-NÚPSSKÓLI Í DÝRAFIRÐI- UNGMENNA OG HÉRAÐSSKÓLI 1907-1992
Í bókinn er rakinn aðdragandi og aðstæður stofnunar Núpsskóla í samhengi við aðra framvindu og stofnun annnarra alþýðskóla 19. og 20. aldar. Rakin er aðkoma frumkvöðlanna, sérstaklega sr. Sigtryggs Guðlaugssonar, Sigurðar Þórólfssonar, Guðmundar Hjaltasonar, Jónasar Jónssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar.
Saga Núpsskóla er sögð eftir tíð hvers skólastjóra og ytri aðstæðum í löggjöf og fræðslumálum almennt. Aðalhöfundur er Aðalsteinn Eiríksson en meðhöfundar kennara- og nemendatals eru Pétur Garðarsson og Ásta Valdimarsdóttir. Allmargar myndir og talnaefni og varðveitt skólaspjöld eru birt í bókinni.
Bókin er hönnuð og prentuð í Prentmet ehf. , 424 blaðsíður í stóru broti (21x29 cm) og kostar kr. 14.000. Upplagið er 500 eintök.
...
Meira