A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
04.11.2017 - 20:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Úr nýju bókinni 100 Vestfirskar gamansögur: - „Ég hef alltaf verið svag fyrir þessari konu“

Á Nýja-Þór flutti ég oft forsetahjónin, herra Ásgeir Asgeirsson og frú Dóru Þórhallsdóttur, þegarþau heimsóttu byggðir landsins. Í einni slíkri ferð er Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsavík, meðal gesta og nýtur sín vel í hópi höfðingjanna. Í fylgd með forsetahjónunum er meðal annarra Henrik Sv. Björnsson sem þá var forsetaritari.


   Í kvöldboði um borð birtist sýslumaðurinn í fullum skrúða og er með tvö heiðursmerki í barminum: fálkaorðuna og stórriddarakrossinn. Nú eru reglurnar þær að þegar menn fá stórriddarakrossinn eiga þeir að skila fálkaorðunni aftur, en yfirvaldinu hafði bersýnilega láðst að gera það. Ég tek Júlíus afsíðis og bendi honum á þessi leiðu mistök.


   Hér er sjálfur forsetinn og Henrik Sv. Björnsson, hvísla ég að honum. Þeir taka áreiðanlega eftir þessu.


   Þá brosir Júlíus út undir eyru og segir: Forsetinn? Og hann Henrik? Þeir hafa sko ekkert vit á þessu!

...
Meira
04.11.2017 - 14:36 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

Jón Ólafs­son fædd­ist 4. nóv­em­ber 1593. For­eldr­ar hans voru Ólaf­ur Jóns­son, bóndi á Svart­hamri í Álftaf­irði, og k.h. Ólöf Þor­steins­dótt­ir. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eft­ir því sem hann sjálf­ur seg­ir.

Jón er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir reisu­bók sína um dvöl sína í Kaup­manna­höfn og ferð sína til Ind­lands, sem hann skrifaði um 1661. Frá­sögn­in skipt­ist í tvo meg­in­hluta og grein­ir sá fyrri frá dvöl hans í Dan­mörku og ferðinni til Sval­b­arða, en hinn síðari lýs­ir Ind­lands­ferð hans. Þriðja hlut­an­um er bætt við eft­ir dauða Jóns og grein­ir hann frá ævi Jóns eft­ir heim­kom­una til Íslands.


Árið 1615 kom Jón sér um borð í enskt skip og samdi við skip­stjór­ann um far til Eng­lands. Þaðan lá leið hans til Dan­merk­ur þar sem hann gerðist byssu­skytta á her­skip­um Kristjáns IV. Dana­kon­ungs. 

...
Meira
04.11.2017 - 07:43 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þetta gerðist: 4. nóvember 1888 fauk Hrafnseyrarkirkja

Hrafnseyrarkirkja. Ljósm.: BIB
Hrafnseyrarkirkja. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Þann 4. nóvember 1888 fauk tveggja ára gömul kirkja á Hrafnseyri við Arnarfjörð af grunni, fór yfir nokkur leiði „en kom svo aftur niður alheil og óskemmd,“ sagði í Ísafold. 

Hún er enn í notkun.

...
Meira
03.11.2017 - 17:53 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ólafur Hörður Sigtryggsson - Fæddur 17. mars 1934 - Dáinn 24. okt. 2017 - Minning

Ólafur Hörður Sigtryggsson (1934 - 2017)
Ólafur Hörður Sigtryggsson (1934 - 2017)
Ólaf­ur Hörður stál­skipa­smiður fædd­ist að Núpi við Dýra­fjörð 17. mars 1934. Hann lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 24. októ­ber 2017.

Ólaf­ur Hörður var son­ur hjón­anna Kristjönu Vig­dís­ar Jóns­dótt­ur, f. 23. nóv­em­ber 1904, d. 1. maí 1984, og Sig­tryggs Krist­ins­son­ar, f. 18. nóv­em­ber 1896, d. 19. des­em­ber 1972. 
Bræður Harðar eru: 
1) Gunn­ar Jón, f. 3. fe­brú­ar 1928, d. 10. fe­brú­ar 2002, maki Guðbjörg Svan­hild­ur Jóns­dótt­ir, f. 27.11. 1930. 
2) Kristján, f. 8.6. 1931, maki Sigrún Guðmunds­dótt­ir, f. 3.10. 1931. 
3) Krist­inn Gils, f. 2.2. 1944.


Hörður kvænt­ist Þór­unni Mel­steð Har­alds­dótt­ur.
Dæt­ur þeirra eru: 

...
Meira
02.11.2017 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Átta nýjar bækur koma út á þessu ári!

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan
Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan
« 1 af 3 »

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu komu út þrjár. Samtals átta! Bækurnar eru þessar.


100 Vestfirskar gamansögur


Hallgrímur Sveinsson tók saman


Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið. 

...
Meira
01.11.2017 - 06:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Jakob Ágúst Hjálmarsson,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrafnseyrargöng: - Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Ég ók á leið minni um Vest­f­irði um dag­inn út Arn­ar­fjörð og sá hvar kom­inn var munni nýrra jarðganga þar. Ég fagna þess­um fram­kvæmd­um og vænt­an­leg­um vega­bót­um á Dynj­and­is­heiði og jafn­vel í Suður­fjörðum. Mér finnst vega­gerð yf­ir­leitt og sér­stak­lega ganga­gerð vera mik­il­væg­ur þátt­ur land­náms á Íslandi og með því búið í hag­inn fyr­ir ókomn­ar kyn­slóðir.

Ég hef séð með eig­in aug­um hversu mjög Vest­fjarðagöng­in hafa breytt byggðafor­send­um í Ísa­fjarðar­sýsl­um, opnað landið og greitt sam­göng­ur til aðfanga, út­flutn­ings og menn­ing­ar­sam­skipta. Og því veit ég að göng­in nýju eiga eft­ir að valda stór­felld­um um­bót­um.


En sem ég ók út Hrafns­eyr­ar­hlíðina þá hugsaði ég að nú vær­um við að víkja vegi frá menn­ing­arstaðnum mesta sem við eig­um vestra, sjálfri Hrafns­eyri, fæðing­arstað þjóðhetj­unn­ar Jóns Sig­urðsson­ar og bú­stað Hrafns Svein­bjarn­ar­son­ar, land­námsstaðar­ins þar sem Grelöð fann forðum ilm úr grasi.

...
Meira
Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi á Þingeyri. Ljósm.: H. S.
Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi á Þingeyri. Ljósm.: H. S.

-Hvernig líst þér á úrslit alþingiskosninganna?


-Nú veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja.


-Hvers konar ríkisstjórn heldur þú að taki við?


-Ég held það verði þriggja flokka stjórn. Íhaldið, Viðreisn og annaðhvort Björt framtíð eða Samfylking.


-Tekur þetta langan tíma heldurðu?


 -Mér kæmi ekki á óvart þó þeir verði ekki búnir að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramót. Þá vísa ég til ástandsins sem oft er á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Það er margt líkt með ástandinu sem oft er þar og er hjá okkur núna.

...
Meira
31.10.2017 - 05:41 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Hljómsveitinni Between Mountains

LEITA AÐ AUKALEIKURUM Í TÓNLISTARMYNDBAND

Hljómsveitinni Between Mountains.
Hljómsveitinni Between Mountains.

Þær stöllur Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Suðureyri og Ásrós Helga Guðmundsdóttir frá Núpi í Dýrafirði í hljómsveitinni Between Mountains halda ótrauðar áfram á tónlistarbrautinni og nú er verið að framleiða tónlistarmyndband við lagið „Into the Dark“. Það er Haukur Björgvinsson hjá Sagafilm sem leikstýrir myndabandinu en framleiðandi er Chanel Björk og segir hún að mikill metnaður sé lagður í myndbandið.


Upptökur fara fram á Vestfjörðum helgina 9.-12. nóvember n.k. og nú leita þær Katla Vigdís og Ásrós Helga að aukaleikurum á aldrinum 6 til 80 ára og vilja þær sjá sem flesta vestfirsk andlit í myndbandinu.

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28