ar­vertíð hjá Jóni í Mó­hús­um, þá rúm­lega tví­tug að aldri. Hún fékk leyfi frá sýslu­manni til að klæðast karl­manns­föt­um og klædd­ist ekki kven­manns­föt­um eft­ir það.


Síðan bjó hún í Stokks­eyr­ar­hverfi, lengst af á Götu og var formaður þar, fyrst á vor- og haust­vertíð, síðan á vetr­ar­vertíðum. Hún flutti á Eyr­ar­bakka 1830 og bjó þar til æviloka að und­an­skild­um ár­un­um 1840-1847 þegar hún dvald­ist við versl­un­ar­störf í Hafnar­f­irði. Fyrsta ára­tug­inn sem hún bjó á Eyr­ar­bakka var hún formaður í Þor­láks­höfn á vetr­ar­vertíðum og stýrði át­tær­ingi og aflaði vel. Hún var lengst af sjálfr­ar sín, ým­ist við smá­búhok­ur eða sem hús­kona á Skúms­stöðum þar til sein­ustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveit­ar­styrk.

...
Meira
13.11.2017 - 20:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Ólína Þorvarðar fjallar um Gullkistuna

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur bókarinnar -Við Djúpið blátt- sem er Árbók Ferðafélags Íslands 2017.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur bókarinnar -Við Djúpið blátt- sem er Árbók Ferðafélags Íslands 2017.
Á morgun, þriðjudaginn 14. nóvember 2017, flytur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir erindið „Gullkistan Djúp. Þróun byggðar og mannlífs við Ísafjarðardjúp“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafns Íslands. Þetta er fimmti fyrirlestur þessa haustmisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. 

Ísafjarðardjúp hefur stundum verið nefnt Gullkistan vegna þeirra miklu náttúrugæða sem þar er að hafa, ekki síst verðmæta fiskveiðiauðlind. Við Ísafjarðardjúp hafa búið höfðingjar og stjórbændur um aldir og þar reis eitt stærsta verslunarveldi á Íslandi um miðja 19du öld. Á síðustu áratugum hafa þó orðið mikil umskipti á aðstæðum og atvinnuskilyrðum við Ísafjarðardjúp þar sem sveitir hafa lagst í eyði og fólksfækkun verið viðvarandi bæði í sveitum og þéttbýli....
Meira
12.11.2017 - 10:35 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Eftirherman og orginalinn í Iðnó í kvöld

Fé­lag­ar. Jó­hann­es Kristjáns­son og Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, fylla sali af hlátri og skemmt­an víða um land. — Ljósm.:Morg­un­blaðið/​Hari
Fé­lag­ar. Jó­hann­es Kristjáns­son og Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, fylla sali af hlátri og skemmt­an víða um land. — Ljósm.:Morg­un­blaðið/​Hari
« 1 af 2 »
Í kvöld, sunnu­dags­kvöldið 12. nóvember 2017, koma Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, og Jó­hann­es Kristjáns­son skemmtikraft­ur fram sam­an í Iðnó í Reykjavík kl. 20 og eru þar með dag­skrána Eft­ir­herm­an og org­ina­l­inn. Fyrsta sýn­ing þeirra fé­laga var í apríl og nú eru þær orðnar rúm­lega 30.

„Síðustu mánuðir hafa verið mikið æv­in­týri. Við fé­lag­arn­ir höf­um farið um allt land og hvarvetna fengið full­an sal af fólki og góðar mót­tök­ur. Gjarn­an mynd­ast mik­il stemn­ing,“ seg­ir Guðni.


Skemmti­leg­ar sög­ur


Um þess­ar mund­ir eru 40 ár síðan Jó­hann­es Kristjáns­son kom fyrst fram á sviði til að skemmta. „Íslend­ing­um finnst gam­an að segja sög­ur og við Guðni kom­um báðir úr slíku um­hverfi. Dag­skrá okk­ar er í grunn­inn sögu­stund; mest hermi ég eft­ir þjóðfræg­um mönn­um sem fylla sal­inn af hlátri og skemmt­an. Og skemmti­leg­ar sög­ur spretta alls staðar fram,“ seg­ir Jó­hann­es.

 

...
Meira
10.11.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

Matthías Jochumsson (1835 - 1920).
Matthías Jochumsson (1835 - 1920).
Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði, sonur Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Þóra var systir Guðmundar, pr. á Kvennabrekku, föður Ásthildar, móður Muggs, og föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.

Foreldrar Matthíasar bjuggu við barnaómegð og gestanauð á harðæristímum og fór því Matthías til vandalausra 11 ára. Hann var til sjós og í vinnumennsku og sinnti verslunarstörfum í Flatey þar sem hann kynntist fólki sem kom honum til mennta. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum þrítugur að aldri.


Matthías var prestur á Kjalarnesi en þar missti hann fyrstu og aðra eiginkonu sína með stuttu millibili. Hann sagði þá af sér prestsskap, fór utan og varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Eftir að Matthías giftist þriðju konu sinni var hann prestur að Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en síðan á Akureyri.

...
Meira
09.11.2017 - 06:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Átta nýjar bækur koma út á þessu ári!

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu komu út þrjár. Samtals átta! Bækurnar eru þessar.


100 Vestfirskar gamansögur


Hallgrímur Sveinsson tók saman


Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið. 
Verð: 2,800 kr.

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28