„Eins og þruma úr heiðskíru lofti“
„Það vildi nú svo til að ég sat með samgönguráðherra þegar viðtalið kom í útvarpinu og ég sagði honum strax að þetta kæmi flatt upp á mig, því sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt þessa stefnu, fyrst árið 1997 og svo ítrekað á fjórðungsþingum. Það er sérstök samgöngunefnd að störfum með fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og þetta hefur ekki verið til umræðu þar. Þannig að ég veit ekki við hvern ráðherra er að tala."
Segir Halldór auk þess að það sé hagsmunamál fyrir Vestfirðinga að farið verði að þeirri áætlun sem liggur fyrir. „Samkvæmt byggðaáætlun á Ísafjarðarbær að vera byggðakjarni fyrir Vestfirði og til þess þarf almennilegar samgöngur á milli norður- og suðursvæðis."
Samgönguráðherra hyggst ræða málið á komandi Fjórðungsþingi Vestfirðinga í haust. Tók hann það fram í samtali við bb.is í gær að margir hefðu einnig mælst til þess við hann að kúrsinum yrði haldið og hvergi hvikað.