A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
12.12.2017 - 15:40 | Ísafjarðarbær,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Átak, hverfisráð Dýrafjarðar

Aðalfundur Átaks 14. desember 2017

Aðalfundur íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Dýrafjarðar, verður haldinn í Blábankanum á Þingeyri fimmtudaginn 14. desember 2017 klukkan 20.00.


Allir íbúar 18 ára og eldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundum Átaks og eru hvattir til að mæta.


Dagskrá:

...
Meira
12.12.2017 - 09:55 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kafli úr bókinni -Vestfirðingar til sjós og lands-

Davíð H. Kristjánsson í mokfiskiríi á Hornsmiði út af Höfðaoddanum í Dýrafirði sumarið 1998. Tekið skal fram, að Davíð var einn af sægreifum þessa lands er myndin var tekin. Fiskaði vel í soðið ásamt meðútgerðarmanni sínum, Andrési G. Jónassyni frá Lokinhömrum. Ljósm.: Davíð Davíðssom.
Davíð H. Kristjánsson í mokfiskiríi á Hornsmiði út af Höfðaoddanum í Dýrafirði sumarið 1998. Tekið skal fram, að Davíð var einn af sægreifum þessa lands er myndin var tekin. Fiskaði vel í soðið ásamt meðútgerðarmanni sínum, Andrési G. Jónassyni frá Lokinhömrum. Ljósm.: Davíð Davíðssom.

Mýrahreppur 


Davíð H. Kristjánsson:


Halldór Kiljan Laxness heimsækir Dýrfirðinga:


     -Gott betur, gott betur-


      Ritstörf og athafnir Nóbelsskáldsins, Halldórs Kiljans Laxness, voru mikið til umræðu á síðastliðnu ári, dánarári hans. Fyrir mér rifjast upp sagnir sem ég heyrði þegar ég var barn og voru af heimsókn Halldórs Kiljan Laxness á bernskuheimili mitt einhverntíma á árunum rétt eftir 1930, en þá var ég í frumbernsku og man því ekki sjálfur atburði þá sem hér verður sagt frá, en faðir minn, Kristján Davíðsson, bóndi í Neðri-Hjarðardal, hafði á orði og Valgeir Jónsson, bóndi á Gemlufalli, staðfesti síðar og jók nokkru við.

Á vegum Vilmundar kom svo Halldór í Neðri-Hjarðardal og gisti í eina nótt eða ef til vill fleiri.

...
Meira
11.12.2017 - 09:45 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ný bók frá Vestfirska forlaginu

Út er komin bókin Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestanHallgrímur Sveinsson tók saman.


Bókin hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.


   Margir telja að Vestfirðingar séu að sumu leyti svolítið öðruvísi en aðrir landsmenn. Má vel merkja það í þessari bók. Nægir þar að nefna kraft þeirra, áræði og ósérhlífni að ógleymdri hjálpseminni. Manngildið frekar metið í dugnaði en peningum. Og gamansemin er þeirra lífselexír. Svo segja sumir gárungar að þegar Vestfirðingar eru hættir að geta rifið kjaft, séu þeir endanlega búnir að vera. En það er nú kannski ofsagt! 

...
Meira
07.12.2017 - 07:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).
Jón Sigurðsson (1811 - 1879).
« 1 af 2 »
Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára, þann 7. desember 1879.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.

...
Meira
05.12.2017 - 20:39 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

DÝRAFJARÐARGÖNG: - 72,8 METRAR Í VIKU 48

Í síðustu viku voru grafnir 72,8 m í Dýrafjarðargöngum. Heildarlengd ganganna í lok viku 48 var 662,7 m sem er 12,5% af heildarlengd ganganna. Alla vikuna var grafið í gegnum samskonar basalt og var í síðustu viku. Á nokkrum stöðum lekur aðeins af vatni inn í göngin í gegnum sprungur eða drenholur.


Klöppin er nokkuð góð og því er öllu efni úr göngunum keyrt á haugsvæði þar sem það verður geymt til síðari nota þegar unnið verður í efri lögum nýja vegarins sem kemur utan ganga og í sjálfum göngunum en þörf er á sterkara bergi eftir því sem ofar kemur í sniði vegarins.

...
Meira
04.12.2017 - 06:26 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Alþingi

4. desmber 2017 - 156 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

Hannes Hafstein (1861 - 1922).
Hannes Hafstein (1861 - 1922).
« 1 af 2 »

Hannes Hafstein (Hannes Þórður)


Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.


For.:
Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir.
Kona.
(15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar.
Börn:
Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).

      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.

...
Meira
03.12.2017 - 09:59 | Þingeyrarkirkja,Vestfirska forlagið,Hildur Inga Rúnarsdóttir,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sérrit um Þingeyrarkirkju úr ritröðinni Kirkjur Íslands

Í sumar kom út bókin Kirkjur Íslands – friðaðar kirkjur á Vestfjörðum.

Samhliða því var gefið út sérrit um Þingeyrarkirkju, sem er nú fáanlegt hjá sóknarnefnd. Eintakið kostar 1.500 kr. 

Áhugasamir geta haft samband við: Þorbjörgu Gunnarsdóttur í síma 893 2445 eða Berg Torfason í síma 894 6332...
Meira
02.12.2017 - 09:41 | Vestfirska forlagið,Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þormóðsslysið: - Skipbrot á Garðskagaflös

Brott­för. Teikn­ing Jó­hanns Jó­hanns­son­ar af því er Þormóður legg­ur úr höfn á Bíldu­dal síðla næt­ur þriðju­dag­inn 16. fe­brú­ar 1943. Mynd­in er byggð á lýs­ing­um sem fram koma í sjó­dóms­bók­um og blaðagrein­um. — Tekn­ing/​Jó­hann Jó­hanns­son
Brott­för. Teikn­ing Jó­hanns Jó­hanns­son­ar af því er Þormóður legg­ur úr höfn á Bíldu­dal síðla næt­ur þriðju­dag­inn 16. fe­brú­ar 1943. Mynd­in er byggð á lýs­ing­um sem fram koma í sjó­dóms­bók­um og blaðagrein­um. — Tekn­ing/​Jó­hann Jó­hanns­son
« 1 af 3 »
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin -Allt þetta fólk- sem segir frá því er vélskipið Þormóður frá Bíldudal fórst út af Garðskaga 18. febrúar 1943 og með því 31 farþegi og skipverjar, flestir frá Bíldudal, en í hópnum voru sex hjón og pör frá Bíldudal. 
Jakob Ágúst Hjálmarsson ritaði bókina að hvatningu úr hópi þeirra 56 barna sem fólkið lét eftir sig.

Lagt af stað


Það er logndrífa svo ekki sér yfir í Bilt­una hinu­meg­in Bíldu­dals­vogs­ins. Hús­in sem kúra á Búðareyr­inni eru snævi þakin og það log­ar á götu­lýs­ing­unni í rökkr­inu. Það er kom­inn 16. fe­brú­ar en dög­un er enn ekki í nánd. Það marr­ar þungt í snjón­um á þess­ari stuttu leið niður á bryggju. Þar ligg­ur Þormóður við bryggju­haus­inn. Það tókst að fá hann inn á Bíldu­dal og þeir ætla að taka fólk með. Það eru svo marg­ir sem þurfa að kom­ast suður....
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28