A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
02.12.2017 - 09:08 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur.

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli. Hann lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.

...
Meira
01.12.2017 - 21:32 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.
Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.
Í dag, 1. desember 2017, minnist íslenska þjóðin að 99 ára eru frá fullveldi Íslands. 
Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. 
Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag....
Meira
30.11.2017 - 09:22 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Þingeyrarakademían

Frá Þingeyrarakademíunni: - Heilræði til Alþingis og ríkisstjórnar

Þingeyrarakademían.
Þingeyrarakademían.

Þingeyrarakademían tekur sterklega undir með þeim sem segja að  gera eigi eldra fólki mögulegt að halda heimili eins lengi og það óskar og getur. Það er öllum til heilla. En til þess þarf vel skipulagða heimilishjálp sem dugar. Þar á enginn að vera útundan.


   Segjum sem svo, að 500 manns yrðu ráðnir í fullt starf til að styðja við aldraða á heimilum þeirra vítt og breytt um landið, í viðbót við þá starfsmenn sem fyrir eru. Ef reiknað væri með 10 milljónum kr. á hvern starfsmann í launum og launatengdum gjöldum á ári, mundi það þýða 5 milljarða útgjöld. Hluti af þessum fjármunum skilar sér aftur strax í ríkis-og sveitarsjóði með sköttum.

...
Meira
28.11.2017 - 20:21 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

VÍSINDADAGAR Í MENNTASKÓLANUM Á ÍSAFIRÐI

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
« 1 af 2 »

Dagana 29. – 30. nóvember 2017 verða Vísindadagar haldnir í Menntaskólanum á Ísafirði. Hefðbundið skólastarf verður þá brotið upp m.a. með kynningum og sýningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem farið hefur fram í skólanum.


Boðið verður uppá stuttmyndir sem nemendur hafa gert og byggðar eru á hinu stórskemmtilega kvæði Þrymskviðu og skáldsögunni Bjarna – Dísu, tölvuleiki sem nemendur hafa forritað sjálfir, Vestfjarðakort sem sýnir framtíðarsýn nemenda á möguleikum sem snúa að endurnýjanlegri orku, rannsókn á áhrifum hreyfingar á skammtímaminni, kynningarmyndbönd og  kynningar á verkefnum nemenda í námsgreinum. Nemendafélagið mun einnig verða með sérstakt framlag vegna daganna. Verknámshúsið verður opið þar sem hægt er að sjá nemendur vinna verkefni en þeir sáu m.a. um að hanna og smíða sérstök viskuljós í tilefni af vísindadögunum.

...
Meira
27.11.2017 - 17:43 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

BÚIÐ AÐ GRAFA 11,1 PRÓSENT AF DÝRAFJARÐARGÖNGUNUM

Í síðustu viku voru grafnir 60,6 m í Dýrafjarðargöngum. Heildarlengd ganganna í lok viku 47 var 589,9 m sem er 11,1% af heildarlengd ganganna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var farið í gegnum nokkuð blautt svæði í vikunni en að öðru leyti voru göngin nokkuð þurr og bergið var að springa þokkalega.


Fyrri part vikunnar var efni keyrt í vegfyllingu og nýi vegurinn tengdur við eldri þjóðveg.  Eftir það var öllu efni keyrt á haugsvæði.


 

...
Meira
26.11.2017 - 10:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gamla myndin: - Jónas Ólafsson að berjast í atvinnumálunum

Á myndinni eru auk Jónasar, Einar K. Guðfinnsson, alþm. Kristján Þór Júlíusson, þáv. bæjarstjóri á Ísafirði, Smári Haraldsson í bæjarstjórn og fyrrv. bæjarstjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþm og Kristinn H. Gunnarsson, alþm. Ljósm. Elís Kjaran.
Á myndinni eru auk Jónasar, Einar K. Guðfinnsson, alþm. Kristján Þór Júlíusson, þáv. bæjarstjóri á Ísafirði, Smári Haraldsson í bæjarstjórn og fyrrv. bæjarstjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþm og Kristinn H. Gunnarsson, alþm. Ljósm. Elís Kjaran.

Myndin er tekin á neyðarfundi í Félagsheimilnu á Þingeyri 3. janúar 1997. Þá stóð yfir rétt ein krísan í atvinnumálum Þingeyrar. Jónas Ólafsson í ræðustól. Oft mátti hann berjast í þeim málum fyrir Þingeyrarhrepp, einkum seinni hluta starfstíma síns sem sveitarstjóri og oddviti. Þeim störfum gegndi hann í áratugi. Var á tímabili elsti starfandi sveitarstjóri landsins.


Hann var farsæll maður í sínu starfi.


Á myndinni eru auk Jónasar, Einar K. Guðfinnsson, alþm. Kristján Þór Júlíusson, þáv. bæjarstjóri á Ísafirði, Smári Haraldsson í bæjarstjórn og fyrrv. bæjarstjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþm og Kristinn H. Gunnarsson, alþm. Ljósm. Elís Kjaran.

...
Meira
25.11.2017 - 23:17 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík 60 ára - Sjómennskan og búskapurinn toguðust á

Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík – 60 ára
Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík – 60 ára
« 1 af 2 »
Dýrfirðingurinn Páll Jó­hann Páls­son fædd­ist í Kefla­vík 25. nóvember 1957 og ólst þar upp til átta ára ald­urs. Þá flutti fjöl­skyld­an til Grinda­vík­ur þar sem þau hafa flest átt heima síðan. Hann var í Barna­skól­an­um í Kefla­vík, lauk miðskóla­prófi á Reykj­um í Hrútaf­irði og gagn­fræðaprófi á Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um. Þá var hann of ung­ur til að fara í Stýri­manna­skól­ann og skráði sig því í Vél­skól­ann: „Ég ætlaði að taka eitt ár þar áður en ég færi í stýri­mann­inn en lenti í svo skemti­leg­um bekk að ég lauk vél­fræðiprófi 1978, tók síðar hraðdeild Stýri­manna­skól­ans og út­skrifaðist með fiski­mann­inn 1983.“

Bónd­inn og sjó­maður­inn hafa alltaf tog­ast á í sál­ar­lífi Páls: „Tólf ára heimtaði ég að fá að fara í sveit og út­vegaði mér sjálf­ur sveita­bæ með hjálp Hún­vetn­inga sem voru á vertíð hjá pabba. Ég var svo tvö sum­ur í Meðal­heimi í Húna­vatns­sýslu hjá Guðnýju og Óskari. Loks fékk ég svo að fara á sjó upp á hálf­an hlut hjá þeim dýrfirsku bræðrum Kris­mundi og Ólafi Finn­boga­son­um en Krist­mund­ur var maður Dísu, syst­ur pabba

...
Meira
25.11.2017 - 06:59 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ANNAÐ BÓKASPJALL VETRARINS

Safnahúsið á Ísafirði sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.
Safnahúsið á Ísafirði sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

Bókaspjallið er fastur liður í starfi Bókasafnsins á Ísafirði. 

Í öðru bókaspjalli vetrarins sem verður í dag, laugardaginn 25.nóvember 2017, verða að vanda flutt tvö erindi. 
Í því fyrra ætlar Jónas Guðmundsson sýslumaður að fjalla um bækur sem eru honum kærar. 
Í seinna erindinu fjallar Marta Hlín Magnadóttir, sem er brottfluttur Ísfirðingur sem margir kannast við, um bókaútgáfuna Bókabeituna sem hún stofnaði fyrir nokkrum árum í félagi við Birgittu Elínu Hassel. Bókebeitan sérhæfir sig í útgáfu á barna- og unglingabókum.


Dagskráin hefst kl 14:00. Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28