22.08.2008 - 00:40 | bb.is
Trúir ekki öðru en staðið verði við gefin fyrirheit
Eyrún Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, segist ekki trúa öðru en að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Líkt og sagt hefur verið frá sagði Kristján L. Möller, samgönguráðherra, nýlega að þrýst væri á sig víðs vegar að um að flýta gerð jarðganga á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, á kostnað jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Ummælin hafa vakið mikinn róstur á Vestfjörðum og segjast margir ekki skilja hver það gæti verið sem þrýst hafi á ráðherra.