06.11.2017 - 22:06 | Þórhallur S Gjöveraa,Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Breski togarinn Crusader H 5 á strandstað nokkru innan við þorpið á Flateyri í Önundarfirð og rétt innan við Hvilfti í nóvember 1912. Lengst til vinstri er bærinn Hóll á Hvilftarströnd. (C) Handels & Söfart museets.dk
Mikið ofsaveður gekk yfir Vestfirði 6. nóvember árið 1912, sem stóð stutt yfir.
Í kjölfar þess, leituðu margir togarar í var inn á firðina og lágu þar við akkeri á meðan veðurofsinn gekk yfir. Þrír þeirra, breskir, slitnuðu upp og ráku á land í Önundarfirði. Tveir þeirra komust á flot á næsta flóði, en sá þriðji, Hulltogarinn Crusader H 5 sat fastur rétt innan við þorpið á Flateyri.
Björgunarskipið Geir var sent vestur til aðstoðar togaranna. Náði Geir að draga Crusader á flot þremur dögum síðar. Töluverðar skemmdir höfðu orðið á togaranum við strandið, sem gert var við til bráðabirða á Flateyri og dró síðan Geir togarann til Reykjavíkur....
Meira