Úr nýju bókinni 100 Vestfirskar gamansögur: - „Ég hef alltaf verið svag fyrir þessari konu“
Á Nýja-Þór flutti ég oft forsetahjónin, herra Ásgeir Asgeirsson og frú Dóru Þórhallsdóttur, þegarþau heimsóttu byggðir landsins. Í einni slíkri ferð er Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsavík, meðal gesta og nýtur sín vel í hópi höfðingjanna. Í fylgd með forsetahjónunum er meðal annarra Henrik Sv. Björnsson sem þá var forsetaritari.
Í kvöldboði um borð birtist sýslumaðurinn í fullum skrúða og er með tvö heiðursmerki í barminum: fálkaorðuna og stórriddarakrossinn. Nú eru reglurnar þær að þegar menn fá stórriddarakrossinn eiga þeir að skila fálkaorðunni aftur, en yfirvaldinu hafði bersýnilega láðst að gera það. Ég tek Júlíus afsíðis og bendi honum á þessi leiðu mistök.
Hér er sjálfur forsetinn og Henrik Sv. Björnsson, hvísla ég að honum. Þeir taka áreiðanlega eftir þessu.
Þá brosir Júlíus út undir eyru og segir: Forsetinn? Og hann Henrik? Þeir hafa sko ekkert vit á þessu!
...Meira