A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Reynir Traustason segir ekkert svæði á Íslandi vera eins háð skilvirkum samgöngum og Vestfirðir og því sé sorglegt að vegaframkvæmdir þar skuli vera í endemisrugli.
Reynir Traustason segir ekkert svæði á Íslandi vera eins háð skilvirkum samgöngum og Vestfirðir og því sé sorglegt að vegaframkvæmdir þar skuli vera í endemisrugli.
Reynir Traustason ritstjóri DV fer stórum orðum um vegaframkvæmdir á Vestfjörðum í leiðara DV í dag. Segir hann fyrirhuguð jarðgöng frá Dýrafirði til Arnarfjarðar vera göng út í bláinn, brú yfir Mjóafjörð lengja sumarleiðina og nýjan veg um Arnkötludal virðast hafa þann eina tilgang að láta vegfarendur koma við í sjoppu á Hólmavík. Leiðarinn er svohljóðandi: „Vegaframkvæmdir á Íslandi ráðast gjarnan af pólitískum sjónarmiðum fremur en að hagsmunir vegfarenda ráði. Skýrt dæmi er að finna um þetta á Vestfjörðum þar sem hver framkvæmdin af annarri er í rugli. Á teikniborði Vegagerðar er að bora göng út í bláinn frá Dýrafirði til Arnarfjarðar. Þessi milljarðaaðgerð er að sögn til þess að gera sunnanverða Vestfirði og norðanverða að einu atvinnusvæði.

Þeir sem þekkja staðhætti og vegalengdir vita að menn verða að bora sig bláa áður en það verður. Alltof margir fjallvegir skilja að þessi svæði þótt göngin komi til. Þá er vegalengdin milli Patreksfjarðar og Dýrafjarðar of löng til þess að af því verði. Kristján Möller samgönguráðherra viðraði þann möguleika að fresta Arnarfjarðargöngum en bora þess í stað milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar til að losna við mannskæðan veg undir Kirkjubólshlíð. Þá ætlaði allt um koll að keyra.

 

Hávaðasamir heimamenn kæfa skynsemisraddir og krefjast þess að borað verði rakalaust til Arnarfjarðar. Tvær aðrar vegaframkvæmdir eru í gangi á Vestfjörðum sem bera þess einkenni að vitleysingar ráði för. Brú yfir Mjóafjörð lengir sumarleiðina og virðist helst til þess ætluð að koma hóteli í alfaraleið. Og nýr fjallvegur um Arnkötludal, sem tengir Dali og Strandir, á sér pólitískar rætur og ber þess merki að tilgangurinn er sá eini að láta vegfarendur milli Vestfjarða og Reykjavíkur taka á sig krók til að koma við í sjoppu á Hólmavík áður en lagt er á aðra heiði; til baka. Ekkert svæði á Íslandi er eins háð skilvirkum samgöngum og Vestfirðir. Það er sorglegt að vegaframkvæmdir séu þar í því endemisrugli sem raun ber vitni."

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31