15.10.2008 - 23:24 | Tilkynning
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins aflýst
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og dræmra undirtekta félagsmanna, sjá stjórn og skemmtinefnd Dýrfirðingafélagsins sér ekki annað fært en að aflýsa auglýstri árshátíð félagsins sem vera átti 18. október n.k. Það er einlæg von okkar og trú að með dugnaði, samstöðu og samkennd munum við vinna okkur út þeim vanda sem við okkur blasir í dag. Tökum utan um hvert annað og hugsum vel um það sem mestu máli skiptir í lífinu, heilsuna, fjölskylduna og góða vini.
Stjórn og skemmtinefnd Dýrfirðingafélagsins senda félagsmönnum bestu kveðjur og hlakka til að hitta ykkur á næstu viðburðum á vegum félagsins.
F.h. stjórnar og skemmtinefndar
Bergþóra Valsdóttir