A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
12.11.2017 - 10:35 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Eftirherman og orginalinn í Iðnó í kvöld

Fé­lag­ar. Jó­hann­es Kristjáns­son og Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, fylla sali af hlátri og skemmt­an víða um land. — Ljósm.:Morg­un­blaðið/​Hari
Fé­lag­ar. Jó­hann­es Kristjáns­son og Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, fylla sali af hlátri og skemmt­an víða um land. — Ljósm.:Morg­un­blaðið/​Hari
« 1 af 2 »
Í kvöld, sunnu­dags­kvöldið 12. nóvember 2017, koma Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, og Jó­hann­es Kristjáns­son skemmtikraft­ur fram sam­an í Iðnó í Reykjavík kl. 20 og eru þar með dag­skrána Eft­ir­herm­an og org­ina­l­inn. Fyrsta sýn­ing þeirra fé­laga var í apríl og nú eru þær orðnar rúm­lega 30.

„Síðustu mánuðir hafa verið mikið æv­in­týri. Við fé­lag­arn­ir höf­um farið um allt land og hvarvetna fengið full­an sal af fólki og góðar mót­tök­ur. Gjarn­an mynd­ast mik­il stemn­ing,“ seg­ir Guðni.

 

Skemmti­leg­ar sög­ur

Um þess­ar mund­ir eru 40 ár síðan Jó­hann­es Kristjáns­son kom fyrst fram á sviði til að skemmta. „Íslend­ing­um finnst gam­an að segja sög­ur og við Guðni kom­um báðir úr slíku um­hverfi. Dag­skrá okk­ar er í grunn­inn sögu­stund; mest hermi ég eft­ir þjóðfræg­um mönn­um sem fylla sal­inn af hlátri og skemmt­an. Og skemmti­leg­ar sög­ur spretta alls staðar fram,“ seg­ir Jó­hann­es.

 

 

Vig­dís er vænt­an­leg

Guðni seg­ir það vera hápunkt að kom­ast á fjal­irn­ar í Iðnó, þar sem þeir fé­lag­ar skemmta 12. og 22. nóv­em­ber og 7. og 18. des­em­ber.

 

„Iðnó er Mekka leik­list­ar­inn­ar og þar hafa verið færðar á svið marg­ar sýn­ing­ar sem hafa end­ur­speglað sam­fé­lag hvers tíma. Iðnó er fræg­asta leik­hús okk­ar Íslend­inga; sjálf höll­in, enda bjóðum við drottn­ing­unni, Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra og for­seta Íslands. Hún er vænt­an­leg 22. nóv­em­ber,“ seg­ir Guðni sem á sín­um yngri árum tók þátt í upp­færslu á leik­sýn­ing­um á Suður­landi, m.a. Gullna hliðinu og Ný­árs­nótt­inni. „Leik­list­in var mik­ill skóli þar sem ég hristi af mér feimni og lærði að standa á sviði. Sá skóli reynd­ist mér vel í stjórn­mál­un­um,“ seg­ir Guðni.

Morgunblaðið.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30