Breyta reglum í takt við breytt fjölskyldumynstur
Haustið 2006 voru unnar reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Í þeim segir að;
1. nemendur sem eru í vetrarfríum í heimaskólum sínum eiga ekki að sækja tíma í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, enda sé þá verið að lengja skólaárið hjá þeim.
2. Nemendur sem eiga foreldra í sveitarfélaginu eru velkomnir í tímabundnar skemmri heimsóknir í skólana heimsóknir í samráði við skólastjóra og umsjónarkennara, svo lengi sem 1. grein á ekki við.
3. Börn sem hafa átt heima í sveitarfélaginu og vilja heimsækja sína gömlu bekki eru velkomin í tímabundnar heimsóknir í samráði við skólastjóra og umsjónarkennara, svo lengi sem 1. grein á ekki við.
4. Þeir nemendur sem koma í skólaheimsóknir í Ísafjarðarbæ skulu mæta í skólann með verkefni frá eigin skóla, bækur og skriffæri sem við eiga og taka þátt í kennslunni eins og allir aðrir nemendur bekkjarins.
5. Forsendur heimsóknar eru að hegðun nemandans valdi ekki truflun í bekknum. 6. Ísafjarðarbær tryggir nemendur grunnskóla sveitarfélagsins, hvað varðar gestanemendur eru tryggingar alfarið mál forráðamanna. 7. Beiðni um lengri dvöl þarf að sækja um til Skóla- og fjölskylduskrifstofu v/kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.