A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
20.10.2008 - 23:11 | bb.is

Sviðsettu flugslys

Fórnarlömb slyssins voru mörg hver alvarlega slösuð. Mynd: bb.is
Fórnarlömb slyssins voru mörg hver alvarlega slösuð. Mynd: bb.is
Flugslysaæfing fór fram á ytri enda flugbrautar Þingeyrarflugvallar í Dýrafirði á laugardag. Um áttatíu manns tóku þátt í æfingunni en sviðsett var flugslys þar sem tuttugu manna flugvél hafði brotlent og stóð flugvélaflakið í björtu báli er björgunarfólkið kom á vettvang. Slökkva þurfti eldinn og bjarga farþegum út úr flakinu sem lágu ýmist þar eða á víð og dreif um svæðið, ýmist slasaðir eða látnir. Lögreglan á Vestfjörðum, slökkvilið frá Ísafirði og Þingeyri, björgunarsveitir frá Vestfjörðum og sjúkraflutningsmenn frá Ísafirði tóku þátt í æfingunni sem gekk vel að sögn skipuleggjenda hennar en það var Flugverndar- og björgunardeild Flugstoða sem hafði yfirumsjón með æfingunni.
18.10.2008 - 23:16 | bb.is

Aðgerðaáætlun samþykkt

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Mynd: bb.is
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Mynd: bb.is
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélagið til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnahags-, atvinnu- og fjármálum hjá íslensku þjóðinni. „Alvarleg staða á alþjóðlegum mörkuðum, fyrirsjáanlega minnkandi tekjur Ísafjarðarbæjar vegna útsvars og minnkandi tekna frá Jöfnunarsjóði sem lækka vegna lægri tekna ríkissjóðs, aukinn rekstrarkostnaður og fleiri vísbendingar um þrengingar kalla á aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar við þessar aðstæður. Meginmarkmiðið er að ástunda ábyrga fjármálastjórn, tryggja grunnþjónustu og stöðugleika í rekstri", segir í bókun bæjarstjórnar....
Meira
Grunnskólar Ísafjarðar eru fjórir og eru á Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri. Mynd: bb.is
Grunnskólar Ísafjarðar eru fjórir og eru á Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri. Mynd: bb.is
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að breyta þurfi reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla sveitarfélagsins. Er það m.a. gert í ljósi breyttra aðstæðna margra nemenda sem búa við sameiginlegt forræði foreldra sinna yfir þeim og dvelja jafnvel í nokkrar vikur í senn hjá hvoru foreldri fyrir sig. Starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar....
Meira
17.10.2008 - 23:19 | bb.is

Flugslysaæfing á Þingeyri

Frá Þingeyrarflugvelli.
Frá Þingeyrarflugvelli.
Flugslysaæfing verður haldin á Þingeyri á morgun. Flugverndar- og björgunardeild Flugstoða hefur yfirumsjón með æfingunni en að henni koma ýmsir aðilar enda að mörgu er að hyggja ef flugslys verður í raunveruleikanum. Samstarfsaðilar Flugstoða eru fyrst og fremst heimamenn, þ.e. þeir sem sjá um að æfingin fari fram, svo eru ýmsir samstarfsaðilar eins og Ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn, Landsspítali háskólasjúkrahús, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar, Rannsóknarnefnd flugslysa, Landhelgisgæslan, Biskupsstofa, Neyðarlínan og fleiri....
Meira
15.10.2008 - 23:26 | bb.is

Rafmagnslaust á Þingeyri í gærkvöldi

Þingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Þingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Háspennulína, sem liggur frá aðveitustöð Orkubús Vestfjarða í Dýrafirði og yfir á Þingeyri, slitnaði í gærkvöldi og var því rafmagnslaust á Þingeyri til miðnættis á meðan viðgerðum stóð. Ljósavél OV á Þingeyri var gangsett fljótlega eftir að rafmagnið fór af og kom þá rafmagn á hálft þorpið. Halldór Þórólfsson, rafmagnsverkfræðingur hjá OV, segir að ekki hafi verið unnt að koma rafmagni á allt þorpið vegna bilunarinnar sem kom upp á háspennulínunni. Halldór segir að starfsmaður OV sem er á Þingeyri sé í veikindaleyfi og því hafi þurft að kalla út rafvirkja á Þingeyri til að setja ljósavélina í gang. „Háspennulínan er á milli bæjarfélaga og það tekur oft langan tíma að komast að þeim bilunum og gera við," segir Halldór.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
FiskvinnslaVísis á Þingeyri hefur farið vel af stað eftir vinnslustopp. Liðlega tuttugu manns starfa við fyrirtækið í dag og er aðallega verið að vinna uppþýdd léttsöltuð fiskflök. Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri hjá Vísi, segir að hráefnistaða vinnslunnar sé mjög góð í augnablikinu og að fyrirtækið sé vel statt til lengri tíma litið varðandi hráefnisöflun. „Hráefnisstaða okkar er góð og einn Vísis-bátur er á leiðinni vestur í vikunni og mun byrja að fiska fyrri vinnsluna þegar hann kemur til Þingeyrar," segir Viðar.
15.10.2008 - 23:24 | Tilkynning

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins aflýst

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og dræmra undirtekta félagsmanna, sjá stjórn og skemmtinefnd Dýrfirðingafélagsins sér ekki annað fært en að aflýsa auglýstri árshátíð félagsins sem vera átti 18. október n.k. Það er einlæg von okkar og trú að með dugnaði, samstöðu og samkennd munum við vinna okkur út þeim vanda sem við okkur blasir í dag. Tökum utan um hvert annað og hugsum vel um það sem mestu máli skiptir í lífinu, heilsuna, fjölskylduna og góða vini....
Meira
14.10.2008 - 23:30 | Tilkynning

Til skrafs og ráðagerða fyrir íbúa bæjarins

Opinn fundur um efnahagsmál og þær þrengingar sem landsmenn standa frammi fyrir verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði klukkan 20, miðvikudaginn 15.október. Á fundinum fer Halldór Halldórsson bæjarstjóri yfir stöðu mála og kynnir hugmyndir að viðbrögðum vegna atburða síðustu daga. Þá verður Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri og íþróttaþjálfari, með stutt erindi um lífsgildi og mikilvægi þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu á álagstímum.
...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31